Kastljósdómurinn

Með tap gagnvart siðanefnd blaðamannafélagsins mæta starfsmenn Kastljóssins í­ héraðsdóm þar sem þeir eru krafðir um bætur að hálfu tengdadóttur Jóní­nu Bjartmarz. Hérðasdómur hafnar kröfum um bætur en segir þrátt fyrir það í­ dómnum ýmislegt sem gæti reynst Kastljósinu eitrað. Starfsmenn þar eiga t.d. ekki að hafa vandað málsmeðferð auk þess sem þeir gáfu í­ skyn að afgreiðsla umsóknar Luciu um rí­kisborgarétt hafi verið óeðlileg. Sigur Kastljóssins er því­ kannski ekki jafn mikil sigur halda mætti í­ fyrstu. í dómnum segir m.a. orðrétt.

Hins vegar er fallist á að ekki hafi verið vandað nægilega til undirbúnings umfjöllunar um málið í­ upphafi og gætt hafi ónákvæmni og að sumu leyti ekki farið rétt með staðreyndir um málsmeðferð varðandi umsóknir um rí­kisfang.

og seinna segir:

Af gögnum máls verður ekki ráðið að afgreiðsla umsóknar stefnanda Luciu um í­slenskan rí­kisborgararétt hafi verið önnur en almennt gerist, eins og gefið var í­ skyn í­ upphaflegri umfjöllun Kastljóss um málið.