Ég var sem sagt í Kaupmannahöfn um helgina á Norðurlandaráðsþingi æskunnar. Þangað mæta fulltrúar frá flestum þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á þingum Norðurlandanna. SUF, UVG og SUS sendu fulltrúa frá íslandi. Aðal umræðuefnið var ótrúlegt en satt hvalveiðar. Að lokum fór svo að ályktun um stuðning við sjálfbærar hvalveiðar íslendinga var samþykkt í gær með miklum meirihluta atkvæða. Þeir sem vilja vita meira um þingið geta lesið það fljótlega inn á suf.is.
Ég held samt að ég hafi aldrei farið til útlanda áður og ekki haft tíma til að kíkja í búð eða á safn áður. Endaði þó inn á gay-bar á laugardagskvöldið með hinum miðjumönnunum sem var mjög flott. Halloween þema þetta kvöldið, rosalega flottar skreytingar og búningar.
Annar af finnsku túlkunum kom til mín í gær morgun og benti mér á grein í Extra-Bladet sem ég sá í morgun að hefur haft einhver áhrif hér heima. Greinin er í raun ótrúleg. Get ekki sagt annað enda er ekki talað um fjármálalíf á íslandi með faglegum hætti heldur eru notuð ýmis uppnefni, t.d. er talað um klettaeyju norður í höfum, litla þjóð sem vill eignast heiminn og eldfjalla-efnahagslíf. Hún sagði mér líka að eitthvað viðtal við minister Mathiesen í danska útvarpinu á laugardagskvöldið hafi farið mjög fyrir brjóstið á Dönum.