Fyrir um hálfum mánuði síðan birti Viðskiptablaðið frétt þar sem því var spá að gengi evrunnar færi í 140 krónur fyrir árslok. Sérfræðingurinn sem rætt var við nefndi m.a. gjalddaga krónubréfa sem að falla í október. Nú, hálfum mánuði seinna virðist stefna í að evran fari í 150 krónur áður en vikan er öll. Það …
Monthly Archives: september 2008
Orð dagsins er stöðugleiki
„Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu“ segir í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu og viðskiptaráðherra segir að verið sé að „verja fjármálalegan stöðugleika“ með aðgerðum morgunsins. Nú spyr ég eins og fávís maður hvort ekki þurfi að ná stöðugleika fyrst áður en hægt verði að tryggja hann eða verja? Verðbólgan nálgast nú 15%, …
Hafliði
Ég á það til að fara á hlaupabrettið í ræktinni upp úr hádegi á sunnudögum þegar Silfur Egils er í Sjónvarpinu. í dag vildi svo til að ég var næstum því búinn að slökkva á Agli þegar ég sá þrjá framsóknarmenn í sama settinu. Ég var sérstaklega ánægður með að sjá Hafliða Jósteinssson skamma ríkisstjórnarflokkanna …
Ráðherrann og kosningastjórinn
Kristján Möller mætti í drottningarviðtal í Kastljósinu í kvöld. Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum að stjórnmálamenn fari í slík viðtöl þar sem enginn pólitískur andstæðingur er til staðar í settinu. íbyrgð spyrilsins er því meiri en ella og þarf hann að vera aðgangsharður og óvéfengjanlegur. Kastljósið tók því stórann séns í …
Kreppa í boltanum
Aðalstuðningsaðilar ensku fótboltaklúbbanna virðast annað hvort vera farnir á hausinn eða róa lífróður. XL Airways sem auglýsti á búningum West Ham fór t.d. á hausinn í síðustu viku og nú óttast margir að tryggingafélagið AIG, aðalstuðningsaðili Man Utd sé að rúlla yfir um. Annars sá ég engann í United treyju í ræktinni í dag sem …
Vonbrigði
Ekki er hægt að segja annað en að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun menntamálaráðherra.
Húsin í söguhéraðinu
Sá tími tími sem mál veltast um í stjórnkerfum sveitarfélaganna er misjafn, allt frá nokkrum dögum upp í áratugi. Ég get t.d. sagt frá því að merkingar sögustaða í Borgarnesi voru til umræðu þegar pabbi sat í hreppsnefnd Borgarneshrepps á 7. og 8. áratugnum. Þegar ég settist í menningarmálanefnd gömlu Borgarbyggðar á síðasta kjörtímabili voru …
Krónan og námsmenn erlendis
Ég er ánægður með Birki Jón þessa dagana. Hann spyr menntamálaráðherra hvort ríkið hyggist koma til móts við þá námsmenn erlendis sem orðið hafa fyrir barðinu á gengishruni íslensku krónunnar. Ég fékk að kynnast því lítillega síðasta vetur á eigin skinni hvernig krónan fer með námsmenn sem hafa tekjur í íslenskum krónum en þurfa að …
Gunnarsstaðabóndi í klemmu
Bændur eru ósáttir með það verð sem þeir fá frá afurðastöðunum og skil ég þá vel. Á meðan verð á afurðum hækkar ekki í takt við verð á aðföngum skerðast kjör þeirra. Það er örugglega óþægileg staða fyrir Jóhannes Sigfússon að gegna formennsku í Landssamtökum sauðfjárbænda og fara fram á að afurðastöðvar hækki verð til …