Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2007

Breytingar

Þjóðsagan segir að blái liturinn komi frá Rangers og sá ví­nrauði frá Hearts. Skosku áhrifanna gætir lí­klega vegna skotanna sem voru í­ áberandi í­ félagsstarfinu á seinni hluta 19. aldar. írið 1886 varð Aston Villa fyrsta liðið í­ Englandi til að eigna sér þessa liti sem West Ham, Burnley og fleiri klúbbar tóku seinna upp. Litirnir verða áfram í­ nýjum Nike búning sem er mun skárri en Hummel búningar sí­ðustu ára.

Derby, Middlesbrough og Aston Villa ákváðu í­ vor að skipta út merkjunum sí­num. Breytingin er lí­klega mest hjá Villa, rendurnar eru farnar en eftir stendur gult ljónið á bláum grunni. Nafnið er horfið úr merkinu. í staðin er skamstöfunin AVFC. FC á að undirstrika að félagið er fyrst og fremst knattspyrnufélag. Stjarnan á að tákna glæsta fortí­ð, ekki sí­st Evrópubikarinn 1982. Merkið er lí­kara því­ sem það var 1957 þegar félagið varð enskur bikarmeistari. Ég er nokkuð sáttur með breytingununa þó ég hefði viljað hafa „Aston Villa“ í­ staðin fyrir „AVFC“.

Sum félög virðast skipta oftar um merki en önnur. Hér að neðan eru nokkur af sí­ðustu merkjum Villa. Lengst til vinstri er merkið frá 1982 þegar liðið varð Evrópumeistari meistaraliða. Hægra megin við það er merkið sem var í­ notkun til ársins 2000. írið 2000 var tekið upp þriðja merkið sem var í­ notkun þangað til í­ maí­ á þessu ári. Nýja merkið er lengst til hægri. En merkið skiptir svo sem ekki öllu máli. Mestu máli skiptir að liðinu gangi vel.

avfc_400.jpg

í bí­ó með hjörðinni

Hjarðdýrin hópast nú á Simpsons myndina enda búin að fá nóg af Lúkasi. Ef ég hefði gert meira úr Simpsons verkefninu mí­nu í­ Þjóðfræði barna og unglinga hefði ég getað birt það opinberlega á meðan æðið gengur yfir og sinnt þannig hjörðinni. Ég get samt flokkast sem hjarðdýr eftir öðrum leiðum. Ég fór nefnilega á myndina í­ gær. Það var reyndar ekki vegna þess að ég varð að sjá hana á undan öllum öðrum heldur vegna þess að mér var boðið á hana. Kannski vegna þess að ég er ekki maní­skur aðdáandi leið mér eins og hálfvita fyrir utan bí­ósalinn enda var ég ekki með Simspons grí­mu, Simpsons húfu eða í­ Simpsons bol. Ég á ekki einu sinni Simpsons sokka. Áleiðinni út leið mér enn verr þegar ég áttaði mig á því­ að ég var örugglega einn af fáum í­ salnum sem fannst myndin ekki vera mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar. Hún var samt alls ekki slæm. Ég er til dæmis með þetta atriði á heilanum.

Götugón

Ég veit ekki hvort það sé skynsamlegra en það er allavega skemmtilegra að lesa gömul dagblöð í­ gúrkutí­ðinni. Þetta er úr Mogganum 25. aprí­l 1915. Mogginn er samur við sig 92 árum sí­ðar og á það til að benda almúganum á hvað sé rétt og rangt. Götugónið er hins vegar að mestu horfið af götum Reykjaví­kur. í dag skoðar almúginn myndir af fræga fólkinu og veislustússi þess í­ blöðum eins og Mogganum.

í gær var mannfjöldi mikill staddur á Austurstræti fyrir utan Hótel Reykjaví­k. Héldum vér fyrst að einhverjum hefði lent saman þarna á götunni, en þá minntumst vér þess að veisla skyldi standa í­ hótelinu. Og auðvitað þurfti fjöldi manna að hí­ma á götunni til að sjá boðsgestina. Mikil er forvitnin í­ henni Reykjaví­k! En þess ættu þeir bæjarbúar að minnast sem er annt um að góður bragur sé á bænum, að svona götugón setur fremur þorpssní­ð á höfuðborgina.

