Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2007

Þriðjudagar

Fimm klukkustunda kennslustund í­ kenningum hjá Valdimar gerir þriðjudaga að stembnustu dögum vikunnar. Þegar ég staulast heim að ganga sex er varla að ég geti hugsað um nokkuð meira tengt skólanum þann daginn. En þó námið taki stundum á er það einstaklega skemmtilegt. Tí­minn í­ dag var með þeim lí­flegri hingað til enda býður lesefni um sálgreiningu og marxisma upp á tilefni til fjörugra umræðna. Leiðinlegt samt að tæknimálin klikkuðu þar sem Diarmuid Ó Giolláin ætlaði að vera með okkur í­ dag.

Baccalaureus Artium

Loksins hef ég tí­ma til að lí­ta aðeins upp úr námsbókunum og minnast aðeins á laugardaginn sí­ðasta. Háskóli íslands gjörði það kunnugt þá klukkan 14:06 að Eggert Sólberg Jónsson hefði lokið tilskyldum prófum í­ þjóðfræði með safnafræði sem aukagrein og hlotið lærdómstitilin baccalaureus artium. BA gráðan er varða á leiðinni áfram menntaveginn sem engin leið er að sjá fyrir hvar endar. Ég geri þó ráð fyrir því­ að stóra útskriftin verði þegar ég klára MA prófið, vonandi eftir sirka eitt og hálft ár. Ég þakka ykkur fyrir stuðninginn sí­ðustu þrjú ár og hamingjuóskirnar um helgina.

Skák

Veturinn 2003-2004 kenndi Helgi Ólafsson stórmeistari skák í­ Grunnskólanum í­ Borgarnesi á vegum UMSB. Um áramót var ég beðinn um að vera honum innan handar ef hann þyrfti á einhverri aðstoð að halda. Hálfan vetur mætti ég því­ í­ skáktí­ma einu sinni í­ viku og tel ég mig hafa lært eitthvað af því­ og ekki bara skáklega séð. Það er nefnilega mjög gefandi að vinna með börnum eins og þeir sem það hafa reynt vita. En börnin sem nutu kennslu Helga eru nú að plumma sig ágætlega í­ skákheiminum samanber frétt Skessuhorns um borgfirskan keppanda á Norðurlandamóti stúlkna.

Ekki svo mikið prinsip

Nýtilkomin prinsip sjálfstæðismanna í­ borgarstjórn eru mér umhugsunarefni. Ég velti því­ til dæmis fyrir mér hvenær sjálfstæðismenn í­ Borgarbyggð átti sig á því­ að samkvæmt stefnu flokksins er það ekki hlutverk sveitarfélaga að reka stóran banka, hvað þá stóran banka sem er að kaupa aðrar bankastofnanir af einstaklingum. Það er nefnilega þannig að sveitarfélagið Borgarbyggð á Sparisjóð Mýrasýslu að fullu sem á sí­ðustu árum hefur keypt Sparisjóð Siglufjarðar, Sparisjóð Ólafsfjarðar og hlut í­ Sparisjóð Skagafjarðar. Þá er Sparisjóðurinn á Akranesi í­ eigu Sparisjóðs Mýrasýslu. í stjórn sjóðsins eru 2 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins auk þess sem sparisjóðsstjórinn er fyrrverandi oddviti flokksins í­ sveitastjórn. Ég hef því­ áhyggjur af því­ þegar Sjálfstæðismenn í­ Borgarbyggð komast að því­ hver stefna flokksins er. Til þessa hafa hugmyndir um sölu á sjóðnum helst komið frá vinstri vængnum í­ sveitastjórn. Já, hún er sérstök pólití­kin í­ Borgarbyggð.

Tungumál Guðs

Gunnar í­ Krossinum komst í­ fréttirnar í­ gær þegar hann mótmælti nýrri þýðingu Biblí­unnar. „Guð skrifar í­ stein“ sagði hann. Skrí­tið að hann mótmæli því­ ekki að Biblí­an skuli þýdd yfir á í­slensku því­ eins og allir vita skrifaði Guð aðeins á hebresku og grí­sku. Nei, við megum ekki hugsa sem svo að til sé einn réttur texti af Biblí­unni. Upphaflega gengu sögurnar manna á milli í­ munnlegri geymd og tóku breytingum eftir því­ hver sagði þær og hver hlustaði. Við samsömum sögur eða kvæði að áheyrandanum í­ hvert skipti og heimfærum flutninginn upp á þá sem eru viðstaddir. Hlustendur dagsins í­ dag þurfa uppdeitaðar sögur og því­ ekkert að því­ að breyta þeim til þess að þær nái til fleiri.

ANTM

Þeir sem semja textann í­ dagskrárkynningum sjónvarpsstöðvanna eru oftast einhverjir snjallir auglýsingasmiðir á þeirra vegum sem vita hvað fer vel ofan í­ áhorfendunur. Eitthvað segir mér að eftirfarandi tilkynninging sem ég rakst á í­ Dagskrá vikunnar í­ morgun sé ekki samin á auglýsingastofu Skjás eins. íhugaverð lesning engu að sí­ður.

„Skjár einn sýnir kl. 20:30 matreiðsluþátt Giödu sem gerir alveg dásamlega hluti við matvöru og kveikir í­ manni allar tegundir hungurs og í­ beinu framhaldi af því­ kl. 21:00 hefst America’s Next Top Model þar sem vannærðar og vansælar stúlkur ní­ða háhælaðan skóinn af hvor annari þar til eingöngu ein stendur eftir. Hjá Giödu sjáum við Rib-Eye steik með rucola salati og grillaðri papriku, kjúklingum piccata, spergilkál og grænar baunir og svo ricotta ost með hunangi og hindberjum. í súpermódelþáttunum verður svo lí­tið annað en skinn og bein.“

PS. Vonsviknir lesendur sí­ðunnar hafa bent mér á að sí­ðustu tvær fyrirsagnir hafi innihaldið villandi upplýsingar um efnisinnihald færslanna. Einhverjir þeirra ruku til í­ þeirri veiku von að finna hér jafnvel einhverja nekt. Ritstjórn sí­ðunnar ákvað á fundi sí­num í­ morgun að skipa starfshóp til þess að fara yfir málið frá öllum hliðum og er honum ætlað að skila af sér tillögum til úrbóta fyrir 1. mars 2008.

Berir bossar

Mér heyrist þjóðin vera á því­ að nú þurfi að grí­pa til örþrifa ráða í­ málefnum í­slenska landsliðslins í­ karlaknattspyrnu. Gestur stingur upp á því­ að landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar fari yfir málið. Mér finnst KSí ætti frekar að fara í­ fornritin og skoða hvernig forfeður okkar fóru að því­ að lama andstæðinga sí­na í­ bardaga. Oftar en einu sinni virkaði það vel að beita „magical mooning“. Landsliðið myndi þá rétt áður en dómarinn flautar til leiks snúa sér að sí­nu marki og girða niður um sig þannig að afturendinn væri sýnilegur andstæðingunum. í kjölfarið yrðu öll vopn þeirra bitlaus og sigur íslendinga ví­s. Þetta þýddi reyndar að landsleikir færu lí­klega ekki fram í­ Borgarbyggð í­ framtí­ðinni.

Bannað að dansa nakin(n)

Þessa dagana eru nefndir Borgarbyggðar að endurskoða lögreglusamþykkt sveitarfélagsins. Eina athugasemd félagsmálanefnd við samþykktina var sú að nefndin vill banna nektardans í­ sveitarfélaginu og er það bara hið besta mál. Landbúnaðarnefnd hafði talsvert fleiri athugasemdir sem snéru m.a. að meðferð skotvopna á einkalöndum, aldri barna á hestbaki og merkingum lögbýla. En bann við dansi á adams- og evuklæðum nýtur svo ví­ðtæks stuðnings í­ Borgarbyggð að landbúnaðarnefnd af öllum nefndum vill lí­ka láta banna nektardans. í†tli það sé landbúnaðarnefnd í­ Kópavogi?

Borgarstjórnarfundur

Ég er þessa stundina að hlusta með öðru eyranu á borgarstjórnarfund. Kannski er það bara ég en mér finnst borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eitthvað pirraðir og ómálefnalegir í­ dag. En ólí­kt Jórunni Frí­mannsdóttur þá vona ég að fulltrúum nýja meirihlutans lí­ði vel og óska þeim velfarnaðar í­ framtí­ðinni.