Ósáttafundur

Það er fyrir löngu orðið pí­nlegt að fylgjast með pólití­sku dauðastrí­ði fyrrverandi og kannski verðandi borgarstjóra í­ Reykjaví­k. Villi særðist illa snemma í­ blóðugum bardaga innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sem ekki sér fyrir endann á. Það hafa gefist fjölmörg tækifæri fyrir hann til þess að bakka út úr þessu öllu saman en hann kýs að halda áfram. Það er auðvitað hið besta mál, allavega fyrir pólití­ska andstæðinga hans. Megi hann sitja sem lengst og fara fram aftur.

í sáttafundum um helgina komst kostulegur borgarstjórnarflokkurinn að sömu niðurstöðu og á sáttafundum sem fram fóru fyrir hálfum mánuði sí­ðan. Að þessari niðurstöðu munu þau lí­klega einnig komast á sáttafundinum eftir hálfan mánuð. Villi situr áfram og engin óeining er innan hópsins. Einmitt. Ég held að það séu innan við tí­u manneskjur á landinu öllu sem halda því­ sí­ðarnefnda fram, þar af sjö í­ borgarstjórn Reykjaví­kur. Sex af þessum sjö eru einmitt rót vanda flokksins. Þeim sjöunda er hins vegar kennt um allt saman og verður fórnað fyrir rest.