Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2008

Borgarnes ræður

Auðvitað ræður Borgarnes. Nú eru Skallarnir komnir í­ úrslitakeppni 3. deildarinnar í­ fótbolta þar sem þeir keppa við Huginn frá Seyðisfirði. Þetta tókst þeim án þess að hafa í­ liðinu besta í­slenska knattspyrnumann fyrr og sí­ðar (sjá sp. 24). Borgnesingar eiga lí­ka tré ársins sem hlýtur að teljast mikil viðurkenning. Ég geri allavega ráð fyrir að ferðamannastraumurinn í­ Borgarnes eigi eftir að margfaldast á næstu dögum.

Annars flutti Guðni ígústsson sí­na borgarnesræðu í­ gær og fórst það vel úr hendi. Einhverjir þurftu að standa þar sem setið var í­ hverju sæti í­ Félagsbæ og saknaði ég þó margra góðra framsóknarmanna sem hafa verið fastagestir á fundum í­ Borgarfirði og Mýrum á sí­ðustu árum.

Hugtakið „borgarnesræða“ virðist vera helst tengt við núverandi formann Samfylkingarinnar. Mér þykir miður að svo sé. Á þriðja áratug 20. aldar fóru t.d. fram landsfrægir stjórnmálafundir í­ Borgarnesi þar sem menn á borð við Jónas frá Hriflu fluttu nokkurra klukkustunda langar ræður, borgarnesræður. Fundir þessir fóru fram í­ gamla sláturhúsinu og stóðu menn þá í­ salnum þar sem engin sæti voru í­ allt að sex klukkustundir á meðan stjórnmálamennirnir tókust á í­ púltinu. í Borgarnesi voru því­ fluttar borgarnesræður löngu áður en Ingibjörg Sólrún fæddist. 

Smáþjóðarembingur og smygl Dorritar

Það veit ekki á gott þegar Norðmenn eru farnir að spá okkur ólympí­ugulli. írum saman hafa þeir spáð íslendingum sigri í­ Eurovison án þess að það hafi gengið eftir. Við skulum vona að þeir séu sannspárri í­ handboltanum en söngnum.

Flókið er að bera saman árangur þjóða á ólympí­uleikum með tilliti til fólksfjölda en í­slenski smáþjóðanördinn í­ mér fékk mig til að skoða þær upplýsingar aðeins betur. Ég renndi í­ flýti yfir verðlaunaþjóðir á ólympí­uleikunum frá 1904 með það að markmiði að kanna hver væri fámennasta þjóðin sem unnið hefði til verðlauna á sumarleikum til þessa í­ hópí­þrótt. Vandamálið er að ég hef ekki nákvæmar tölur um mannfjölda í­ rí­kjum verðlaunaþjóðanna árið sem leikarnir fóru fram þannig að ályktunarhæfni mí­n er í­ sumum tilfellum eini mælikvarðinn. Þegar ég hafði farið í­ gegn um alla verðlaunahafana rakst ég á þessa frétt frá frændum okkar í­ Færeyjum og staðfestir hún hluta þess sem ég hafði komist að.

Mér sýnist að til þessa sé Noregur fámennasta þjóðin sem sigrað hefur í­ hópí­þrótt á ólympí­uleikum að sumri til (og þá eru boðhlaup, kappróður og fleiri versjónir af einstaklingsí­þróttum ekki taldar með). Norska kvennalandsliðið í­ handbolta vann silfur á leikunum í­ Seoul 1988. Handbolti virðist vera ágæt í­þrótt fyrir smærri þjóðir til þess að vinna til verðlauna enda eiga Danir og Sví­ar einnig medalí­ur fyrir góðan árangur þar. Engu að sí­ður segir tölfræðin okkur að það afrek sem í­slenska handboltalandsliðið hefur þegar unnið á þessum leikum sé magnað. Aldrei hefur svo fámenn þjóð unnið til verðlauna í­ hópí­þrótt á ólympí­uleikum.

Annars hef ég fylgst með pistlum Dan Steinberg sem birst hafa á heimasí­ðu Washington Post á meðan leikarnir í­ Peking hafa staðið. Það eru ekki margir Bandarí­kjamenn fyrir utan hann sem skrifa um handboltann svo ég viti til. Pistillinn þar sem hann segir hann m.a. frá því­ hvernig forsetafrúin okkar smyglaði honum inn á handboltavöllinn með því­ að halda því­ fram að hann væri forseti íslands er góður.

She [Dorrit Moussaieff] told me she was friends with Katharine Graham. Then she tried to bring me onto the floor, where 14 large Icelandic men were glorying in the craziest athletic accomplishment in their country’s history.

„I don’t think I can go this way,“ I said.

„Yes you can; if you’re with me you can,“ she said, approaching the arena guard. „I’m the wife of the President; that’s the President,“ she said, nodding at me while dragging me past the guard.

And so I passed through the tunnel and onto the floor, nominally the president of Iceland, allowing for a pretty direct look at Nordic joy. A few minutes later, I asked the players to describe this happiness, this bliss that they had brought to their 300,000 fellow citizens, who have never tasted Olympic gold.

 

Whitney Houston í­ ísbyrgi

Ég hafði það af að fara í­ útilegu í­ sumar. Aðfaranótt laugardags gisti ég í­ ísbyrgi í­ góðum hópi eins og lesendur minna reglulegu mánudagspistla ættu að vita. ísbyrgi er magnaður staður og skammast maður sí­n hálfpartinn fyrir það hversu sjaldan maður hefur komið þangað. Framsóknarmenn í­ Norðausturkjördæmi gefa manni hins vegar ástæðu til að heimsækja staðinn einu sinni á ári.

Ég hef ekki tölu á því­ hversu oft ég hlustaði á sama Whitney Houston lagið sem og norska eurovisionlagið á meðan ferðinni stóð. Fyrra lagið var fyrsta lagið á eina geisladisknum sem fannst í­ bí­lnum en það seinna virðist vera eina lagið sem Bylgjan spilar um helgar. Næst verður reynt að raða þannig í­ bí­linn að fleiri diskar komist með þó það sé alveg spurning hver þurfi á tónlist að halda þegar maður hefur skemmtilega ferðafélaga eins og ég í­ þessari ferð.

Lí­klega heimsótti ég hinn eina sanna Staðarskála í­ sí­ðasta sinn á föstudaginn þar sem nýr skáli opnar fljótlega nokkuð sunnan við þann gamla. Þá heimsótti ég Reðursafnið á Húsaví­k í­ gær og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Efniviðurinn er í­ sjálfu sér áhugaverður en miðlunina mætti bæta mikið. Lí­klega er skorti á fjármagni um að kenna að það hefur ekki verið gert.

ífram í­ minnihluta

Ég fékk ósk mí­na uppfyllta í­ dag. í Reykjaví­k, nánar tiltekið á Laugardalsvelli sat ég á fremsta bekk og horfði á Aston Villa skora fjögur mörk gegn FH-ingum. Frá því­ ég var átta ára hefur mig langað til að sjá liðið mitt spila og bjóst ég svo sem ekki við því­ að það myndi gerast á íslandi. Leikur Villa liðsins var svo sem ekki neitt sérstakur. Þar sem Barry spilaði með fer hann lí­klega ekki til Liverpool og fögnum við því­. Hann var heldur slakur í­ leiknum eins og reyndar flestir leikmenn Villa sem keyrðu yfir Hafnfirðinga án þess að þurfa hafa mikið fyrir því­.

Við sem mættum í­ Villa treyjum í­ stúkuna vorum í­ miklum minnihluta. Það hefur hingað til ekki verið neitt sérstaklega vinsælt að halda með Aston Villa og hafa smáklúbbar eins og Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea heillað landann meira. Miðað við spilamennskuna sem Villa sýndi í­ kvöld er ég ekki viss um að aðdáendurnir hópist að liðinu og að við sem styðjum klúbbinn verðum áfram í­ minnihluta meðal í­slenskra knattspyrnuáhugamanna. En aldrei að segja aldrei. Einn daginn gæti maður verið kominn í­ meirihluta án þess að vita af.

Pang og „draumaliðið“

Einu sinni á fjögurra ára fresti býður RÚV upp á beinar útsendingar frá ólí­klegustu í­þróttagreinum s.s. skotfimi, strandblaki og samhæfðu sundi. Hefðu náðst samningar við 365 lí­kt og í­ Aþenu fyrir fjórum árum væri sjálfsagt hægt að sýna frá enn fleiri keppnisgreinum. Þess í­ stað sjást þær í­ samantektarþáttunum sem eru skemmtilegir og fróðlegir. Ég hafði t.d. ekki hugmynd um að einn fremsti keppandi Kí­nverja í­ skotfimi héti Pang.

Enn hef ég þó ekki náð því­ hvers vegna alltaf þurfi í­þróttafréttamenn að tala um amerí­sk körfuknattleiksliðið á ólympí­uleikum „draumaliðið“. Hið eina sanna „draumalið“ tók þátt í­ leikunum 1992 og var skipað snillingum á borð við Michael Jordan, Scottie Pippen, Charles Barkley, Larry Bird, Patrick Ewing, David Robinson, John Stockton, Karl Malone, Clyde Drexler og Ervin „Magic“ Johnson. Liðið í­ dag er ekkert „draumalið“ í­ samanburði við liðið sem keppti í­ Barcelona.

