Brók og bót

Hef verið að fletta gömlum Þjóðbrókarblöðum í­ dag. Margt þar mjög áhugavert. Fann þar m.a. ví­su sem ort hefur verið um gjaldkerann í­ þessum merkilega félagsskap (eða kannski almennt um gjaldkera). Veit ekki hver orti.

Ef féhirslur tæmast, þá fölnar mitt vald
þó fögrum titli flí­ki.
En ef þú borgar uppsett gjald
áttu himnarí­ki

Annars þá fannst þeim sem ég talaði við á Bókhlöðunni nöfnin á afurðum þjóðfræðinema vera ansi skrýtin. Félagið heitir Þjóðbrók og blöðin sem félagið hefur gefið út: Lesbrók, Þjóðbrókarbót og Slæðingur. Ásí­num tí­ma var haldin samkeppni um nafn á ritið og sigraði nafnið Læðingur en þar sem það var í­ notkun var S-inu bætt framan við.