Er Snorri Sturluson samkvæmt þeim athugasemdum sem ég fékk frá leiðbeinanda mínum eftir að hann lauk við lestur uppkasts að BA ritgerðinni minni. Ég hef ekkert á móti Snorra. Ég er hins vegar á móti því að túlka það sem hann skrifaði sem algildan sannleik um norræna trú eins og margir íslendingar gera. Skrif hans gefa til kynna heimsmynd 13. aldar manns en segja okkur ekki hvernig trúin var ástunduð í raun og veru. Einhver heiðin minni kunna þó að leynast í skrifum hans án þess að við vitum það með fullri vissu. Eftir vinnu helgarinnar er vonandi ekki jafn augljóst „Snorra-hatur“ í ritgerðinni. Ég fæ bara útrás fyrir það á blogginu í staðin.