Styttist í­ sláturtí­ð?

Það tóku greinilega fleiri eftir ummælum byggðamálaráðherra í­ gær um hyrndu lömbin. Sagði hann eitthvað á þá leið að stjórnarflokkarnir nudduðu stundum samman hornum eins og frí­skleg lömb að vori. Ég hélt satt best að segja að allir vissu að lömb fæðast ekki með horn. Kannski mismælti ráðherrann sig og meinti að stjórnarflokkarnir nudduðu saman hornum eins og frí­skleg lömb hausti til, þ.e. rétt fyrir slátrun.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar

2 Comments

  1. Eggert minn ég veit ekki mikið um kindur í­ Borgarnesi en í­ minni sveit fæðast lömbin nú með horn…. hrútlömb meira að seigja með frekar stórar hornarætur en gimbrar með minni og penni horn sem sjást reyndar ekki alltaf fyrstur dagana en eru fljót að spretta fram. Gaman að kí­kja hér inn, geri það alltaf annað slagið:o) Bestu kveðjur Rakel

  2. Ja, ég stend fast á því­ að lömbin í­ Borgarfirði fæðast ekki með horn. Sum þeirra fæðast með hnubba sem varla er hægt að telja til horna þó þeir séu ví­sir að þeim. Það væri nú lí­ka hart ef hornfé fæddist ekki með einkenni að hornum.

    Vertu ávalt velkomin hingað inn.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *