Þjóðsagan segir að blái liturinn komi frá Rangers og sá vínrauði frá Hearts. Skosku áhrifanna gætir líklega vegna skotanna sem voru í áberandi í félagsstarfinu á seinni hluta 19. aldar. írið 1886 varð Aston Villa fyrsta liðið í Englandi til að eigna sér þessa liti sem West Ham, Burnley og fleiri klúbbar tóku seinna upp. …
Monthly Archives: júlí 2007
í bíó með hjörðinni
Hjarðdýrin hópast nú á Simpsons myndina enda búin að fá nóg af Lúkasi. Ef ég hefði gert meira úr Simpsons verkefninu mínu í Þjóðfræði barna og unglinga hefði ég getað birt það opinberlega á meðan æðið gengur yfir og sinnt þannig hjörðinni. Ég get samt flokkast sem hjarðdýr eftir öðrum leiðum. Ég fór nefnilega á …
Fréttir af mótmælum
Stelpan í næsta húsi ætlar að prumpa á bróður sinn ef hann hættir ekki að tuffa á hana.
Götugón
Ég veit ekki hvort það sé skynsamlegra en það er allavega skemmtilegra að lesa gömul dagblöð í gúrkutíðinni. Þetta er úr Mogganum 25. apríl 1915. Mogginn er samur við sig 92 árum síðar og á það til að benda almúganum á hvað sé rétt og rangt. Götugónið er hins vegar að mestu horfið af götum Reykjavíkur. …
Danskir safnadómar
Loksins koma safnadómarnir sem einhverjir hafa beðið spenntir eftir. Þeir dönsku eru aðeins lengri en þeir sænsku. Den Gamle Bye Ekki langt frá miðborg írósa er útisafn, eins konar írbæjarsafn borgarinnar. Safnið hefur umhverfið til að byggja á, þ.e. gömlu húsin en þyrfti helst að ganga skrefinu lengra til þess að ná betur til tilfinningalegrar …
Töfralausnin er plastpoki
Ég vissi að ég hefði gleymt einhverju í gær. Sko… Paronoja stjórnvalda tekur á sig ýmsar myndir. Verst er hún kannski og mest áberandi á síðustu árum í öryggiseftirliti á flugvöllum. Ég var stoppaður í öryggishliðinu á Kastrup á mánudagskvöldið með hættulega vökva í handfarangri, þ.e. sólarvörn og rollon. Sólarvörnin var tekin af mér en rollonið var …
Ferðin í punktaformi
Ég flaug til Köben 30. júní Ég skoðaði Kristaníu og Vor Frelsers Kirkju með Óla og Eygló Ég tók lest til írósa með Óla Við lentum í strætóveseni við að komast á vistina eftir að hafa fengið vitlausar leiðbeiningar Ég gisti á Sansestormene við Þriggjatommuveg sem er ágætis heimavist Ég gekk í skólann á hverjum …
Tröllatrú íslendinga
í gær var víst sýndur einhver sjónvarpsþáttur þar sem fram kom að 90% íslendinga tryðu á álfa. Leiðinlegt að tröllatrúin virðist ekki vera í jafn mikilli sókn og álfatrúin. Skýringin er líklega sú að þeir eru álitnir eitthvað skrýtnir sem halda því fram að inn í klettum og fjöllum búi tröll. Eins og „90% íslendinga“ …
Blautar einingar
Ég er kominn heim eftir námskeið í írósum með 5 einingar í farteskinu. Það var merkilega gott að komast burtu frá tölvupósti, bloggi, fréttum og öðru daglegu áreiti í hálfan mánuð. Ég hafði hugsað mér að minnast eitthvað á veðrið þar sem það rigndi eitthvað, næstum upp á hvern einasta dag á meðan dvölinni stóð. …