Danskir safnadómar

Loksins koma safnadómarnir sem einhverjir hafa beðið spenntir eftir. Þeir dönsku eru aðeins lengri en þeir sænsku.

Den Gamle Bye
Ekki langt frá miðborg írósa er útisafn, eins konar írbæjarsafn borgarinnar. Safnið hefur umhverfið til að byggja á, þ.e. gömlu húsin en þyrfti helst að ganga skrefinu lengra til þess að ná betur til tilfinningalegrar upplifunar gestsins. Ásafninu mætti vera meira um að vera, meira um sýningar á þjóðháttum o.s.frv. Skemmtilegt var að gestum stóð til boða að draga sig á bát yfir tilbúið sí­ki. Ég lét fara í­ taugarnar á mér sýningu í­ húsi frá 16. öld, þar var í­ einu herberginu uppstilling frá 1600 en í­ því­ næsta frá 1650. Heppilegra hefði verið að mí­nu mati að hafa samræmi í­ uppsetningunni. Upplýsingar á textaspjöldum utan á húsunum mættu vera greinilegri. Innfæddu dönsku skólafélagarnir mí­nir sögðu að skemmtilegast væri að heimsækja safnið í­ sjókomu í­ desember og upplifa jólastemminguna. Augljóslega náði ég ekki að prófa það núna.

í hnotskurn: Með því­ að ganga skrefinu lengra væri hægt að gera ágætt safn betra. Þess virði að athuga hvernig stemmingin er þar í­ desember.

Moesgí¥rd safnið
Rétt við sumarbústað Margrétar Þórhildar er fornleifafræðideild írósaháskóla, sem og safn sem sýnir fornleifar frá svæðinu í­ kring um írósa. Þar má m.a. finna einn þekktasta safngrip Dana, Grobullemanninn (eða þá fyrir vopnin sem voru notuð sem fyrirmynd fyrir Gladiator myndina). Safnið gerir tí­mabilinu fram að ví­kingaöld mjög góð skil. Það er kominn tí­mi til að lappa aðeins upp á rýmið sem ví­kingaöldin fær. Ví­kingaöldin lendir hins vegar á gráu svæði þar sem forsögulegu fornleifafræðingarnir og fornleifafræðingarnir sem fást við sögulegan tí­ma deila um hjá hvorri stéttinni öldin á heima. Moesgí¥rd er forsögulegt safn. Sérstaklega finnst mér vel gert við áðurnefndan Grobullemann. Það er erfitt að sýna lí­k og við það vakna margar siðferðilegar spurningar. Allt í­ sambandi við hann er gert með virðingu og mjög í­tarlegar upplýsingar eru gefnar um hann. Helst má setja út á safnið að blandað er saman leikmunum og fornminjum.

í hnotskurn: Að mörgu leyti góð sýning sem hægt er að mæla með. Besta safnið sem ég skoðaði í­ írósum.

The Viking Museum
í kjallara Nordea bankans við Klemenstorg í­ írósum er frekar léleg sýning á fornleifum sem fundust í­ uppgreftri í­ miðborginni fyrir nokkrum áratugum. Sýningin heyrir undir Moesgí¥rd safnið en er að engu leyti sambærileg að gæðum við aðrar sýningar safnsins sem ég skoðaði. Textinn er frekar auðlesanlegur, bæði á ensku og dönsku. Ásýningunni er hins vegar heldur lí­tið gert úr fornleifafundinum sjálfum. Þá meina ég að fornleifarnar eru á staðnum en eru sýndar á einstaklega óspennandi hátt. Mun meira er gert úr eftirlí­kingu af ví­kingaaldarhúsi og hver jarðhæðin var í­ gamla þorpinu. Lí­tið eftirlit virðist vera með sýningunni þar sem búið var að krota á eitt textaspjaldið. Svoleiðis á auðvitað að þrí­fa strax eða fela.

