í sumrin nennir enginn að blogga og enginn nennir að lesa blogg. Þó ég hafi lítið skrifað á þessa síðu í júní hef ég skrifað tvo pistla inn á suf.is. Sá fyrri birtist á mánudag fyrir viku og fjallaði um húsnæðismál og sá seinni í dag þar sem ég sendi Samtökunum 78 afmæliskveðju. Það kæmi mér ekki á óvart að þessum mánudagspistlum ætti eftir að fjölga á næstu vikum og mánuðum. Þegar lestri pistlanna er lokið er ekki úr vegi að skoða forsíðuna aðeins betur. Þar má m.a. finna skemmtileg þúskjás myndbönd, t.d. eitt með Atla og Jóa frá Sambandsþinginu fyrr í mánuðinum.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2008
Slæmur í tippinu
Spámannshæfileikar mínir virðast vera að einhverju leyti takmarkaðir. Þessu átti ég kannski að gera mér grein fyrir þegar ljóst var að Pólverjarnir sem ég spáði velgengni á Evrópumótinu komust ekki upp úr riðlinum sínum. Strax eftir riðlakeppnina tók ég þátt í getraunaleik í vinnunni og spáði því að Portúgal, Króatía, Holland og ítalía myndu komast í undanúrslit. Raunin varð sú að þetta voru liðin sem töpuðu sínum leikjum í átta liða úrslitum. Nú fæ ég að spá fyrir um hvort Þýskaland eða Tyrkland og Rússland eða Spánn komist í úrslit. Ég spái Þjóðverjum og Rússum í úrslit. Það verða því líklega Tyrkir og Spánverjar sem leika til úrslita á endanum.
Söguskýringar Staksteina
Um helgina var talað og skrifað afskaplega vel um arfleið stjórnmálaleiðtoga sem aldrei tilheyrði Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór afskaplega illa í hið „frjálsa“ og „óháða“ Morgunblað eins og sjá má á Staksteinum í dag.
Þjóðarsáttin var að sjálfsögðu ekki verk eins manns eða tveggja og held ég að enginn haldi öðru fram. Að henni komu margir aðilar m.a. samtök atvinnurekenda, verkalýðsfélög og ekki síst bændur sem oft virðast gleymast í umræðunni um samningana 1990. Stór hluti þjóðfélagsins lagði í raun sitt að mörkum til þess að kippa þjóðinni upp úr vítahring óðaverðbólgu, gengisfellinga og óstöðugleika.
Birgir Guðmundsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri kom inn á þátt Steingríms í þjóðarsáttinni á málþinginu í gær sem Mogginn vill gera lítið úr. Talaði hann um Steingrím sem brúarsmið sem kunni þá kúnst að byggja brýr milli manna og flokka. Honum tókst að byggja brú milli leiðtoga vinnuveitenda og launþega. Þá þurfti öflugan leiðtoga til þess að koma í gegn umdeildum pólitískum ákvörðunum sem voru forsenda sáttarinnar. Það tókst Steingrími. Steingrími tókst líka að eigna öðrum vel unnin verk og deila út hrósi til samstarfsmanna og andstæðinga, eitthvað sem margur stjórnmálamaðurinn hefur farið flatt á.
Margir Sjálfstæðismenn hafa löngum gert lítið úr þjóðarsáttinni þrátt fyrir að öflugur hópur innan flokksins hafi átt þátt í henni. ístæðan er líklega sú að á þessum tíma sat ríkisstjórn vinstri- og miðjuflokka undir forystu Framsóknarflokksins. Þannig studdi Sjálfstæðisflokkurinn ekki bráðabirgðalög sem sett voru á launahækkanir til félagsmanna BHMR. Svo fór að félagar þar fengu á endanum sömu launahækkanir og aðrir en vildu meira. Hefðu þessi lög ekki verið sett hefði þjóðarsáttin farið fyrir lítið.
Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að Steingrímur á í fyllingu tímans eftir að fá það hrós sem hann á skilið fyrir þjóðarsáttina 1990. Það verður samt varla fyrr en eftir mörg ár þegar hægt verður að líta sanngjörnum augum á feril hans.
Ég held líka að hann eigi eftir að fá síðbúið hrós fyrir stefnu sína í umhverfismálum sem þótti framsækin á sínum tíma. Hann barði það nánast í gegn að hér yrði stofnað umhverfisráðuneyti sem áður hafði verið skúffa í Félagsmálaráðuneytinu. Hann talaði fyrir alþjóðasamningum um loftlagsmál þegar áhuginn á þeim málaflokki var lítill, fékk Bandaríkjamenn til að hugsa sig tvisvar um hvaða úrgangi þeir hentu í hafið og hefur unnið ötullega að landgræðslu hér heima.Â
Maður fólksins
í dag er áttræður Steingrímur Hermannsson fv. forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Steingrímur er einhver merkasti stjórnmálamaður 20. aldar á íslandi að mínu mati. Hann er alinn upp í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og kynntist því ungur í gegn um föður sinn hvernig starfi stjórnmálamanns var háttað. Sjálfur ætlaði hann ekki að feta þá leið en 34 ára var hann kjörinn formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og gegndi því embætti í tvö ár. Hann er sá eini sem ég veit til að hafi fengið undanþágu til þess að vera formlega ungur framsóknarmaður til 36 ára aldurs.
Steingrímur tók við formennsku í Framsóknarflokknum árið 1979 eftir erfiðar kosningar en leiðir flokkinn til mikilla sigra. Hann naut ávalt mikillar hylli hvort tveggja á meðal samherja og andstæðinga enda hefur hann haft það orðspor á sér að vera maður sátta og samvinnu. Alþýðleg framkoma hans gerði hann að manni fólksins.
Ég var ekki nema10 ára þegar Steingrímur lætur af formennsku í flokknum og Halldór ísgrímsson tók við. Á þessum 10 árum hafði Steingrímur þó heilmikil áhrif á minn stjórnmálaáhuga í gegn um foreldra mína en ekki síst ömmu mína á Bjargi. Hún var ein af þeim sem ávalt hélt mikið upp á Steingrím og var t.d. grænn álfur sem hékk upp á vegg í íbúðinni hennar nefndur Denni í höfuðið á honum. Ég get líka sagt frá því að í viðurkenningarskyni fyrir störf að félagsmálum að loknum 10. bekk fékk ég annað bindið í ævisögu hans. Steingrímur er einmitt maður sem við sem störfum að félagsmálum ættum að líta til og taka til fyrirmyndar.
Ég mæli í framhaldinu með kveðju SUF til Steingríms og málþingi honum til heiðurs seinna í dag.
Dýrasta matvara heims
Vísir slær því upp í gær að dýrasta matvara heims sé seld í Kolaportinu og á það víst að vera hákarl sem seldur er á 25 þúsund krónur kílóið. Þetta eru nokkuð merkilegar fréttir en varla liggur mikil rannsóknarvinna að baki fréttinni. Ég get til dæmis bent á að þegar ég var að vinna í Kaupfélaginu heima í Borgarnesi (sem er alveg ótengt skóbúðinni í Reykjavík) var dýrasta matvaran saffran sem selt var á 250 þúsund krónur kílóið eða um 10 sinnum dýrara verði en hákarlinn.
Mál málanna í 102 liðum
ílyktanir síðustu helgar eru mál málanna og má finna hér. Eins og áður hefur komið fram þá er um verulega flottan pakka að ræða í 102 liðum. Ég treysti því að allt ágætis fólk kíki á hvað þar er að finna. Lítið mál er að prenta pakkann út og taka með í bústaðinn, grillveisluna, golfvöllinn eða til að grípa í þegar óvænta gesti ber að garði.
KR-ingur á EM
Hrafnkell Kristjánsson og Guðmundur Torfason lýstu leik Portúgala og Tékka á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í dag. ísamt því að lýsa því sem fram fór á inni á vellinum gerðu þeir skilmerkilega grein fyrir störfum fjórða dómarans* sem er frekar óvenjulegt. Þeir hafa sjálfsagt búist við því að íslendingar fylltust þjóðarstolti þegar Portúgalinn Moutinho fór af velli og Meira kom inn á. Þar sást þessi fjórði dómari halda á skiltinu þar sem númerin á leikmönnunum komu fram. Hrafnkell sagði allavega þessa frábæru setningu með íþróttafréttamannlegri röddu þannig að um mikið afrek virtist vera að ræða: „þetta er örugglega gert hjá Kristni Jakobssyni“. Jú, vissulega örugglega gert en maðurinn hélt nú bara á einu laufléttu skilti og ekki miklir möguleikar á að klúðra því.
*Fyrir þá sem ekki vita þá er fjórði dómarinn fyrir utan völlinn og sér um eftirlit þar, hefur umsjón með skiptingum o.fl.
Nýr formaður, loftlestir og kynskiptingar
Sambandsþingið um helgina tókst með afburðum vel. Þannig var Bryndís Gunnlaugsdóttir úr Grindavík kjörin 28. formaður SUF og er hún virkilega vel að því komin. Hún er hún þriðja konan til þess að gegna embættinu í 70 ára sögu sambandsins. Sú fyrsta var Siv Friðleifsdóttir sem gengdi embættinu 1990-1992 en Dagný Jónsdóttir var síðan formaður 2002-2003.
Við fórum ágætlega yfir árangur síðustu 70 ára á Skeiðum. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður frá Brekku í Mjóafirði var heiðursgestur en hann var ritari á stofnþinginu á Laugarvatni og er eini núlifandi stofnfélaginn. Auk hans mættu auðvitað fjölmargir fyrrverandi þungavigtarmenn á þingið en Vilhjálmur átti sviðið. Hann er ótrúlega hress miðað við háan aldur.
Málefnastarfið var eftir sem áður mikilvægasti hluti þingsins enda vorum við ungt framsóknarfólk að móta stefnu okkar til næstu ára. Óhætt er að segja að langt sé síðan jafn ítarlegur málefnapakki var samþykktur á SUF þingi. Meðal þeirra mála sem við ályktuðum um voru réttindi kynskiptinga, loftlestir, bætt kjör umönnunarstétta, uppstokkun á styrkjakerfi í landbúnaði, aðildviðræður að Evrópusambandinu og jafnrétti til náms.
Sjálfur fékk ég kosningu í stjórn SUF. Þar sem ég veit að einn og einn Mýramaður eða Borgfirðingur á það til að ráfa hingað inn þá er upplagt að segja frá því að við erum tveir þaðan í nýrri stjórn þar sem Heiðar Lind náði einnig kjöri. Ég get ekki annað en verið ánægður með hvernig til tókst með myndun nýrrar stjórnar og varastjórnar þar sem kynjahlutföllin eru jöfn sem og skiptingin milli kjördæma.
Loks má geta þess að í sigurræðu sinni uppljóstraði Bryndís líklega einhverju verst geymda leyndarmáli innan Framsóknarflokksins síðustu daga. Nefnilega að hún hyggðist gera það að tillögu sinni á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að sá sem þetta skrifar verði varaformaður hennar. Það eru því spennandi tímar framundan.
Stuðningsyfirlýsingar
í mogun byrja tvö partý. Nokkrir bestu karlkyns knattspyrnumenn Evrópu hittast í Sviss og Austurríki þar sem þeir spila nokkra leiki. Ég fæ ekki að vera á staðnum en tek þátt í veislunni með því að flýta mér heim úr vinnunni næstu vikurnar til þess að horfa á sjónvarpið. Sem betur fer er líka sjónvarp á hlaupabrettinu í ræktinni þannig að kannski fæ ég einhverja hreyfingu út úr þessu öllu saman. Ég lýsi yfir stuðningi við pólska liðið á þessu móti. Mig grunar að þeir verði það lið sem á eftir að koma hvað mest á óvart.
Hitt partýið er á Hótel Heklu. Þar hefst 70 ára afmælisveisla SUF sem stendur yfir þetta árið. Þar komum við ungt framsóknarfólk líka til með að velja okkur nýjan formann. Þegar kemur að því þurfum við sem það gerum að taka framtíð Framsóknarflokksins fram yfir aðra hagsmuni. í ræðu og riti síðasta árið hef ég oft tjáð mig um það mikilvæga hlutverk sem ungt fólk framsóknarfólk gegnir í endurreisn flokksins á næstu árum. Bryndís Gunnlaugsdóttir hefur skýra sýn á framtíðina og treysti ég henni best til þess að leiða uppbygginguna næstu tvö árin. Hún er stefnufastur og dugmikil leiðtogi sem hefur gífurlega hæfileika til að draga að sér öfluga einstaklinga til starfa.
Bloggkynjahlutföllin mín
í kjölfar umræðu um að karlkyns bloggarar virðast vera vinsælli í BloggGáttinni en kvenkyns ákvað ég að skoða hvernig málum væri háttað hjá mér. í ljós kemur að kynjahlutföllinn í BloggGáttinni minni hér til hliðar eru nánast jöfn eða 32 kvenkyns bloggarar á móti 30 karlkyns. Þegar ég skoða færslurnar síðustu daga get ég ekki annað en komist að sömu niðurstöðu og Óli. Strákar virðast blogga oftar en stelpur og eru þar af leiðandi meira áberandi meðal notenda BloggGáttarinnar.