Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2006

íslensk tvenna

í tveimur orðum er Köld slóð óraunveruleg og stirðbusaleg kvikmynd. Landslagið gæti reyndar hrifið erlenda áhorfendur. Ég hef sí­ðan aldrei skilið hvers vegna íslendingar rembast oft við að koma inn í­ kvikmyndir tilgangslausum nektarsenum. Konungsbók var heldur ekki sérstök lesning. Hún var alls ekki léleg en er óspennandi og lí­klega það slakasta sem Arnaldur hefur sent frá sér.

Að aflí­fa mann

Bush segir aftöku Saddam Hussein vera mikilvægan áfanga í­ lýðræðisþróun í­ írak. Hvað er maðurinn að meina? Það að taka mann af lí­fi sem engin völd hefur haft sí­ðustu ár getur ekki breytt miklu til hins betra. Ef eitthvað er ýfir aftakan bál strí­ðandi fylkinga þar sem litið verður á hann sem pí­slavott. Fréttin minnir okkur hinsvegar á að dauðarefsingar eru því­ miður enn við lýði í­ heiminum.

Þurran vill hún blóði væta góm

Þey þey! þey þey! þaut í­ holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða lí­ka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm;
útilegumenn í­ Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.

Kannski er það bara tilviljun að Baugur notar ÁSprengisandi í­ áramótakveðjunni sinni. Það er samt hægt að túlka textann á ýmsan hátt. Hver skyldi þessi tófa vera sem vill blóði væta góm?

Britain, Britain, Britain!

RíšV sýndi í­ kvöld og gærkvöldi Little Britain Abroad. BBC sýndi fyrri þáttinn á jóladag en seinni þátturinn verður ekki sýndur úti fyrr en á laugardaginn. Verð bara að segja að það er nokkuð flott hjá RíšV að sýna BBC þátt á undan BBC. Að vanda voru þeir Matt og David góðir.

Gettu betur sjokk

Gettu betur nördinn fékk smá sjokk í­ gær. Þegar ég kí­kti á textavarpið í­ gærkvöldi var búið að draga í­ fyrstu umferð og FVA ekki með lið í­ ár. Mikið þykir mér það lélegt. Veit ekki hvað klikkaði en fæ vonandi skýringu á því­ fljótlega. Undanfarin ár hefur uppistaðan í­ liðinu verið nemendur annarsstaðar af Vesturlandi en af Skaganum, t.d. úr Borgarfirði og af Mýrunum. Ég hef því­ fulla trú á að Menntaskóli Borgarfjarðar komi sterkur inn næsta vetur.

Viðureignirnar í­ fyrstu umferð virðast ekki vera neitt rosalega spennandi. Stóru skólarnir sitja flestir hjá. Þar sem Skaginn er ekki með vonast ég eftir góðu gengi Hvanneyringa sem mæta MH í­ fyrstu umferð. Kannski verður bara ekkert tilefni til að syngja Gleði, gleði í­ ár?

Tí­mi afslöppunar?

Það er ekki fyrr en núna þegar jólaboðunum er lokið sem ég get sest niður til að kí­kja í­ jólabækurnar. Kannski ýki ég smá. Las eina bók í­ gær og fyrradag milli þess sem ég stóð í­ stórræðum í­ eldhúsinu. Til minnis fyrir næstu jól fyrir aldrað skyldfólk mitt sem kann að lesa þetta þá er of mikið að gera ráð fyrir hálfu kí­lói af hangikjöti á mann. Hlustið á unga fólkið næst.

Ég mæli með því­ að þið kí­kið í­ miðnæturmessu í­ Frí­kirkjunni næstu jól. Fór þangað á aðfangadagskvöld og bjóst kannski ekki við miklu en út gekk ég alsæll. Stemmingin einstök, tónlist Páls Óskars og Moniku átti einstaklega vel við og ég hef sjaldan heyrt jafn góða predikun. Sr. Hjörtur Magni var mjög harðorður í­ garð kirkjunnar, sem á sér blóðidrifna sögu og spurði hvort Jesú myndi kannast við þau verk sem kennd hafa verið við hann í­ gegn um tí­ðina.

