Nú virðast ákveðnir bloggarar vera búnir að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn þar sem Framsókn kæmi til með að henta íhaldinu betur en Frjálslyndir og óháðir. Hvernig væri að spyrja hvað henti Framsókn? í†tli þar á bæ sé mikill vilji til þess að starfa með sundurtættum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Allt þetta kjörtímabil hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins logað í illdeilum og verið nánast ósamstarfshæfur. Það reyndi mikið á Framsóknarflokkinn á sínum tíma og endað með því að flokkurinn gafst upp á samstarfinu. Ég hef ekki tekið eftir að breyting hafi orðið á innan Sjálfstæðisflokksins en það hlýtur að vera frumforsenda nýs meirihluta. Þar fyrir utan má nú alveg geta þess að Framsóknarflokkurinn er enn í samstarfi við aðra flokka í minnihlutanum og hlýtur það að vera fyrsti kostur springi núverandi meirihluti að ræða við þá.