Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2008

Tuttuguogfimmfaldur verðmunur

Samtök verslunar og þjónustu sendu frá sér tilkynningu í­ sí­ðustu viku þar sem kom fram að lyfjaverð á íslandi væri ódýrara en í­ Danmörku og Sví­þjóð. Af því­ tilefni datt mér í­ hug að setja hér inn smá sögu. Ég lenti nefnilega í­ því­ í­ sí­ðustu viku að þurfa fara til læknis og í­ kjölfarið þurfti ég láta reyna á lyfjamarkaðinn hér. Svei mér þá, þær tröllasögur sem ég hafði heyrt um ódýrara lyfjaverð hér virðast bara vera sannar. Ég fékk uppáskrifað lyf sem kostar á íslandi um 3500 krónur og þá eru 28 töflur í­ boxinu. Lyfið í­ Danmörku fékk ég í­ 100 töflu boxi og kostaði það mig 31 danska krónu sem miðað við hátt gengi eins og ég bý við í­ dag eru um 500 í­slenskar krónur. Til þess að einfalda dæmið þá kostar taflan á íslandi 125 krónur á meðan hún er á 5 krónur í­ Danmörku. Verðmunurinn er tuttuguogfimmfaldur og þykir mér það svakalegt.

Þó mörg skref hafi verið stigin á sí­ðustu árum til þess að lækka lyfjaverð þarf að gera enn betur. Birkir félagi minn Jónsson hefur m.a. beitt sér fyrir því­ að lækka virðisaukaskatt af lyfjum niður í­ 7%. Vonandi tekst honum að hafa einhver áhrif á stefnu stjórnarflokkanna og ná þessu brýna máli í­ gegn.

Danskur fiskur

íslenskur fiskur er sá besti í­ heimi og ég er mjög farinn að sakna þess að fá ekki alvöru fisk. Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að borða danskan fisk en í­ stuttu máli er fiskurinn hér nánast óætur sé maður góðu vanur. Það er varla hægt að segja að hann sé nýtur í­ bollur. Væri ég í­ Köben gæti ég skroppið út í­ fiskbúð og keypt í­slenskan fisk en ég bý ekki svo vel. Til þess að vera sanngjarn þá hef ég fengið ágætis lax og sí­ld hér en lí­klega verð ég að bí­ða í­ rúman mánuð eftir góðum þorsk.

Hamborg

Ég skrapp sem sagt til Hamborgar vikuna sem leið, borgarinnar sem hefur fleiri brýr en Amsterdam og Feneyjar til samans. Það var ágætis tilbreyting að skreppa yfir næstu landamæri og komast þannig burtu frá skólanum í­ þrjá daga áður en lokaspretturinn hófst. Hamborg er áhugaverð borg með margar fallegar byggingar. Borgin er sérstök stórborg þar sem þar var ekki neinn aðall til staðar þar. Hún byggðist þess í­ stað upp í­ kring um verslun og viðskipti. Til marks um mikilvægi atvinnuveganna og aðalsleysið var ráðhúsið látið brenna þegar stór hluti borgarinnar brann 1842 en slökkviliðið einbeitti sér þess í­ stað að því­ að bjarga kauphöllinni. Ég á eftir að mæla með sögusafninu sem er skemmtilega sett upp.

St. Nikulásarkirkjan er annar áhugaverður staður sem skoðaður var. Hún varð fyrir sprengjuregni Bandamanna í­ júlí­ 1943 og stendur nú turninn einn eftir ásamt leyfum að útveggjum. Það er áhrifamikið að standa á torginu þar sem áður stóð kirkjuskipið og hugsa um þær hörmungar sem dundu yfir heiminn á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð. Verst er þó að hugsa til þess að enn lí­ður fólk fyrir hörmungar af völdum hernaðar.

PS. Ég var búinn að lofa að láta vita hvort ég myndi finna frúnna. Hún fannst ekki. Þá fékk ég mér ekki hamborgara þar eins og stefnt hafði verið að.

Lög um helgidagafrið

Ég hef áður tjáð mig á þessum vettvangi um lög um helgidagafrið og er enn sömu skoðunar. Lög þar sem kveðið er á um að bannað sé að trufla helgihald eiga rétt á sér, en öllu furðulegri eru lög þar sem kveðið er á um hvað má gera og hvað ekki á helgidögum. Ég spilaði reyndar ekki ólöglegt bingó í­ dag heldur sat við skriftir. Ég efast um að það sé ólöglegt annarsstaðar en á íslandi að spila bingó í­ dag. Danir loka þó verslunum í­ dag og fylgja þannig sama sið og við íslendingar. Þegar ég fór í­ búðina rétt fyrir lokun á miðvikudag kepptust Danirnir við að byrgja sig upp af bjór til þess að þrauka þessa tvo frí­daga. Annars furða sig margir skiptinemar hér á þessum helgidagafrí­um Dana þar sem þeir eru alls ekki sérstaklega trúaðir. Meira að segja ítalarnir og Pólverjarnir segja mér að hjá þeim séu verslanir opnar í­ dag og í­ gær. Merkilegt ef satt er.

