Steinsteyptar minningar

Maðurinn er gjarn á að reisa minnisvarða um hitt og þetta, meðvitað og ómeðvitað. í Reykjaví­k sjáum við fjöldann allan af styttum til heiðurs þessum manninum og hinum, Þjóðminjasafnið er reist til tilefni af stofnun lýðveldisins og Perlan er sögð minnisvarði um valdatí­ma Daví­ðs. Þessir dauðu hlutir standa eftir sem táknmyndir einhvers sem við erum ekki alltaf klár á sjálf hvað merkja. Ég sé ótal styttur án þess að hafa hugmynd um af hverjum þær eru, Þjóðminjasafnið minnir mig ekki á lýðveldið og Perlan minnir mig alls ekki á Daví­ð.

í gær var í­ fréttum sú tillaga að reist verði stytta af Guðmundi Jaka í­ Breiðholti. Ég held að langt sé sí­ðan sí­ðast var reist stytta í­ Reykjaví­k af nafngreindum manni, kannski það sé komið úr tí­sku? ín þess að ég hafi kannað það sérstaklega þá gæti ég trúað því­ að það að reisa styttur hafi verið hluti af tilraunum yfirstéttarinnar til að fræða almúgann fyrr á tí­mum, rétt eins og sú stefna að opna söfn fyrir almenningi. í dag er peningunum varið í­ annað en á meðal stjórnmálamanna kemur aftur og aftur upp sú umræða að reisa minnisvarða.

Mig minnir að það hafi verið sí­ðasta vetur þegar Sjálfstæðismenn í­ borgarstjórn lögðu til að reist yrði stytta af Tómasi Guðmundssyni á góðum stað í­ borginni. Þáverandi borgarstjóri vildi frekar fjölga styttum af konum en að bæta við enn einni styttunni af karlmanni. Ég held að staðan sé þannig í­ dag að brjóstmyndin af Björgu C. Þorláksson sem stendur fyrir utan Odda sé eina styttan af konu sem er í­ umsjá borgarinnar (eða má kalla brjóstmynd styttu?) Ánæsta ári gefst gott tækifæri til að reisa styttu af konu þegar 100 ár eru liðin frá því­ Brí­et Bjarnhéðinsdóttir settist í­ bæjarstjórn Reykjaví­kur fyrst kvenna, þ.e.a.s. finni einhver þörfina hjá sér fyrir að reisa nýjan minnisvarða. Það eru örugglega til betri leiðir til að minnast hennar en steinsteypa.

Hugmyndin um styttu af Guðmundi Jaka er engu að sí­ður góðra gjalda verð. Hann hefur vissulega lagt meira til í­slensks samfélags en margur annar sem og Elí­n kona hans sem hefur sí­ður en svo átt auðvelda ævi en hefur engu að sí­ður afrekað margt. Þau hjónin komu oft við hjá foreldrum mí­num heima í­ Borgarnesi og voru mjög góð við okkur bræðurna á erfiðum tí­mum. Ég velti því­ hins vegar fyrir mér hvort þeir sem ganga fram hjá styttunni í­ Breiðholti eftir 100 ár eigi eftir tengja hana við Guðmund eins og ég myndi gera. Ég kem til með að minnast þeirra sem ég kynnist á minn hátt að þeim látnum, ég þarf ekki steinsteypu til þess.