í bókahillunni rakst ég á Belladonnaskjalið. Ég las hálfa bókina síðast þegar ég fór til Danmerkur. Kannski ég klári bókina núna. Annars er spáð rigningu þar en ágætu veðri á íslandi í næstu viku.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2007
Kraftaverk?
í kjölfar siðaskiptanna hættu íslendingar að mestu að heita á dýrlinga sér til hjálpar við hinar ýmsu aðstæður. Dýrlingakerfið hafði þó virkið ágætlega fyrir þá sem þurftu á því að halda (og ásatrúin þar á undan). Þorlákur biskup, eini íslenski dýrlingurinn tók að sér ýmis smá viðvik eftir dauða sinn milli þess sem hann sinnti sjúkum og leiðbeindi villtum sjófarendum rétta leið. Hann hjálpaði m.a. kaupmönnum sem náðu ekki upp akkeri sínu fyrr en þeir höfðu heitið á hann. Persónulega finnst mér það samt ekki mikið kraftaverk en þeim mun meira þegar fátækur maður fékk blindan sauð frá öðrum manni. Sá vildi ekki bæta fátæka manninum sauðinn svo sá blindi hét á Þorlák. í framhaldinu fékk sauðurinn sýn. Það er alvöru kraftaverk.
Ég myndi ekki nenna að vera í sporum Þorláks og fá ekki að vera í friði fyrir fólki í vandræðum eftir dauðann. Ég er hins vegar til í að hjálpa ykkur í lifanda lífi ef ég get, en plís, látið mig í friði þegar ég er dauður (og ekki borða skötu á afmælisdeginum mínum).
Hvalfjörðurinn
Eftir ágætis ferð upp í Borgarnes í fyrradag keyrðum við Geldingadragann og Hvalfjörðinn til baka. Ég þoldi ekki Hvalfjörðinn þegar ég var yngri. í raun þoldi ég ekki kaflann frá Tíðaskarði að gömlu Akranesvegamótunum. Hvort tveggja voru þessir staðir hálfgerðir sálfræðilegir punktar á leiðinni fyrir barnið. Við Tíðarskarð sást Reykjavík fyrst og því var ekki langt eftir á áfangastað. Sömu sögu er að segja af vegamótunum. Þegar þangað var komið var bara korter í Borgarnes.
í dag elska ég Hvalfjörðinn. Þangað er stutt að fara og virkilega margt að skoða. Þar eru líka fáir á ferli þar sem flestir velja þann kost að fara göngin. Verði Grunnifjörður brúaður flyst Þjóðvegur 1 líklega hinu megin við Akrafjallið. Þar með verður Hvalfjörðurinn nánast allur utan alfaraleiðar. Um leið styttist vegurinn norður á Akureyri um 1 km og leiðin milli Borgarness og Akraness um nokkra km.
Skotfastur Haukur
Mér heyrist á tóninum á Hauki Ingvarssyni í þessum pistli í Víðsjá í gær að hann sé ekkert allt of sáttur með að Egill Helgason komi til með að stýra bókmenntaþætti í Sjónvarpinu næsta vetur. Innan RíšV er nú þegar fullt af fólki sem gæti stýrt slíkum þætti með góðu móti. Þeir sömu eru örugglega ekki allir sáttir við að gengið skuli framhjá þeim og ráðinn í verkið „störnu stjórnmálaskýrandi“, alinn upp utan stofnunarinnar.
Ég hef gaman að því að lesa um fagurbókmenntir og fylgjast með umræðum um þær þó ég sé allt of óduglegur við að lesa þannig bækur á meðan ég er í skóla. Ég bíð því spenntur eftir því að sjá hvernig maðurinn sem þolir ekki orðið „ljóð“ heldur utan um bókmenntaþátt. En hvað um það, pistillinn er þess virði að hlusta á.
