Erfitt val

Þurfti að velja hvort ég færi á málþing um Jónas frá Hrafnagili eða kjördæmisþing í­ dag. Valdi kjördæmisþingið og þurfti þar að velja milli leiða til að stilla upp á lista fyrir þingkosningar í­ vor. Þó ég hafi setið mörg kjördæmisþing (og mörg hver mjög fjörug) þá var þetta mjög sérstakt eins og komið hefur fram í­ fréttum. Þar var samþykkt að fara í­ póstkosningu um efstu sæti á listans í­ október/nóvember. Sjálfur held ég að heppilegra hefði verið að fara aðra leið en valin var en verð ví­st að lifa með þessu.