Vanmetinn réttur

Ég er ánægður með alla sveitamarkaðina sem finna má ví­ða í­ nágrenni höfuðborgarsvæðisins yfir sumarið. Sí­ðasta laugardag var t.d. opinn dagur í­ Kjósinni og markaður á kaupfélagsplaninu í­ Borgarnesi. Á báðum stöðum var hægt að kaupa brodd. Hálfur lí­ter af brodd úr Kjósinni kostaði 500 kr en sá Borgfirski tvisvar sinnum þá upphæð. Þúsundkall fyrir flöskuna er einfaldlega of mikið. En ég fékk allavega ábrystir með kanil úr Kjósinni á sunnudaginn. Ef ég ætti að taka saman lista yfir vanmetnustu í­slensku réttina væru ábrystir þar á blaði.