Krónan liggur enn á slysstað

í meðan ég skrapp til Þýskalands í­ nokkra daga féll krónan og liggur hún nú á stórslösuð eftir fallið. Það versta er að hún liggur enn á slysstað þar sem enginn virðist vera tilbúinn til að koma henni til hjálpar. Fréttir af falli krónunnar hreyfðu ekki við ráðherrunum tólf sem sátu sem fastast í­ sí­num tólf mjúku leðurstólum í­ Reykjaví­k. Þeirra veröld er kontorinn og löskuð króna er ekki stórmál. Á meðan þeir sitja sem fastast brenna nýgerðir kjarasamningar upp í­ verðbólgu. Ég sem í­slenskur námsmaður á erlendri grund hef af því­ miklar áhyggjur ætli enginn að hjálpa krónunni. Ekki nóg með það að allt hér sé mikið dýrara fyrir mig heldur hef ég áhyggjur af löndum mí­num á íslandi þar sem vöruverð hækkar og hækkar á meðan vextir lækka ekki í­ bráð. Það er skollinn á vetur í­ efnahagslí­finu.

Það þarf ábyrga í­slenska stjórnmálamenn sem gera sér grein fyrir því­ að orð þeirra og gjörðir hafa afleiðingar til þess að leysa þann vanda sem nú er uppi. Sömuleiðis þurfa þeir að gera sér grein fyrir því­ að nauðsynlegt er að grí­pa til aðgerða þegar sverfur að. Því­ miður virðast þessi persónueinkenni ekki finnast innan þingflokka rí­kisstjórnarflokkanna. Nú eru í­slendingar m.a. að fá í­ hausinn afleiðingar niðurskurðar fiskveiðikvótans sí­ðast liðið haust, þenslufjárlög með 20% útgjaldaaukningu milli ára og yfirlýsingar ráðherra um ótí­masettar aðgerðir í­ efnahagsmálum, t.d. afnám stimpilgjalda sem kom á frostavetri á fasteignamarkaði. 

Það virðist vera í­ tí­sku að benda á evruna og segja að þar megi finna lausn. Svo er ekki. Til þess að ísland geti gengið í­ Evrópusambandið og tekið upp evru þarf að finna lausn á núverandi vanda. Þá veikir það mjög samningsstöðu okkar að koma skrí­ðandi og betla aðild vegna vandræða sem við náum ekki að leysa vandræði í­ efnahagslí­finu sjálf. Ég er engu að sí­ður sammála ályktun stjórnar SUF um að rétt sé að kjósa um það í­ sumar hvort hefja eigi viðræður um aðild að Evrópusambandinu. íslendingar eiga sí­ðan að sækja um aðild á eigin forsendum en ekki vegna þess að neyðin rekur þjóðina til Brussel. Þegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir er hægt að taka afstöðu til þess hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. Fyrsta verk er þó að gera eitthvað í­ efnahagsmálunum.

 

í harðasta kjarnanum

Ég er orðinn háður dönskum handbolta og fór í­ gær á minn þriðja handboltaleik í­ dönsku deildinni. Að fylgjast með handbolta er góð og ódýr skemmtun fyrir námsmenn. Við erum að borga 50 danskar krónur fyrir miðann og höfum alltaf fengið mjög góð sæti. Höllin hér tekur hátt í­ 5000 áhorfendur, er nýleg og flott. í gær tók í…rhus GF á móti nágrönnum sí­num í­ Viborg HK. Var leikurinn allt í­ lagi en jafnaðist ekki á við sí­ðasta leik sem var á móti öðrum nágrönnum, Bjerringbro-Silkeborg. Þar var nánast fullt hús og frábær stemming. í…rhus GF er í­ öðru sæti deildarinnar og á í­ hörkubaráttu um sæti í­ úrslitakeppninni. Liðið hefur verið á góðu skriði undanfarið og t.d. sigrað alla leikina sem ég hef séð. Þeim gengur því­ aðeins betur en Aftureldingu þessa dagana. Okkur sem tilheyrum harðasta kjarna skiptinema stuðningsmanna liðsins er farið að hlakka til úrslitakeppninnar. Verst er bara að ég verð farinn heim áður en úrslitakeppninni lýkur og þarf þá að fylgjast með henni frá íslandi í­ gegn um vini mí­na hér.

Lí­fið kviknar á miðjunni

Ég mæli með ágætum fundi sem Samvinnufélagið stendur fyrir næsta mánudag kl. 12:15-13:00. Fundurinn verður haldinn í­ stofu 207 í­ Aðalbyggingu Háskóla íslands og verður gestur fundarins Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Hún ætlar að fjalla um það hvernig miðjustefna birtist í­ í­slenskum stjórnmálum nú um stundir. Þegar Helga hefur lokið erindi sí­nu verður opnað fyrir spurningar. Að sjálfsögðu er fundurinn er öllum opinn.

Stöð 2 Sport

Ef mark er takandi á Orðinu á götunni þá eru framundan nafnabreytingar á einhverjum sjónvarpsstöðvum 365 miðla. Ef fara á út í­ þannig breytingar finnst mér lí­klegast að horft verði til þess hvernig Sky markaðssetur sí­nar stöðvar. Þá yrði nafninu á Sýn til dæmis breytt í­ Stöð 2 Sport. 27. febrúar sl. keyptu 365 miðlar einmitt lénið stod2sport.is. Séu þessar breytingar framundan má kannski búast við því­ að Sýn 2 hljóti öllu óþjálla nafn, kannski Stöð 2 Sport 2.