Alvarlegt ástand en ekkert gert

Það er fátt betra í­ þessari veröld en að sitja góðan fund Framsóknarmanna. Miðstjórnarfundur flokksins í­ dag var þar engin undantekning. Ræða Guðna ígústssonar var góð þar sem hann fór vel yfir þau mál sem heitust eru í­ umræðunni í­ dag. Ekki var sí­ður áhugavert að heyra erindi tveggja hagfræðinga sem töluðu um ástand og horfur í­ efnahagslí­finu. Kom fram í­ máli þeirra að rí­kisstjórnin og seðlabankinn væru að gera flest þau mistök sem hægt væri að gera við stjórn efnahagsmálanna.

íslendingar hafa jafnvel aldrei á lýðveldistí­manum staðið frammi fyrir annarri eins kreppu eins og möguleiki er að skelli á okkur fljótlega. Það er því­ ekki nema von að kallað sé eftir aðgerðum rí­kisstjórnarinnar. Framundan er skörp djúp kreppa sem vara mun allt fram á þriðja ár. Kreppan mun m.a. leiða af sér aukið atvinnuleysi með haustinu sem verður allt að 5% samkvæmt spám hagfræðinga. Flestir virðast vera sammála um að hagvöxtur verði neikvæður strax á þessu ári. Undantekningin er Seðlabankinn sem spáir 2% hagvexti. Loks mun halli á rí­kissjóði verða allt að 100 milljarðar á næsta ári.

Svar rí­kisstjórnarinnar hefur verið að kreppan sé alþjóðleg og því­ sé lí­tið hægt að gera til að bregðast við. Það er vissulega rétt að það herðir að alls staðar í­ hinum vestræna heimi um þessar mundir en á íslandi virðist kreppan ætla að taka á sig aðra og verri mynd en í­ nágrannalöndum okkar. Fall hlutabréfa er til dæmis tvisvar til þrisvar sinnum meira hér en þar. Það er ýmislegt sem veldur. Á meðan rí­kisstjórnir úti í­ heimi hófu að undirbúa sig fyrir kreppu fyrir ári sí­ðan gerðu í­slensk stjórnvöld ekkert. Niðurskurður þorskkvóta sí­ðasta haust hafði áhrif lí­kt og 20% aukning fjárlaga milli ára sem var glapræði sem aðeins Framsóknarmenn gagnrýndu.

En þó rí­kisstjórnin beri höfuð ábyrgð þurfum við sem einstaklingar lí­ka að lí­ta í­ eigin barm. Fyrirhyggja og festa í­slendinga í­ efnahagslegri hegðun þeirra virðist vera takmörkuð. í samanburði við nágrannalöndin er sparnaður lí­till á íslandi en á móti kemur að einkaneysla okkar er gí­furlega mikil. Draga þarf úr einkaneyslunni sem nota bene bankarnir hafa fjármagnað að einhverju leyti eftir  að þeir ruddust inn á í­búðalánamarkaðinn árið 2004. Leiðin til þess kann að vera að gera það eftirsóknarverðara að leggja pening í­ sparnað. Það er þó eins og svo margt annað undir rí­kisstjórninni komið.