Heimsókn í­ Veiðisafnið

Stokkseyringar eru að gera góða hluti í­ menningartengdri þjónustu. Þekktasta stofnunin þeirra er lí­klega Draugasetrið. Nýlega opnaði í­ sama húsi ílfa- og tröllasetur. Ég hef komið tvisvar á Draugasetrið og get mælt með því­. Ég hef ekki skoðað nýju sýninguna eftir að hún opnaði en sá hana í­ haust á meðan framkvæmdir stóðu yfir og lofaði hún góðu. í gær skrapp ég austur fyrir fjall og skoðaði m.a. þriðja safn Stokkseyringa, Veiðisafnið.

Veiðisafnið er safn uppstoppaðra dýra og veiðafæra. Dýrin eru flest í­ eigu hjónanna Páls Reynissonar og Frí­ðu Magnúsdóttur annars vegar og hins vegar í­ eigu Náttúrufræðistofnunar íslands. Þar gefur að lí­ta mörg framandi dýr sem ekki sjást öllu jafna á í­slenskum náttúruminjasöfnum, s.s. gí­raffa, sebrahest, sauðnaut, toucan o.fl. Ég hef til dæmis aldrei séð snæhéra áður.

Þó sýningin sé áhugaverð verð ég samt að setja spurningamerki við framsetningu gripanna, þ.e. hvort hún sé siðferðilega rétt. Dýrin eru ekki sýnd sem náttúruminjar heldur sem bráð. Þau eru skotin til þess að sýna þau á safni. Við hlið þeirra eru ekki upplýsingar um það hvar dýrin má finna í­ heiminum, á hverju þau lifa o.s.frv., heldur hvar og hvernig þau voru skotin. Ég geri mér vissulega grein fyrir því­ að það eru upplýsingar sem maður ætti að búast við að fá á veiðisafni en mér finnst að á slí­ku safni ætti einnig að vera hægt að finna upplýsingar um t.d. stofnstærð og sjálfbærni veiðanna. Með þessum upplýsingum er hægt að sinna eftirspurn stærri markhóps.

Eftir tæpan hálfan mánuð verður tekin í­ notkun viðbygging við safnið. Þar verður hægt að bera augum ljón og fleiri skepnur. Ég hvet ykkur til að skoða safnið við tækifæri. Draugasetrið og ílfa- og tröllasetrið eru sí­ðan í­ næsta nágrenni. Þeir sem hafa meiri áhuga á lax- og silungsveiði ættu hins vegar að kí­kja til Kela í­ Veiðiminjasafnið í­ Ferjukoti í­ Borgarfirði.