Brók og bót

Hef verið að fletta gömlum Þjóðbrókarblöðum í­ dag. Margt þar mjög áhugavert. Fann þar m.a. ví­su sem ort hefur verið um gjaldkerann í­ þessum merkilega félagsskap (eða kannski almennt um gjaldkera). Veit ekki hver orti.

Ef féhirslur tæmast, þá fölnar mitt vald
þó fögrum titli flí­ki.
En ef þú borgar uppsett gjald
áttu himnarí­ki

Annars þá fannst þeim sem ég talaði við á Bókhlöðunni nöfnin á afurðum þjóðfræðinema vera ansi skrýtin. Félagið heitir Þjóðbrók og blöðin sem félagið hefur gefið út: Lesbrók, Þjóðbrókarbót og Slæðingur. Ásí­num tí­ma var haldin samkeppni um nafn á ritið og sigraði nafnið Læðingur en þar sem það var í­ notkun var S-inu bætt framan við.

7 replies on “Brók og bót”

  1. Slæðingur er mjög flott nafn, ekki misskilja mig. Ég held að mjög fá nemendafélög gefi út fréttabréf eftir að heimasí­ðurnar komu til sögunnar. Sá reyndar eitt frá bókasafns- og upplýsingafræðinemum í­ Odda um daginn.

  2. Við Óli gáfum út Blöðung í­ febrúar 2005 sem var í­ stærri kantinum. Held hann hafi bara verið gefin út á netinu sí­ðasta vetur. Veit ekki hvað þau eru að gera núna…

  3. Þessi var svona lí­tið fréttabréf í­ A5 broti, svona 16 sí­ður sýndist mér, mest fréttir frá sí­ðasta skólaári. Fer sjálfsagt soldið eftir því­ hvað er duglegt fólk í­ ritstjórn 😉

Comments are closed.