Rakst á þinginu um helgina á sænska stelpu sem var skiptinemi í þjóðfræði á íslandi fyrir tveimur árum. Hún var víst m.a. með mér í efnismenningu og mundi eftir mér en ég varð að viðurkenna að ég mundi ekki eftir henni. í litlu fagi eins og þjóðfræðinni man maður eftir flestum sem sitja með manni í tímum, sérstaklega þeim sem sitja einu eða tveim sætum frá manni. Eitthvað hefur klikkað þarna, eða kannski er ég bara orðinn gamall og farinn að kalka?
Bendi ágætu fólki síðan á þessa grein.