Húsin í­ söguhéraðinu

Sá tí­mi tí­mi sem mál veltast um í­ stjórnkerfum sveitarfélaganna er misjafn, allt frá nokkrum dögum upp í­ áratugi. Ég get t.d. sagt frá því­ að merkingar sögustaða í­ Borgarnesi voru til umræðu þegar pabbi sat í­ hreppsnefnd Borgarneshrepps á 7. og 8. áratugnum. Þegar ég settist í­ menningarmálanefnd gömlu Borgarbyggðar á sí­ðasta kjörtí­mabili voru merkingar sögustaða enn til umræðu og lí­tið hafði málið þokast lí­tið fram á við á 20 árum. Við sem sátum í­ nefndinni þetta kjörtí­mabil vorum öll á því­ að nú þyrfti að koma hlutunum í­ verk en fjármagnið skorti. Það var ekki fyrr en ákveðið var að koma á fót Landnámssetri í­ Borgarnesi að nokkrir sögustaðir Eglu voru merktir. Stórt og ánægjulegt skref þó fleiri staði hefði mátt merkja.

Eitt af þeim málum sem ég talaði sjálfur mikið fyrir var að ráðast í­ merkingar á eldri húsum og eyðibýlum í­ sveitarfélaginu. Þessi hugmynd er fengin frá Skagfirðingum sem samræmt hafa merkingar á eldri húsum og sést það t.d. ef ekið er um Sauðárkrók. Nú lí­tur út fyrir að ráðist verði í­ átak í­ merkingu húsa sem byggð voru fyrir 1950 og eyðibýla í­ Borgarbyggð. Þessu fagna ég að sjálfsögðu. Sí­fellt fleiri eru að átta sig á því­ að vilji Borgarbyggð kalla sig söguhérað þarf sagan að vera sýnileg þeim sem þangað koma í­ heimsókn.