Hagsmunabaráttan

Ummæli Björgvins G. Sigurðssonar um skólagjöld við rí­kisrekna háskóla í­ fréttum RíšV í­ vikunni hafa vakið athygli. Kannski ekki skrýtið þar sem hann er oddviti Samfylkingarinnar í­ Suðurkjördæmi og einn helsti talsmaður hennar í­ menntamálum. Þessi skoðun hans er þó ekki að koma fram núna í­ fyrsta skipti eins og sjá má hér.

Það hefur farið heldur lí­tið fyrir stórmerkri ályktun sem samþykkt var á Stúdentaráðsfundi í­ fyrradag. Þar samþykktu Vaka og Röskva að halda áfram samstarfi sí­nu í­ framtí­ðinni óháð niðurstöðum kosninganna í­ febrúar. Þá var samþykkt ályktun sem við í­ Háskólalistanum lögðum fram um opið bókhald framboðanna. Þær fylkingar sem bjóða fram í­ febrúar eru hvattar til að opna bókhald sitt til þess að koma í­ veg fyrir hagsmunaárekstra og óeðlileg pólití­sk afskipti af hagsmunabaráttu stúdenta.
Það kann að vera að ég fjalli eitthvað um Stúdentaráðskosningar hér á næstunni. Þeir sem hafa óþol gagnvart þeim eru beðnir afsökunar.

Join the Conversation

3 Comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *