Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2008

Aston Villa á leið til íslands?

Verði dráttur morgundagsins fullkominn spilar Aston Villa á íslandi í­ ágúst. Bæði Villa og FH verða í­ pottinum þegar dregið verður í­ seinni umferð undankeppni UEFA bikarsins. Enska liðið verður í­ efri styrkleikaflokki og Hafnfirðingarnir í­ þeim neðri. Lí­kurnar á að liðin dragist saman eru 1/10 sem eru bara ágætis lí­kur. í hugum stuðningsmanna Villa er þó stóra spurningin ekki sú hvar liðið þarf að leika sinn næsta evrópuleik heldur hvort Gareth Barry verði enn í­ liðinu sem spilar leikinn. Það væri mikill missir fyrir klúbbinn fari hann til Liverpool.

19. aldar vinnubrögð

Það getur varla verið að Ólafur F. sé að gera annað sem borgarstjóri en að hefna sí­n á Sjálfstæðisflokknum vegna sambandsslitanna á sí­num tí­ma. Hefndin er svo sannarlega sæt og ég geri ráð fyrir því­ að hann njóti þess að sjá samstarfsflokkinn emja og æpa á pí­ningarbekknum (veit ekki hvort hann geri sér grein fyrir að borgarbúar finna lí­ka til vegna stjórnleysis meirihlutans en látum það liggja á milli hluta). Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að láta allt yfir sig ganga, bara til þess að halda meirihlutanum lifandi út kjörtí­mabilið.

Færi borgarstjóri fram á að borgarstarfsmenn mættu til vinnu í­ einkennisfatnaði í­ 19. aldar stí­l fengi hann það lí­klega samþykkt. Væri það samt ekki bara nokkuð flott? Þessi mynd gæti þá allt eins verið tekin í­ mötuneyti menntasviðs borgarinnar á venjulegum þriðjudegi. Ég sæi sí­ðan Jakob Frí­mann og ljósmyndara borgarstjóra taka tal saman í­ þessum skrúða um deilur Herr Ólafs og lafði Ólafar. Ólafur sjálfur myndi sí­ðan mæta til vinnu svona klæddur. í†ji, veit ekki. Kannski er bara best að halda sig við 21. öldina.

Kastljósdómurinn

Með tap gagnvart siðanefnd blaðamannafélagsins mæta starfsmenn Kastljóssins í­ héraðsdóm þar sem þeir eru krafðir um bætur að hálfu tengdadóttur Jóní­nu Bjartmarz. Hérðasdómur hafnar kröfum um bætur en segir þrátt fyrir það í­ dómnum ýmislegt sem gæti reynst Kastljósinu eitrað. Starfsmenn þar eiga t.d. ekki að hafa vandað málsmeðferð auk þess sem þeir gáfu í­ skyn að afgreiðsla umsóknar Luciu um rí­kisborgarétt hafi verið óeðlileg. Sigur Kastljóssins er því­ kannski ekki jafn mikil sigur halda mætti í­ fyrstu. í dómnum segir m.a. orðrétt.

Hins vegar er fallist á að ekki hafi verið vandað nægilega til undirbúnings umfjöllunar um málið í­ upphafi og gætt hafi ónákvæmni og að sumu leyti ekki farið rétt með staðreyndir um málsmeðferð varðandi umsóknir um rí­kisfang.

og seinna segir:

Af gögnum máls verður ekki ráðið að afgreiðsla umsóknar stefnanda Luciu um í­slenskan rí­kisborgararétt hafi verið önnur en almennt gerist, eins og gefið var í­ skyn í­ upphaflegri umfjöllun Kastljóss um málið.

Nýr meirihluti í­ borgarstjórn

Nú virðast ákveðnir bloggarar vera búnir að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í­ borgarstjórn þar sem Framsókn kæmi til með að henta í­haldinu betur en Frjálslyndir og óháðir. Hvernig væri að spyrja hvað henti Framsókn? í†tli þar á bæ sé mikill vilji til þess að starfa með sundurtættum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Allt þetta kjörtí­mabil hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins logað í­ illdeilum og verið nánast ósamstarfshæfur. Það reyndi mikið á Framsóknarflokkinn á sí­num tí­ma og endað með því­ að flokkurinn gafst upp á samstarfinu. Ég hef ekki tekið eftir að breyting hafi orðið á innan Sjálfstæðisflokksins en það hlýtur að vera frumforsenda nýs meirihluta. Þar fyrir utan má nú alveg geta þess að Framsóknarflokkurinn er enn í­ samstarfi við aðra flokka í­ minnihlutanum og hlýtur það að vera fyrsti kostur springi núverandi meirihluti að ræða við þá.

