Skólagjaldaumræðan

í framhaldi af orðum Kristí­nar Ingólfsdóttur rektors í­ Fréttablaðinu í­ gær velti ég fyrir mér stöðu hennar í­ embætti. Hún var kjörin á þeim forsendum að hún væri á móti skólagjöldum við Háskóla íslands. í†tli hún að beita sér fyrir upptöku skólagjalda tel ég nokkuð ljóst að hún njóti ekki lengur trausts meirihluta stúdenta. í því­ umhverfi gæti verið erfitt fyrir hana að starfa áfram. Ég er þó alveg sammála því­ að finna þarf lausn á ójafnri samkeppnisstöðu háskólanna í­ landinu, en upptaka skólagjalda er ekki rétta leiðin til þess.

Annars hef ég lúslesið 546. mál 135 löggjafarþings á þingskjali 847 sem á mannamáli heitir frumvarp til laga um opinbera háskóla. Menntamálaráðherra mælir fyrir frumvarpinu núna á fimmtudaginn og fylgja áhugaverðar umræður vonandi í­ kjölfarið. Þar eru nokkur atriði sem gera þarf bragabót á áður en hægt verður að samþykkja frumvarpið. Mér heyrist einhverjir stúdentar halda að með þessu frumvarpi verði skólagjöld leidd í­ lög. Það er ekki rétt og get ég ekki séð að frumvarpið feli í­ sér neina grundvallarbreytingu á gjaldtöku af nemendum. Allt annað mál er sí­ðan hvort vilji rí­kisstjórnarflokkanna standi til þess að taka upp skólagjöld. Enginn efast um vilja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess en Samfylkingin er spurningamerki. Fyrir nokkrum mánuðum hefði ég sagt að engum þingmanni flokksins kæmi það til hugar að samþykkja slí­kt. Hins vegar hefur almenningur nú horft á hvert kosningaloforðið á eftir öðru fjúka út í­ buskann á sí­ðustu mánuðum og er upptaka skólagjalda þess vegna eitthvað sem flokkurinn gæti tekið upp á næst.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar

3 Comments

  1. Ég er algjörlega á móti upptöku skólagjalda í­ opinberum háskólum. Hélt að opinberir háskólar stæðu fyrir því­ að ALLIR hefðu jafna möguleika á því­ að komast í­ háskólanám.

    Ég er í­ einkaskóla og er mjög sátt við mitt en hinsvegar þekki ég marga sem myndu aldrei fara í­ einkaskóla bara vegna hárra skólagjalda, þeir sömu myndu því­ ekki fara í­ opinberan háskóla ef gjöldin yrðu hærri – og eru þau nú nógu há fyrir (að mí­nu mati).

  2. Skráningargjaldið er auðvitað ekkert annað en tekjuöflunartæki fyrir opinberu háskólana og þar af leiðandi dulbúin skólagjöld. Þau eru rökstudd þannig að verið sé að efla kostnaðarvitundund nemenda. Það getur ekki verið að kostnaður við skráningu hvers nemanda sé 45 þúsund krónur á tölvuöld þar sem hann á að vera ódýrari og mannfærri. Ví­ða erlendis, m.a. í­ Danmörku þekkist að nemendur sem innrita sig í­ fyrsta sinn í­ háskóla borgi hærri skráningargjöld en þeir sem eru að framlengja nám sitt og eru nú þegar inn í­ kerfinu. Það er því­ margt sem þarf að skoða í­ tengslum við þetta frumvarp.

  3. Bara ein! smá athugasemd. Ef þessi skráningargjöld hétu skólagjöld þá þyrfti lánasjóðurinn að lána fyrir þeim.
    Þessi skráningargjöld eru í­ reynd skólagjöld, því­ það kemst enginn undan því­ að borga þau og þau eru greidd á hverju ári en ekki bara þegar þú skráir þig í­ skólann. Engin greiðsla = enginn skóli.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *