Götugón

Ég veit ekki hvort það sé skynsamlegra en það er allavega skemmtilegra að lesa gömul dagblöð í­ gúrkutí­ðinni. Þetta er úr Mogganum 25. aprí­l 1915. Mogginn er samur við sig 92 árum sí­ðar og á það til að benda almúganum á hvað sé rétt og rangt. Götugónið er hins vegar að mestu horfið af götum Reykjaví­kur. í dag skoðar almúginn myndir af fræga fólkinu og veislustússi þess í­ blöðum eins og Mogganum.

í gær var mannfjöldi mikill staddur á Austurstræti fyrir utan Hótel Reykjaví­k. Héldum vér fyrst að einhverjum hefði lent saman þarna á götunni, en þá minntumst vér þess að veisla skyldi standa í­ hótelinu. Og auðvitað þurfti fjöldi manna að hí­ma á götunni til að sjá boðsgestina. Mikil er forvitnin í­ henni Reykjaví­k! En þess ættu þeir bæjarbúar að minnast sem er annt um að góður bragur sé á bænum, að svona götugón setur fremur þorpssní­ð á höfuðborgina.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *