Helga Jóna bjargar mér frá því að læra og bendir á netpróf sem segir að ég sé menningarnjörður. Veit ekki hvort mig langi mest til Amsterdam af öllum stöðum, en væri samt alveg til í að fara til New York og Beirút. Mig langar samt eiginlega meira til Alaska og Darien gap þó staðirnir lendi …
Monthly Archives: febrúar 2007
Áheilanum
Ræður Steingríms J. Sigfússonar eru orðnar nokkuð fyrirsjáanlegar. í ræðu sinni á Landsfundi VG um helgina minntist hann 10 sinnum á stjórnarandstöðuna, aldrei nefnir hann þó flokkana þar á nafn. 12 sinnum minnist hann á Sjálfstæðisflokkinn eða íhaldið. Flokkurinn sem átti hug hans allan þegar hann samdi ræðuna var þó Framsókn. Alls nefnir hann flokkinn …
Andar að þér flóru landsins
Syngur Ný dönsk. í kjölfar aðgerða íslenska bóndans anda erlendir klámkóngar og drotningar ekki að sér flóru landsins. Ef þeir gera það, verða þeir fullklæddir og ekki saman í hóp. Kyndilberar frelsisins úthrópa þá á torgum sem óvini ríksins sem vilja sem minnst af þessum gestum vita eða vilja ekki sjá þá . Frelsið er …
Nýtt Stúdentaráð
Ég sat líklega í dag minn síðasta Stúdentaráðsfund þar sem ég hef atkvæðisrétt, þó sá fundur hafi ekki staðið lengi. Dagný var kjörinn formaður nýs ráðs sem er ágætt. Af þeim sem komu til greina treysti ég henni best til þess að leiða baráttuna næsta árið. Ég fékk tækifæri til að starfa með henni á …
Gleðidansinn
Samræmd próf í grunnskólum eins og þau eru í dag eru úrelt aðferð til námsmats og ber að leita nýrra leiða til að meta getu nemenda. Grunnskólar eiga að stefna að einstaklingsmiðaðra námi en prófin falla ekki að því markmiði enda er hætta á því að skólarnir verði steyptir í sama mót. Fréttastofa íštvarpsins sagði …
í rusli
Ég fer í klippingu í næstu viku. Vilji einhver kaupa mína gyltu hárlokka þá kem ég til með að sjá um söluna sjálfur en læt ekki rakarann græða á hárinu sem ég hef sjálfur lagt mikla vinnu við að rækta. Tilboð óskast. Nei, hættið nú alveg. ífengissjúk, fyrrverandi söngkona á barmi taugaáfalls rakar af sér …
Hef of mikið að gera
í stað þess að vinna eitthvað í þessum þremur ritgerðum sem ég þarf að skila í vor skrifa ég tilgangslausa færslu inn á bloggið mitt þar sem ég kvarta undan því að ég hafi of mikið að gera.
Karlabolti
Hvað eiga Gabon, Líbýa, Bahrain, Kongó, Haítí, Eþíópía og ísland sameiginlegt? Rétt svar er að þessar þjóðir eru allar á svipuðum slóðum á styrkleikalista FIFA í knattspyrnu karla. Samkvæmt listanum sem birtist í dag er ísland í 95. sæti. Kvennalandsliðið sem fær mun minni athygli og fjármagn en á engu að síður miklu meiri möguleika …
Meira af kvosinni
Þessi skrif Kiddu eru þörf lesning fyrir áhugamenn um VG og ílafosskvosina. Sérstaklega dreg ég út eftirfarandi kafla: Hann [Karl Tómasson, oddviti VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar] taldi það meðal annars fram sem rök að ef öll framkvæmdin yrði sett í umhverfismat eins og stungið var upp á yrði það töf og mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið. …
Að kanna hug
Glöggir aðdáendur mínir hafa kannski tekið eftir að ég skipa 17. sæti á lista Framsóknarflokksins til Alþingis í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær kemst ég ekki inn á þingi. Ég er byrjaður að leita skýringa á því. Auðvitað er úrtakið allt of lítið en annars dettur mér í hug að þingmenn kjördæmisins séu of …