Blindaður af ást af samstarfsflokkum sínum í stjórnarandstöðu hélt hinn „frjálslyndi“ Sigurjón Þórðarson upp í ræðupúlt Alþingis á föstudaginn í umræðum um bankana. Hélt hann því fram að Framsóknarmenn væru hinir mestu lygarar að bera það upp á þá í–gmund Jónasson og í–ssur Skarphéðinsson að þeir hafi haft í hótunum í hótunum við bankana. Steingrímur J. Sigfússon tók undir með Sigurjóni í Silfri Egils í dag. Ég vil benda Sigurjóni, Steingrími og öðrum sem ekki trúa þessum staðhæfingum á hið rétta í málinu. Hér er ekki um neina útúrsnúninga að ræða heldur vitna ég orðrétt í í–gmund og í–ssur.
í–gmundur segir í viðtali við Fréttablaðið 4. nóvember 2006
í–gmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.
Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. „Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já,“ skrifar í–gmundur.
í–ssur segir á heimasíðu sinni 17. febrúar 2007
[G]uð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka írna Matt.
íðurnefndur Sigurjón bætist í hóp í–gmundar og í–ssurar þegar hann gerir lítið úr umsvifum bankanna í íslensku efnahagslífi í ræðu sinni á föstudaginn enda eru ekki nema „3% mannafla sem vinnur í bönkum, og þeir afla 6% tekna í landinu“ svo ég vitni í hans eigin orð. Hér stendur ekki allt og fellur með þessu að hans mati.
Það er alls ekki gott komist hér til valda stjórnmálamenn sem sjá ekkert athugavert við það að leggja ákveðin fyrirtæki og einstaklinga í einelti til þess eins að afla sjálfum sér augnabliksvinsælda. Þá er of langt gengið. Það er stefna sem þekkist í fyrrverandi Sovétríkjunum, Kúbu og víðar þriðja heiminum. Það er galin vinstri stefna. Vinstri galnir segiði?