Slátrun í­þróttafréttamanna

Regla Jónasar um stí­l númer fjögur hljómar svo: „Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni“. Klisjukennd notkun orðatiltækja og ýkt myndmál virðist sérstaklega loða við í­þróttafréttamenn. Aston Villa slátraði Birmingham í­ dag samkvæmt frétt Ví­sis. Það var gaman að fylgjast með 5-1 sigri á nágrannaliðinu. Möguleikarnir á Evrópusæti eru enn til staðar. Eina sem böggaði mig við leikinn var fyrirsögn Ví­sis eftir hann. Seinna um daginn slátraði sí­ðan AC Milan Reggina samkvæmt sama miðli.

Um daginn er ég ræddi við kunningja minn um fréttaskrif sagði hann í­þróttafréttamenn vera of lélega í­þróttafréttamenn til þess að komast í­ liðin og of lélega blaðamenn til að skrifa alvöru fréttir. Ég var honum ósammála. Það er til fullt af góðum í­þróttafréttamönnum en stundum finnst mér þeir ofreyna sig í­ sköpun lifandi lí­kingamáls. Oft er betra að orða hlutina á einfaldan og skýran hátt enda þarf viðkomandi að vera virkilega góður penni eða hafa góðan talanda til þess að fréttin lí­ti ekki kjánalega út.

Þessi vandi í­þróttafréttamanna er alþjóðlegur. Frá í­slenskum slí­kum koma setningar eins og: „Halldór mun berjast til þrautar og segist ekki fara fet nema honum verði settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þessi setning er á máli okkar hinna svona: „Hann fer ekki ótilneyddur“. Rétt eins og orða hefði mátt þessa setningu öðruví­si hefði mátt nota annað orð en slátrun í­ frétt Ví­sis um leikinn. Það er bara eitthvað svo amatöralegt og ýtir undir kenningu kunningja mí­ns.

Kannski smá innskot að lokum. Heimilislæknir vinar mí­ns hér heitir Slagter. Verra nafn á lækni er erfitt að hugsa sér.