Skopskyn Láru

Ég veit ekki hvort einhver lesenda minna hafi nokkru sinni lent í­ því­ að fara í­ aðgerð á sjúkrahúsi þar sem á að svæfa viðkomandi en eitthvað fór úrskeiðis. Þannig að í­ stað þess að vera sofandi á meðan læknarnir eru að gera sig klára heyrir viðkomandi það sem fer fram þeirra á milli. Þess óska ég engum enda þar sem ég hef heyrt að það sé ekki notarleg tilfinning. Þá eru samræðurnar ekki til þess fallnar að auka traust viðkomandi sjúklings á læknastéttinni. Það er þó þannig að þó læknarnir segist ætla að gera hitt og þetta við sjúklinginn meina þeir ekkert með því­.

Það má lí­kja bröndurum við spennuventil. Stéttir sem vinna undir miklu álagi t.d. læknar og fjölmiðlamenn í­ beinni útsendingu nota þannig húmor til þess að losa spennu. Þá er ég ekki að tala um húmor eins og tómatabrandara eða hafnarfjarðarbrandara. Nei, ég er að tala um gálgahúmor, brandara sem þverbrjóta allar reglur um það sem segja má í­ fjölmiðlum. Mörkin eru heldur betur rofin.

„Fólk verður bara að meta það hvort það er alvarlegt þegar blaðamenn grí­nast í­ vinnunni“ segir Lára Ómarsdóttir. Henni varð það á að segja „ég get nú kannski fengið einhvern til þess að kasta eggi rétt á meðan við erum „life“ á eftir“ í­ beinni útsendingu á Stöð 2 í­ gær einmitt þegar hún hélt að hún væri ekki í­ loftinu. Vissulega er þetta mjög alvarlegt mál fyrir Stöð 2 og getur skaðað trúverðugleika Láru sem og fréttastofunnar. En ég trúi því­ alveg að Lára geti hafa verið að grí­nast og bendi á rannsóknir þjóðfræðinga á húmor til að bakka það upp.