Háskólalistinn kynnti framboðslista sinn á föstudaginn. Ég skipaði þriðja sætið á listanum í fyrra og vegna furðulegs kosningakerfis kemst ég líklega inn í Stúdentaráð bæti Háskólalistinn við sig manni. Ég bið ykkur sem eru nemendur í Hí þess vegna að hugsa fallega til mín í febrúar.
í ár leiðir Christian Rebhan listann, þýskur nemi í alþjóðasamskiptum. Háskólalistinn hefur verið leiðandi í réttindabaráttu erlendra stúdenta og eina framboðið sem hefur haft erlendan stúdent fyrr ofarlega á lista. í fyrra komu Vaka og Röskva í veg fyrir að erlendir nemar fengju sinn fulltrúa í alþjóðanefnd. Sannaðist þar enn og aftur að fylkingarnar hugsa fyrst og fremst um sig og sína en láta hagsmuni stúdenta ekki alltaf ráða för.