Framhaldsskóli í Mosfellsbæ
Eins og staðan er í dag er Mosfellsbær fjölmennasta sveitarfélag landsins sem ekki hefur framhaldsskóla. Vonandi verður ekki langt að bíða þar til slíkur skóli rísi hér í miðbænum. Undirbúningurinn er kominn á fullt og er tíminn þessa dagana notaður til þess að funda með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bænum. Áfundunum skila flokkarnir inn sínum hugmyndum um stefnu skólans, mögulegar námsleiðir og staðsetningu. Það var áhugavert að heyra eftir fundinn með okkur Framsóknarmönnum í gær hversu samstíga flokkarnir virðast vera eftir að hafa unnið tillögurnar hver í sínu horni. Við gætum séð skóla á svæðinu sem er einstakur á landsvísu hvað varðar kennsluhætti og býður upp á spennandi námsframboð sem ekki er í boði annarsstaðar, byggt á styrkleikum Mosfellssveitar félagslega og atvinnulega, auðlindum og sögu.
Við elskum fótbolta
Það er ekkert sérstaklega gaman að ganga um eins og stirðnað gamalmenni, æjandi og óandi. Helvítis harðsperrur.
Heimsyfirráð eða…
Rósa og Sigrún Hanna bættust í gær í ört stækkandi hóp íslenskra þjóðfræðinga. Til hamingju með það stelpur. Ég held að ég hafi tapað veðmálinu okkar nokkuð örugglega. í haust byrja 9 nemendur í MA námi í þjóðfræði auk mín. Það eru fleiri en byrjuðu í BA náminu þegar ég byrjaði. Það eru því spennandi tímar framundan í þjóðfræðinni.
Guði sér lof fyrir Davíð Oddsson
Það er takmarkað hversu vel maður nennir að fylgjast með fréttum í góða veðrinu. í síðustu viku hófst umræða um laun Davíðs Oddssonar. Paris Hilton bjargaði Davíð úr höndum kaffistofudómaranna. Síðan kom þessi frétt og bjargaði Paris í stuttan tíma.
Ég skil vel gremjuna út í Paris og Davíð. Þau eru selebb og fá sérmeðferð. Það er auðvitað ekki rétt að leyfa fólki að komast upp með svoleiðis. Það er heldur ekki rétt að auglýsa ekki störf seðlabankastjóra, hafa þá þrjá og þar á meðal þann hæst launaðasta á Norðurlöndunum. Það ósanngjarnasta við þetta er þó að fyrrverandi forsætisráðherra geti þegið 80% af launum forsætisráðherra í lífeyrisgreiðslur á meðan hann er enn í fullu starfi hjá ríkinu. Kannski ætti ég bara að vera ánægður með að Davíð sé tilbúinn til að starfa í seðlabankanum á meðan einkageirinn berst um starfsmenn bankans.
Það er samt fleira með ólíkindum á íslandi í dag. Nú hefur Alþingi ákveðið að fella niður skyldu til að auglýsa laus störf í stjórnarráðinu. í hinum karllæga heimi bitnar þetta líklega frekar á konum. Karlrembur mega senda blómakörfur og þakkarskeyti til Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hvað varð annars um jafnréttislög Magnúsar Stefánssonar sem Samfylkingin vildi samþykkja fyrir kosningar? Þegar flokkurinn er kominn í ríkisstjórn eru loforðin gleymd. Ég meina, frumvarpið er tilbúið og Ingibjörg Sólrún vildi koma því í gegn í arpíl. Gæti verið að stjórnarflokkarnir eigi eftir að koma sér saman um málið?
16.06.2007 kl. 14:00
Mér finnst það ágætis afrek hjá íslenskum skipuleggjendum að koma fyrir á sama tíma stórum landsleik í kvennafótboltanum, kvennahlaupi íSí og útskrift frá Hí.
Hættur í KB
Ég uppgvötaði það í gær að sumarið í ár er það fyrsta síðan ég byrjaði að selja mig á almennum vinnumarkaði sem ég vinn ekki í KB. Ég vann fimm sumur í KB (Kaupfélaginu) 1999-2003 og þrjú sumur í KB banka 2004-2006. Nú vinn ég hjá Kaupþing. Smám saman er ég að komast inn í mosfellska bankamenningu. Hún er aðeins frábrugðin þeirri borgfirsku.