Prófkjör helgarinnar

Hér heima voru prófkjör um helgina. Borgnesingurinn Gulli vann hjá Sjöllum í­ Reykjaví­k. Konur fengu mjög lélega útkomu. Aðeins þrjár konur í­ 10 efstu sætunum! Ég er orðinn leiður á því­ að heyra að Sjálfstæðismenn velji bara hæfasta fólkí­ð, svo er ekki. í Norðvesturkjördæmi bí­ður Sjálfstæðismanna erfitt verkefni. Allir þrí­r þingmenn kjördæmisins ætla að halda áfram (sem eru allir karlar). Þeir sem oftast hafa verið nefndir í­ tvö næstu sæti eru lí­ka karlar. Held að Sjálfstæðisflokkurinn eigi möguleika á að halda sí­num þremur þingmönnum en varla að þeir bæti við.

Hjá Samfylkingunni í­ Norðvesturkjördæmi kom sigur Guðbjarts Hannessonar mér ekki á óvart. Hann er mjög vinsæll og á örugglega eftir að reynast flokknum vel. Samfylkingin felldi hins vegar sitjandi þingmann sem kom mér ekki á óvart en virðist hafa komið höfuðborgarbúum á óvart. Ég held að afstaða í–nnu til landbúnaðarmála hafi á endanum orðið henni til falls og það hversu lí­tið áberandi hún hefur verið á kjörtí­mabilinu. Nú er bara spurning hvort Herdí­s nái öðru sætinu hjá Framsókn, annars er útlit fyrir að engin kona verði á þingi í­ Norðvesturkjördæmi eftir næstu kosningar.