Gleðileg jól

Möndlugrauturinn hjá ömmu er órjúfanleg hefð í­ hádeginu á aðfangadag. Núna eru pakkarnir komnir undir tréð, hryggurinn kominn í­ ofninn og ég er kominn í­ hátí­ðarskap þrátt fyrir skort á jólasnjó. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Frú Þorgerður

Ábls. 35 í­ Morgunblaðinu í­ dag er grein eftir mig um málefni Náttúruminjasafns íslands. Ef þið hafið ekki Moggann við höndina þá birtist hún hér á næstu dögum. Þið takið kannski eftir því­ að búið er að lappa smá upp á suf.is. Fanný er að gera virkilega góða hluti sem ritstjóri þar.

Ní­ðstengur

Áfyrsta ári mí­nu í­ þjóðfræðinni gerðu ég og Tommi útvarpsþátt um ní­ðstengur. Fréttin um bóndann í­ Bí­ldudal sem reisti ní­ðstöng til að ná sér niður á nágranna sí­num vakti því­ athygli mí­na. Þetta er lí­klega sjötta særingin sem fer fram hér á landi eftir 1900. Ní­ð var áður reist til að fá landvætti til liðs við sig og aðstoða við að koma óvinum sí­num frá. í því­ verki að reisa ní­ð, sameinast bundinn kveðskapur og framkvæmd galdurs í­ eina samræmda heild sem veldur því­ að erfitt var talið að vinna á móti honum. Smá upprifjun á ní­ðunum eftir 1900 fyrir þá sem misstu af útvarpsþáttunum.

  1. Oddný Sveinsdóttir (V-Skaft) samdi veðursálm til að stilla vind 1915.
  2. Vorið 1975 komu nokkrir aðilar saman í­ túni við Grundartanga þar sem þeir reistu ní­ðstöng gegn Járnblendiverksmiðjunni sem reisa átti þar það sumar. Sveinbjörn Beinteinsson skáld, bóndi og seinna alsherjargoði flutti ní­ðið. Þar fékk stöngin að standa í­ 20 ár en er í­ dag á Byggðasafninu á Görðum.
  3. Fjórum árum seinna reistu herstöðvaandstæðingar ní­ðstöng í­ Laugarnesi þegar floti NATÓ sigldi inn í­ höfnina í­ Reykjaví­k.
  4. í verkfalli BHMR á ní­unda áratugnum var reist stöng geng Ólafi Ragnari Grí­mssyni, þá fjármálaráðherra.
  5. Mótmælendur á Kárahnjúkum reistu stöng þar 2003.
  6. í desember 2006 reisir bóndi í­ Bí­ldudal ní­ðstöng þar sem hann óskar þess að landvættir reki nágranna hans úr landi eða gangi af honum dauðum. Af myndum sem sýndar voru í­ fréttunum þarf nágranninn ekki að hafa miklar áhyggjur enda er stöngin ekki rétt gerð. Sé stöngin ekki rétt gerð er hætta á að ní­ðið sé ónýtt, jafnvel kann það að snúast gegn stangarhöfundi sjálfum. Trúi bóndinn á mátt stangarinnar ætti hann kannski að hafa áhyggjur. Það er sérstakt við þessa stöng að hún er sú eina sem ekki beinist gegn þeim sem valdið hefur.

Samþykkt

Núna get ég endanlega sagt að ég sé kominn í­ jólafrí­. Fékk BA verkefnið mitt samþykkt í­ morgun. Stefni að því­ að byrja strax eftir áramót skriftum. Vonandi kemst ég að einhverju um skipulag trúarbragða á íslandi fyrir kristnitöku sem er mjög áhugavert efni, þ.e.a.s. ef hér hefur verið eitthvað skipulag.