Það sem maður getur lent í­

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hefur sent fjármálaráðherra bréf sem lesa má hér að neðan. Það er aldrei að vita nema írni lendi í­ því­ að lesa bréfið og lendi þar af leiðandi í­ framhaldinu í­ því­ að sitja málfundinn sem við bendum honum á. Það væri honum að minnsta kosti mjög hollt.

 

írni Mathiesen
Fjármálaráðuneytið
Arnarhváli
150 Reykjaví­k

 

ígæti ráðherra.

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill benda yður á málfund sem Lagastofnun Háskóla íslands stendur fyrir í­ hádeginu á miðvikudag. Þar stendur til að ræða í­ þaula spurninguna; ,,Hvernig á að standa að skipun dómara?”.

Samstarfsmaður yðar í­ núverandi þingmeirihluta, Lúðví­k Bergvinsson, er annar frummælenda en hinn er Eirí­kur Tómasson lagaprófessor. Má því­ búast við því­ að marga athyglisverða þætti sem snúa að skipun dómara beri á góma.

Undanfarin misseri hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið og hafa áhrifamenn innan flokksins í­trekað lent í­ ýmsum óþægilegum uppákomum. Það getur komið fyrir besta fólk að lenda í­ hinu og þessu, en allur er þó varinn góður og ví­tin eru til að varast þau.

Þó stjórn SUF geri sér grein fyrir því­ að ráðherrar eru upptekið fólk, hvetur stjórnin yður eindregið til að taka frá tí­ma til að mæta á þessa málstofu, en hún hefst kl. 12:15 næstkomandi miðvikudag. Með fræðslu um málefnið getið þér e.t.v komist hjá því­ að lenda aftur í­ því­ að gera tæknileg mistök, svo sem að brjóta stjórnsýslulög við skipun dómara, eins og stjórnin telur yður hafa lent í­ um daginn.

Með kveðju,

Stefán Bogi Sveinsson
Varaformaður SUF

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *