í morgun mun ég í fyrsta skipti halda opinberan fyrirlestur sem þjóðfræðingur. Það hef ég ekki enn gert á íslandi en þeir sem staddir eru í írósum hafa tækifæri til þess að verða vitni af þessum einstaka viðburði. Hér er haldið á morgun málþing goðafræðinema og eru nokkur spennandi erindi á dagskrá eins og sjá má á dagskránni. Ég mun kynna niðurstöður BA ritgerðarinnar minnar sem eins og gott fólk man fjallaði um hlutverk goða í valdakerfinu á íslandi fyrir kristnitöku.
Þegar sett er saman dagskrá fyrir svona málþing þarf alltaf einhver að vera síðasti ræðumaður fyrir kaffi. í†tli það sé ekki versti tíminn til að tala þar sem áheyrendurnir gætu þá þegar verið búnir að missa einbeitinguna og komnir með hugann við veitingarnar sem bíða. Næstverst er að vera allra síðastur á dagskrá. Þá eru áheyrendurnir komnir með hugann við brottför og sumir jafnvel þegar farnir. Sá sem er fyrstur lendir í því að enn eru gestir að bera að garði sem ná þar af leiðandi ekki öllum fyrirlestrinum auk þess að trufla fyrirlesarann og aðra gesti þegar þeir koma sér fyrir í salnum. Ég tel mig vera nokkuð heppinn með minn stað í dagskránni. Þar sem ég er fyrstur eftir kaffihléið ætti fólk því að vera vel vakandi á meðan ég tala. Eina hættan er kannski að fólk tefjist í spjalli yfir kökunum en ég get þó huggað mig við það að þeir sem sem ekki mæta trufla mig ekki á meðan.