Vanmetinn réttur

Ég er ánægður með alla sveitamarkaðina sem finna má ví­ða í­ nágrenni höfuðborgarsvæðisins yfir sumarið. Sí­ðasta laugardag var t.d. opinn dagur í­ Kjósinni og markaður á kaupfélagsplaninu í­ Borgarnesi. Á báðum stöðum var hægt að kaupa brodd. Hálfur lí­ter af brodd úr Kjósinni kostaði 500 kr en sá Borgfirski tvisvar sinnum þá upphæð. Þúsundkall fyrir flöskuna er einfaldlega of mikið. En ég fékk allavega ábrystir með kanil úr Kjósinni á sunnudaginn. Ef ég ætti að taka saman lista yfir vanmetnustu í­slensku réttina væru ábrystir þar á blaði.

Vel skipulagðar aðgerðir?

í fréttamönnum heyrist mér að aðgerðir Saving Iceland í­ Helguví­k hafi verið vel skipulagðar. Nú er það þannig að ég hef haft ágætan tengilið í­ búðunum á Hellisheiði og því­ fengið fréttir af því­ hvað þar hefur farið fram. Einmitt þess vegna get ég tjáð fréttamönnum að aðgerðirnar voru alls ekki svo vel skipulagðar. Hugmyndin um að gera „eitthvað“ kom á fimmtudagskvöldið. Hópurinn ætlaði þá að ráðast í­ aðgerðir á föstudaginn en hætti við vegna þess hversu illa gekk að skipuleggja „eitthvað“. Föstudagurinn var sí­ðan notaður í­ frekari skipulagningu á frekar misheppnuðum aðgerðum gærdagsins.

Annars hefur mér þótt merkilegt að heyra hvað fram fer í­ búðunum í­ raun og veru. Það er allt annað að heyra það frá manneskju sem dvelur í­ búðunum en frá fjölmiðlum. Þó er það ekki þannig að í­myndin sem ég hafði á samtökunum hafi tekið breytingum. Fyrir áhugasama um lí­fið á Hellisheiði þá virðist sambúðin almennt ganga vel þó einhverjir úr hópnum hafi lent í­ útistöðum við álftapar sem syndir um baðsvæðið þeirra.

Ekki fyrir hjólastóla eða barnavagna

Mosfellingar eiga núna ofboðslega flott miðbæjartorg á milli Kaupþings og Hengilshússins þar sem hægt er að halda mikla mannfögnuði. Þar er m.a. listaverk sem reist var til minningar um fyrstu hitaveituna sem komið var á fót fyrir 100 árum. Ég næ því­ þó ekki hvernig arkitektunum sem hafa lí­klega lagt mikið upp úr því­ að hafa torgið sem veglegast gat sést yfir aðgengismálin. Torgið er einfaldlega ekki fyrir fólk sem á erfitt með gang eða þarf að fara um í­ hjólastólum. Það gera háir kantar sem umlykja torgið og allt of þröngir rampar. Ég sem starfa í­ næsta húsi við torgið hef því­ miður séð of marga hrasa um þessa háu kanta. Þá eru engir rampar niður af gangstéttinni við torgið fyrir utan gangbraut sem liggur yfir götuna í­ Kjarna.

í vor var á nokkrum öðrum stöðumÂ í­ sveitarfélaginu settar upp hindranir á göngustí­ga sem gera það að verkum fólk á hjólastólum, með barnavagna eða þeir sem eiga erfitt með gang þurfa að sveigja út af göngustí­gunum til þess að komast leiðar sinnar. Það hefur einnig valdið slysum. Ég sem hélt að bæjaryfirvöld hér væru komin lengra í­ aðgengismálum en raun ber vitni.

Siðleysið suður með sjó

Svo virðist vera sem jörðin gangi áfram á sporbaug um sólu og snúist um möndul sinn þó ég bloggi ekki í­ rúma viku. Ein aukaverkun þess að jörðin snúist um sólina eru meirihlutaskipti í­ sveitastjórnum á íslandi. í minni sveitarfélögum virðist það vera algengara en í­ þeim stóru hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir atburðir sem áttu sér stað í­ Reykjaví­k sí­ðasta vetur eru undantekning. Nú eru það Grindví­kingar sem skipta um meirihluta og í­ leiðinni bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn þar í­ bæ eru að sjálfsögðu ekki sáttir við að vera settir út í­ kuldann eftir að hafa komið sér þægilega fyrir.

Eitthvað allra furðulegasta uppátæki Sjallanna er að gagnrýna nýjan meirihluta fyrir að skipta út bæjarstjóra sem handvalinn var af þeim og greiða út 45 milljón króna starfsloka samning. Af einstakri góðvild minni vil ég benda þeim sem gagnrýna vilja nýja meirihlutann á þessum forsendum að starfslokasamningurinn ber fyrst og fremst vott um siðleysi þeirra Sjálfstæðismanna sem samþykktu samninginn á sí­num tí­ma og greiddu bæjarstjóranum ofurlaun þann tí­ma sem hann var í­ embætti. Grindví­kingum óska ég hins vegar til hamingju með nýja forystu. Hallgrí­mur og Petrí­na eiga eftir að standa sig vel.

Mánudagspistil vikunnar er að finna hér. í kjölfarið mæli ég svo með þessu.