í framhaldi af orðum Kristínar Ingólfsdóttur rektors í Fréttablaðinu í gær velti ég fyrir mér stöðu hennar í embætti. Hún var kjörin á þeim forsendum að hún væri á móti skólagjöldum við Háskóla íslands. í†tli hún að beita sér fyrir upptöku skólagjalda tel ég nokkuð ljóst að hún njóti ekki lengur trausts meirihluta stúdenta. í því umhverfi gæti verið erfitt fyrir hana að starfa áfram. Ég er þó alveg sammála því að finna þarf lausn á ójafnri samkeppnisstöðu háskólanna í landinu, en upptaka skólagjalda er ekki rétta leiðin til þess.
Annars hef ég lúslesið 546. mál 135 löggjafarþings á þingskjali 847 sem á mannamáli heitir frumvarp til laga um opinbera háskóla. Menntamálaráðherra mælir fyrir frumvarpinu núna á fimmtudaginn og fylgja áhugaverðar umræður vonandi í kjölfarið. Þar eru nokkur atriði sem gera þarf bragabót á áður en hægt verður að samþykkja frumvarpið. Mér heyrist einhverjir stúdentar halda að með þessu frumvarpi verði skólagjöld leidd í lög. Það er ekki rétt og get ég ekki séð að frumvarpið feli í sér neina grundvallarbreytingu á gjaldtöku af nemendum. Allt annað mál er síðan hvort vilji ríkisstjórnarflokkanna standi til þess að taka upp skólagjöld. Enginn efast um vilja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess en Samfylkingin er spurningamerki. Fyrir nokkrum mánuðum hefði ég sagt að engum þingmanni flokksins kæmi það til hugar að samþykkja slíkt. Hins vegar hefur almenningur nú horft á hvert kosningaloforðið á eftir öðru fjúka út í buskann á síðustu mánuðum og er upptaka skólagjalda þess vegna eitthvað sem flokkurinn gæti tekið upp á næst.