Það tóku greinilega fleiri eftir ummælum byggðamálaráðherra í gær um hyrndu lömbin. Sagði hann eitthvað á þá leið að stjórnarflokkarnir nudduðu stundum samman hornum eins og frískleg lömb að vori. Ég hélt satt best að segja að allir vissu að lömb fæðast ekki með horn. Kannski mismælti ráðherrann sig og meinti að stjórnarflokkarnir nudduðu saman hornum eins og frískleg lömb hausti til, þ.e. rétt fyrir slátrun.