Hvalfjörðurinn

Eftir ágætis ferð upp í­ Borgarnes í­ fyrradag keyrðum við Geldingadragann og Hvalfjörðinn til baka. Ég þoldi ekki Hvalfjörðinn þegar ég var yngri. í raun þoldi ég ekki kaflann frá Tí­ðaskarði að gömlu Akranesvegamótunum. Hvort tveggja voru þessir staðir hálfgerðir sálfræðilegir punktar á leiðinni fyrir barnið. Við Tí­ðarskarð sást Reykjaví­k fyrst og því­ var ekki langt eftir á áfangastað. Sömu sögu er að segja af vegamótunum. Þegar þangað var komið var bara korter í­ Borgarnes.

í dag elska ég Hvalfjörðinn. Þangað er stutt að fara og virkilega margt að skoða. Þar eru lí­ka fáir á ferli þar sem flestir velja þann kost að fara göngin. Verði Grunnifjörður brúaður flyst Þjóðvegur 1 lí­klega hinu megin við Akrafjallið. Þar með verður Hvalfjörðurinn nánast allur utan alfaraleiðar. Um leið styttist vegurinn norður á Akureyri um 1 km og leiðin milli Borgarness og Akraness um nokkra km.