Auðvitað ræður Borgarnes. Nú eru Skallarnir komnir í úrslitakeppni 3. deildarinnar í fótbolta þar sem þeir keppa við Huginn frá Seyðisfirði. Þetta tókst þeim án þess að hafa í liðinu besta íslenska knattspyrnumann fyrr og síðar (sjá sp. 24). Borgnesingar eiga líka tré ársins sem hlýtur að teljast mikil viðurkenning. Ég geri allavega ráð fyrir …
Monthly Archives: ágúst 2008
Smáþjóðarembingur og smygl Dorritar
Það veit ekki á gott þegar Norðmenn eru farnir að spá okkur ólympíugulli. írum saman hafa þeir spáð íslendingum sigri í Eurovison án þess að það hafi gengið eftir. Við skulum vona að þeir séu sannspárri í handboltanum en söngnum. Flókið er að bera saman árangur þjóða á ólympíuleikum með tilliti til fólksfjölda en íslenski …
Whitney Houston í ísbyrgi
Ég hafði það af að fara í útilegu í sumar. Aðfaranótt laugardags gisti ég í ísbyrgi í góðum hópi eins og lesendur minna reglulegu mánudagspistla ættu að vita. ísbyrgi er magnaður staður og skammast maður sín hálfpartinn fyrir það hversu sjaldan maður hefur komið þangað. Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi gefa manni hins vegar ástæðu til að …
ífram í minnihluta
Ég fékk ósk mína uppfyllta í dag. í Reykjavík, nánar tiltekið á Laugardalsvelli sat ég á fremsta bekk og horfði á Aston Villa skora fjögur mörk gegn FH-ingum. Frá því ég var átta ára hefur mig langað til að sjá liðið mitt spila og bjóst ég svo sem ekki við því að það myndi gerast …
Smávaxni íslendingurinn
Danir tala um Snorra Stein Guðjónsson sem „smávaxna íslendinginn“. Þessi smávaxni íslendingur er aðeins 186 cm sem er eins og við hinir risavöxnu samlandar hans vitum oggusmátt.
Pang og „draumaliðið“
Einu sinni á fjögurra ára fresti býður RÚV upp á beinar útsendingar frá ólíklegustu íþróttagreinum s.s. skotfimi, strandblaki og samhæfðu sundi. Hefðu náðst samningar við 365 líkt og í Aþenu fyrir fjórum árum væri sjálfsagt hægt að sýna frá enn fleiri keppnisgreinum. Þess í stað sjást þær í samantektarþáttunum sem eru skemmtilegir og fróðlegir. Ég …
VG og salan á SPM
Ég hef áður tjáð mig um aðdáun mína á samvinnumanninum Guðsteini Einarssyni og hversu ánægður ég sé með það þegar hann skrifar í Skessuhornið. í morgun svaraði hann bloggi heilags Jóns Bjarnasonar, verndara lítilla banka og sparisjóða um Sparisjóð Mýrasýslu og er nokkuð hvass í skrifum sínum. Hann má líka vera það. Allir sem með …
Nærveru forsetans ekki óskað í Peking
Það er aldeilis hvað við íslendingar eigum flottan forseta. Forsetinn okkar virðist vera nógu flottur sýningargripur til þess að fá að vera við setningarathöfn Ólypmíuleikanna sem hófust í dag. Ekki þykja Kínverjum allir forsetar vera jafn æðislegir. Robert Mugabe hefur t.d. verið bannað að vera við setningarathöfnina og fær hann þær skýringar að pólitískar ástæður …
Transgender fólk
Ég vek athygli á þessu máli. Á íslandi eru hundruð einstaklinga skilgreindir sem transgender og hafa nokkrir tugir gengist undir aðgerð til þess að leiðrétta kyn sitt. Transgender fólk verður fyrir miklum fordómum í samfélaginu og eigum við öll að standa þétt við hlið þessa hóps í baráttunni gegn aðkasti, fordómum og fáfræði. Alþingi þarf …
Góður dráttur
Drátturinn í evrópukeppninni í morgun fór eins og ég óskaði mér. Það munaði minnstu að ég stykki upp úr stólnum í vinnunni og byrjaði að fagna þegar ég las af tölvuskjánum hvað gerst hafði í Nyon. Ég þurfti að hemja mig smá stund en þegar loksins gafst tilefni til fór ég dansandi inn á kaffistofuna …