Hef verið að fletta gömlum Þjóðbrókarblöðum í dag. Margt þar mjög áhugavert. Fann þar m.a. vísu sem ort hefur verið um gjaldkerann í þessum merkilega félagsskap (eða kannski almennt um gjaldkera). Veit ekki hver orti.
Ef féhirslur tæmast, þá fölnar mitt vald
þó fögrum titli flíki.
En ef þú borgar uppsett gjald
áttu himnaríki
Annars þá fannst þeim sem ég talaði við á Bókhlöðunni nöfnin á afurðum þjóðfræðinema vera ansi skrýtin. Félagið heitir Þjóðbrók og blöðin sem félagið hefur gefið út: Lesbrók, Þjóðbrókarbót og Slæðingur. Ásínum tíma var haldin samkeppni um nafn á ritið og sigraði nafnið Læðingur en þar sem það var í notkun var S-inu bætt framan við.