Einar Sveinbjörnsson skrifar fína grein í Blaðið í morgun þar sem hann gangrýnir orðagjálfur forystumanna Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar. Gasprað var um ókeypis námsbækur í framhaldsskólum sem ekki var staðið við þegar flokkurinn fékk tækifæri til þess. Sömuleiðis lofaði flokkurinn því að efnis- og innritunargjöld yrðu felld niður (sú tillaga á líka við um opinbera …
Monthly Archives: ágúst 2007
Góð ferð
Það er alltaf smá eftirvænting að byrja í skólanum á haustin. í dag var fyrsti tíminn í “námskeiði dauðans†sem líklega kemur til með að taka allan minn tíma fram að jólum. í leiðinni fékk ég efni MA ritgerðarinnar samþykkt og gekk frá lausum hnútum varðandi BA ritgerðina. Hún fer í yfirlestur í kvöld. Ekki …
Óupplýstur borgarfulltrúi?
í Fréttablaðinu í morgun skrifar Margrét Sverrisdóttir grein sem hún kallar Frítt í strætó – fyrir suma. Segir hún þar m.a. „Undirrituð beinir þeim tilmælum eindregið til borgaryfirvalda að allir listnámsnemar á menntaskólaaldri og aðrir nemar á framhaldsstigi listnáms fái einnig frítt í strætó“. Þar sem bróðir minn er listnámsnemi og sömuleiðis margir í kring …
Gulur ólympíukeppandi
Þá get ég strikað það út af „to do“ listanum mínum að keppa á ólympíuleikum. Ég keppti í spjótkasti og boðhlaupi í dag. Það er sem sagt bæjarhátíð í gangi hér í Mosó og þar af leiðandi er hverfið mitt skreytt með gulum blöðrum, borðum, diskum og fánum. Ég horfi hins vegar öfundaraugum yfir í …
Hamingjuóskir til Borgfirðinga
Ef þið tókuð ekki eftir því þá var Menntaskóli Borgarfjarðar settur í fyrsta sinn í gær. Fram til þessa hafa nemendur sem ljúka grunnskólum á svæðinu þurft að sækja annað í framhaldsskóla, flestir á Akranes en margir farið til Reykjavíkur. Þeir sem fóru suður snéru margir hverjir ekki aftur heim. Það vantaði því tilfinnanlega framhaldsskóla …
Enn af ferjuklúðri
Stjórn SUF samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gær. Samband ungra framsóknarmanna harmar það ábyrgðar- og dómgreindarleysi sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa orðið uppvísir að í tengslum við kaup og endurbætur á nýrri Grímseyjarferju. Hundruðum milljóna króna af almannafé hefur verið sóað með slælegri verkstjórn og ákvarðanatöku. íbyrgðin getur aðeins hvílt á herðum þess ráðherra …
BTB
Þegar ég sé skammstöfunina BTB hugsa ég ekki um Björgólf Thor Björgólfsson heldur Bifreiða- og trésmíðaverkstæði Borgarness sem reyndar lagði upp laupana fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. En þar sem BTB er að kaupa heiminn velti ég því fyrir mér hvort hann hafi ekki skoðað BTB húsið. Það stendur meir að segja ekki langt …
Skemmtilegar Lagnafréttir
Ég átti ekki von á því að rekast á grein um Vasaskipið á leið minni í gegn um Fasteignablað Moggans, hvað þá í Lagnafréttum.
í†tli þeim vanti statista?
Ég veit, ég er einstaklega kvenlegur.
Pappírs- og blýantaverslun ríkisins
Ég fór síðast á pósthús um síðustu jól, þá hér í Mosfellsbæ. Kannski hefur eitthvað breyst síðan en þá var ekki hægt að versla þar skrifstofuvörur, fara á netið eða prenta út ljósmyndir. Enda af hverju ætti það að vera hægt á ríkisreknu pósthúsi? í fréttatilkynningu sem íslandspóstur sendi frá sér í gær kemur hins vegar fram að þessi þjónusta verði …