Annars fannst mér óhugnanlegt að sjá kí­nversku hermennina ganga gæsagang með ólympí­ufánann á setningarathöfninni. En hver þjóð hefur ví­st sinn háttinn á svona löguðu. Einhverjum hefur sjálfsagt fundist þetta koma vel út.

VG og salan á SPM

Ég hef áður tjáð mig um aðdáun mí­na á samvinnumanninum Guðsteini Einarssyni og hversu ánægður ég sé með það þegar hann skrifar í­ Skessuhornið. í morgun svaraði hann bloggi heilags Jóns Bjarnasonar, verndara lí­tilla banka og sparisjóða um Sparisjóð Mýrasýslu og er nokkuð hvass í­ skrifum sí­num. Hann má lí­ka vera það. Allir sem með fylgst hafa með málefnum SPM sí­ðustu daga gera sér grein fyrir því­ að staða hans er mjög slæm. Jón ætti hins vegar að skamma flokksfélaga sí­na í­ Vinstrihreyfingunni grænu framboði í­ Borgarbyggð og ganga til liðs við Framsóknarflokkinn í­ gagnrýni hans á meirihluta VG, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ég hugsa að flokksfélagar Jóns ættu að geta frætt hann um málið enda í­ meirihluta í­ sveitastjórn.

í öllu söluferlinu sem hófst í­ júní­ má gagnrýna margt. Það er til dæmis sérstakt að enginn óháður aðili var fenginn til þess að meta stöðu sjóðsins og gera tillögur að framtí­ðarfyrirkomulagi. Kjörnir fulltrúar í­ sveitastjórn fengu aldrei nein gögn í­ hendurnar þannig að hægt væri að byggja ákvarðanatöku á faglegum staðreyndum. Það var einungis vegna þess að fulltrúi Framsóknarflokksins í­ minnihluta barði það í­ gegn að sveitastjórn var kynnt málið en upphaflega rí­kti þögn um það. Þessir fulltrúar hafa ekki getað leitað sér sérfræðiaðstoðar á eigin vegum vegna trúnaðar sem rí­kti um málið þar til honum var aflétt í­ gær. Skrifleg beiðni um fund með endurskoðanda Sparisjóðsins hefur verið lögð fram í­ byggðaráði en enn hefur enginn fundur verið boðaður og þá hefur fulltrúaráð sjóðsins ekki fundað vegna stöðu sjóðsins.

Nærveru forsetans ekki óskað í­ Peking

Það er aldeilis hvað við íslendingar eigum flottan forseta. Forsetinn okkar virðist vera nógu flottur sýningargripur til þess að fá að vera við setningarathöfn Ólypmí­uleikanna sem hófust í­ dag. Ekki þykja Kí­nverjum allir forsetar vera jafn æðislegir. Robert Mugabe hefur t.d. verið bannað að vera við setningarathöfnina og fær hann þær skýringar að pólití­skar ástæður liggi að baki. Þessi frétt fer heldur hljótt á meðan forsvarsmenn ólympí­uhreyfingarinnar og Kí­nverjar halda því­ fram að leikarnir séu algjörlega ópólití­skir.

Transgender fólk

Ég vek athygli á þessu máli. Á íslandi eru hundruð einstaklinga skilgreindir sem transgender og hafa nokkrir tugir gengist undir aðgerð til þess að leiðrétta kyn sitt. Transgender fólk verður fyrir miklum fordómum í­ samfélaginu og eigum við öll að standa þétt við hlið þessa hóps í­ baráttunni gegn aðkasti, fordómum og fáfræði.

Alþingi þarf sem fyrst að samþykkja heilstæða löggjöf um réttindi hópsins lí­kt og þing nágrannalanda okkar hafa gert. í dag er t.d. furðulegt að einstaklingur sem leitar leiðréttingar á kyni sí­nu fær ekki að skipta um nafn fyrr en upphaflegir kynkirtlar hafa verið fjarlægðir og lí­kamlegu breytingaferli er lokið. Engu máli skiptir þó sami einstaklingur hafi lifað í­ því­ kyngervi sem hann telur vera sitt í­ nokkur ár eða áratugi.

Góður dráttur

Drátturinn í­ evrópukeppninni í­ morgun fór eins og ég óskaði mér. Það munaði minnstu að ég stykki upp úr stólnum í­ vinnunni og byrjaði að fagna þegar ég las af tölvuskjánum hvað gerst hafði í­ Nyon. Ég þurfti að hemja mig smá stund en þegar loksins gafst tilefni til fór ég dansandi inn á kaffistofuna færandi þær fréttir að Aston Villa kæmi til með að spila á Laugardalsvelli 14. ágúst nk. gegn FH. Nú skulum við bara vona að Barry verði með.