Fimm klukkustunda kennslustund í kenningum hjá Valdimar gerir þriðjudaga að stembnustu dögum vikunnar. Þegar ég staulast heim að ganga sex er varla að ég geti hugsað um nokkuð meira tengt skólanum þann daginn. En þó námið taki stundum á er það einstaklega skemmtilegt. Tíminn í dag var með þeim líflegri hingað til enda býður lesefni …
Monthly Archives: október 2007
Baccalaureus Artium
Loksins hef ég tíma til að líta aðeins upp úr námsbókunum og minnast aðeins á laugardaginn síðasta. Háskóli íslands gjörði það kunnugt þá klukkan 14:06 að Eggert Sólberg Jónsson hefði lokið tilskyldum prófum í þjóðfræði með safnafræði sem aukagrein og hlotið lærdómstitilin baccalaureus artium. BA gráðan er varða á leiðinni áfram menntaveginn sem engin leið …
Skák
Veturinn 2003-2004 kenndi Helgi Ólafsson stórmeistari skák í Grunnskólanum í Borgarnesi á vegum UMSB. Um áramót var ég beðinn um að vera honum innan handar ef hann þyrfti á einhverri aðstoð að halda. Hálfan vetur mætti ég því í skáktíma einu sinni í viku og tel ég mig hafa lært eitthvað af því og ekki …
Ekki svo mikið prinsip
Nýtilkomin prinsip sjálfstæðismanna í borgarstjórn eru mér umhugsunarefni. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvenær sjálfstæðismenn í Borgarbyggð átti sig á því að samkvæmt stefnu flokksins er það ekki hlutverk sveitarfélaga að reka stóran banka, hvað þá stóran banka sem er að kaupa aðrar bankastofnanir af einstaklingum. Það er nefnilega þannig að sveitarfélagið Borgarbyggð …
Holaðu mig, dropi, holaðu mig
Ég bíð eftir tveim ævisögum sem koma út þessi jól. Sú fyrri er Holaðu mig, dropi, holaðu mig sem er annað bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins. Ég geri síðan fastlega ráð fyrir því að ævisaga Guðna ígústssonar verði lesin í jólafríinu.
Tungumál Guðs
Gunnar í Krossinum komst í fréttirnar í gær þegar hann mótmælti nýrri þýðingu Biblíunnar. „Guð skrifar í stein“ sagði hann. Skrítið að hann mótmæli því ekki að Biblían skuli þýdd yfir á íslensku því eins og allir vita skrifaði Guð aðeins á hebresku og grísku. Nei, við megum ekki hugsa sem svo að til sé …
ANTM
Þeir sem semja textann í dagskrárkynningum sjónvarpsstöðvanna eru oftast einhverjir snjallir auglýsingasmiðir á þeirra vegum sem vita hvað fer vel ofan í áhorfendunur. Eitthvað segir mér að eftirfarandi tilkynninging sem ég rakst á í Dagskrá vikunnar í morgun sé ekki samin á auglýsingastofu Skjás eins. íhugaverð lesning engu að síður. „Skjár einn sýnir kl. 20:30 …
Berir bossar
Mér heyrist þjóðin vera á því að nú þurfi að grípa til örþrifa ráða í málefnum íslenska landsliðslins í karlaknattspyrnu. Gestur stingur upp á því að landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar fari yfir málið. Mér finnst KSí ætti frekar að fara í fornritin og skoða hvernig forfeður okkar fóru að því að lama andstæðinga sína í bardaga. Oftar …
Bannað að dansa nakin(n)
Þessa dagana eru nefndir Borgarbyggðar að endurskoða lögreglusamþykkt sveitarfélagsins. Eina athugasemd félagsmálanefnd við samþykktina var sú að nefndin vill banna nektardans í sveitarfélaginu og er það bara hið besta mál. Landbúnaðarnefnd hafði talsvert fleiri athugasemdir sem snéru m.a. að meðferð skotvopna á einkalöndum, aldri barna á hestbaki og merkingum lögbýla. En bann við dansi á …
Borgarstjórnarfundur
Ég er þessa stundina að hlusta með öðru eyranu á borgarstjórnarfund. Kannski er það bara ég en mér finnst borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eitthvað pirraðir og ómálefnalegir í dag. En ólíkt Jórunni Frímannsdóttur þá vona ég að fulltrúum nýja meirihlutans líði vel og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.