í tveimur orðum er Köld slóð óraunveruleg og stirðbusaleg kvikmynd. Landslagið gæti reyndar hrifið erlenda áhorfendur. Ég hef síðan aldrei skilið hvers vegna íslendingar rembast oft við að koma inn í kvikmyndir tilgangslausum nektarsenum. Konungsbók var heldur ekki sérstök lesning. Hún var alls ekki léleg en er óspennandi og líklega það slakasta sem Arnaldur hefur …
Monthly Archives: desember 2006
Að aflífa mann
Bush segir aftöku Saddam Hussein vera mikilvægan áfanga í lýðræðisþróun í írak. Hvað er maðurinn að meina? Það að taka mann af lífi sem engin völd hefur haft síðustu ár getur ekki breytt miklu til hins betra. Ef eitthvað er ýfir aftakan bál stríðandi fylkinga þar sem litið verður á hann sem píslavott. Fréttin minnir …
Þurran vill hún blóði væta góm
Þey þey! þey þey! þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm; útilegumenn í Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Kannski er það bara tilviljun að Baugur notar ÁSprengisandi í áramótakveðjunni sinni. Það er samt hægt að túlka textann á ýmsan hátt. …
Britain, Britain, Britain!
RíšV sýndi í kvöld og gærkvöldi Little Britain Abroad. BBC sýndi fyrri þáttinn á jóladag en seinni þátturinn verður ekki sýndur úti fyrr en á laugardaginn. Verð bara að segja að það er nokkuð flott hjá RíšV að sýna BBC þátt á undan BBC. Að vanda voru þeir Matt og David góðir.
Gettu betur sjokk
Gettu betur nördinn fékk smá sjokk í gær. Þegar ég kíkti á textavarpið í gærkvöldi var búið að draga í fyrstu umferð og FVA ekki með lið í ár. Mikið þykir mér það lélegt. Veit ekki hvað klikkaði en fæ vonandi skýringu á því fljótlega. Undanfarin ár hefur uppistaðan í liðinu verið nemendur annarsstaðar af …
Tími afslöppunar?
Það er ekki fyrr en núna þegar jólaboðunum er lokið sem ég get sest niður til að kíkja í jólabækurnar. Kannski ýki ég smá. Las eina bók í gær og fyrradag milli þess sem ég stóð í stórræðum í eldhúsinu. Til minnis fyrir næstu jól fyrir aldrað skyldfólk mitt sem kann að lesa þetta þá …
Gleðileg jól
Möndlugrauturinn hjá ömmu er órjúfanleg hefð í hádeginu á aðfangadag. Núna eru pakkarnir komnir undir tréð, hryggurinn kominn í ofninn og ég er kominn í hátíðarskap þrátt fyrir skort á jólasnjó. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Frú Þorgerður
Ábls. 35 í Morgunblaðinu í dag er grein eftir mig um málefni Náttúruminjasafns íslands. Ef þið hafið ekki Moggann við höndina þá birtist hún hér á næstu dögum. Þið takið kannski eftir því að búið er að lappa smá upp á suf.is. Fanný er að gera virkilega góða hluti sem ritstjóri þar.
Níðstengur
Áfyrsta ári mínu í þjóðfræðinni gerðu ég og Tommi útvarpsþátt um níðstengur. Fréttin um bóndann í Bíldudal sem reisti níðstöng til að ná sér niður á nágranna sínum vakti því athygli mína. Þetta er líklega sjötta særingin sem fer fram hér á landi eftir 1900. Níð var áður reist til að fá landvætti til liðs …
Samþykkt
Núna get ég endanlega sagt að ég sé kominn í jólafrí. Fékk BA verkefnið mitt samþykkt í morgun. Stefni að því að byrja strax eftir áramót skriftum. Vonandi kemst ég að einhverju um skipulag trúarbragða á íslandi fyrir kristnitöku sem er mjög áhugavert efni, þ.e.a.s. ef hér hefur verið eitthvað skipulag.