Hafi írni Johnsen fengið uppreisn æru þýðir það að hann hafi fengið mannorð sitt hreinsað. Mannorð er samkvæmt mínu skilningi það orðspor sem fer af einhverjum. Ég vissi ekki að handhafar forsetavalds tækju að sér mannorðshreinsanir. Vinna við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gæti orðið skemmtileg. Þar höfðu menn og konur áður val um …
Monthly Archives: ágúst 2006
Bara svona að spá
Hvar og hvernig kemur maður hraðahindrun í verð?
Uppgjör við Svíþjóð
Þó ég sé löngu kominn heim frá Svíþjóð þá á ég alltaf eftir að gera ferðina almennilega upp. Aðrir Gotlandsfarar hafa gert það ágætlega og kannski tilgangslaust að fara rekja alla ferðasöguna hér. Ég ætla mér samt að skrifa smá punkta um þau söfn sem ég heimsótti. Ég fór á öll þau söfn sem ég …
Listunnandinn og módelið
Listunnandinn Eggert fór á opnun ljósmyndasýningarinnar hennar Gerðu í gærkvöldi. Hitti þar m.a. þrjár af barnapíunum mínum. Þórdísi hef ég ekki hitt lengi. Sýningin var annars mjög áhugaverð. Mikið af náttúrumyndum en hrifnastur var ég skiljanlega af mynd af sólarlagi með Bjarg í forgrunni. Borgnesingar ættu að kíkja í Félagsbæ um helgina og auðvitað líka …
Haustið framundan
Það má finna fyrir því á kvöldin að það er tekið að hausta. Þar af leiðandi styttist í að dvöl minni í sveitinn ljúki, í bili a.m.k. Ég mun hætta í bankanum föstudaginn 1. september. Við tekur skólabekkurinn, ekki alveg sá sami og síðustu tvö ár en nánast. Ég tek engan þjóðfræðikúrs í haust heldur …
Sáttur
Búinn að kjósa þrisvar sinnum í dag. Persónulega er ég nokkuð sáttur með heildar útkomuna. í framboði til formanns voru tveir mjög hæfir frambjóðendur sem erfitt var að gera upp á milli. Það fór að lokum svo að Jón var kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Ég hlakka til að sjá hvernig honum tekst upp …
Spennandi helgi framundan
Einhver slappleiki í gangi í dag. Verð vonandi orðinn hress á morgun. Annars fer spennan vaxandi fyrir helgina. Siv, Birkir, Kristinn og Sæunn voru á ferðinni í gær. íttum saman ágæta stund á Bifröst í frábæru veðri. Tíminn til að ákveða sig styttist óðum. Enski boltinn byrjar á laugardaginn. Spennandi að sjá hvernig Martin O’Neill …
Allt er í heiminum hverfult
Einhverju sinni hét ég sjálfum mér því að byrja aldrei að blogga. Það tilkynnist hér með að ég ætla ekki að standa við það fyrirheit lengur.