Ég var að koma af stórmerkilegum fundi sem Vaka stóð fyrir í í–skju. Þangað mættu fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum sem tilkynnt hafa um framboð til Alþingis í vor. Umræðurnar voru mjög góðar og margt áhugavert sem kom fram. Til dæmis vilja Vinstri græn afnema tekjutengingu við tekjur maka á námslánum. Því hefur verið haldið fram að sá flokkur lifi í fortíðinni og komst ég að því að eitthvað er til í því enda löngu búið að afnema þá tekjutengingu rétt eins og Sæunn benti á í sínu svari (mig minnir að það hafi verið 2002 en þarf að skoða það betur).
Síðan var það hinn „frjálslyndi“ Jón Magnússon sem ég held að lifi líka í fortíðinni. Hann byrjaði á því að sjokkera alla í salnum með lýsingum af upplifun sinni af hagsmunabaráttu stúdenta. Kallaði hann þá sem ekki studdu Vöku „talibanahugsandi komma“. Ég er sem sagt talibanahugsandi kommi samkvæmt Jóni. Seinna sjokkeraði salinn í annað sinn. Hann sagðist vera á móti uppbyggingu háskóla hingað og þangað um landið (gott fyrir ísfirðinga að vita um þetta stefnumál Frjálslyndra) og hnýtti aftaní að það hefði nú verið pabbi Margrétar Sverrisdóttur sem byrjaði á því verki. Skotið fór ekki vel í Margréti eins og gefur að skilja. Það var því boðið upp á ómálefnalegan Jón í í–skju í dag
PS. Samfylkingin baðst ekki afsökunar á dylgjum sínum í blöðunum í morgun. Flokkurinn ætti að íhuga það alvarlega að skipta um auglýsingastofu fyrst þetta tekur svona langan tíma.