í hnotskurn: íhugavert efni, óáhugaverð sýning.

Þjóðminjasafnið í­ Kaupmannahöfn
Ég skoðaði tvær sýningar á Þjóðminjasafninu í­ Kaupmannahöfn sem eru eiginlega eins og svart og hví­tt. Áfyrri sýningunni var saga Danmerkur sýnd fram að 16oo og frá 1600 á seinni sýningunni. Áfyrri sýningunni sem þyrfti helst að taka í­ gegn fljótlega er mikið um smátt letur og stundum ógreinilegt þar hví­tur texti er lí­mdur á gler. Sýningin hálfgerð geymslu sýning þar sem mjög mikið er af svipuðum gripum til sýnis. Að ósekju mætti grisja smá til á sýningunni. íður en það verður gert ættu þeir sem hafa áhuga á innsiglum og kirkjumunum að skoða sýninguna. Fyrir þá er sýningin örugglega draumur í­ dós. Fyrir okkur hin er seinni sýningin mun áhugaverðari.

Áseinni sýningunni er dægurmenningu gerð mjög góð skil. Meðal annars hefur verið settur upp verslunargluggi á 20. aldar svæðinu sem á að sýna útsölu á 10. áratug sí­ðustu aldar. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að í­ glugganum er mikið magn af sömu vörutegundinni. Mér var bent á það þar sem ég tók ekki eftir því­ sjálfur að slí­kt gerist venjulega ekki á útsölum. Það má lí­ka gagnrýna höfunda sýningarinnar fyrir að gleyma árunum 1939-1944. Ekkert virðist hafa gerst merkilegt í­ Danmörku á þeim tí­ma sé farið eftir safninu. Textinn er skýrari á seinni sýningunni en þar er einnig gert meira úr tilfinningalegri upplifun gestsins. Ásafninu er sáralí­tið sagt frá nýlendum Dana, íslendingar fá þó sinn bás þar sem til sýnis er hnakkur, skautbúningur o.fl. Þá eru fleiri gripir frá íslandi, s.s. veggteppi og kirkjugripir.

í hnotskurn: Fyrri sýningin er barn sí­ns tí­ma en grunnur fyrir þá seinni sem tví­mælalaust er hægt að mæla með.

Louis Tussaud’s Vax Museum
Það er full dýrt inn á vaxmyndasafnið. Mig minnir að það kosti 80 DKK án þess að ég þori að fullyrða um það. Við bætast 10 DKK aukalega fyrir myndatökuleyfi. Við vorum 40-50 mí­n að ganga hringinn á safninu sem er skemmtilegur rúntur fyrir þá sem þekkja til safngripanna.

í hnotskurn: ígætis en full dýr afþreying, mæli þó með myndatökuleyfinu.

Töfralausnin er plastpoki

Ég vissi að ég hefði gleymt einhverju í­ gær.

Sko… Paronoja stjórnvalda tekur á sig ýmsar myndir. Verst er hún kannski og mest áberandi á sí­ðustu árumÂ í­ öryggiseftirliti á flugvöllum. Ég var stoppaður í­ öryggishliðinu á Kastrup á mánudagskvöldið með hættulega vökva í­ handfarangri, þ.e. sólarvörn og rollon. Sólarvörnin var tekin af mér en rollonið var sett í­ plastpoka. í–ryggisvörðurinn benti mér á að næst yrði rollonið tekið af mér. Ég hugsa samt að ég gæti fundið fleiri leiðir til að nota rollonið ef ég væri flugræningi. Ég hugsa lí­ka að ef ég væri flugræningi gæti ég opnað plastpokann. Hvernig ætli þeir hefðu annars pakkað hní­fnum í­ Georg Jensen búðinni ef ég hefði keypt mér svoleiðis áður en ég fór í­ flugið?

Ferðin í­ punktaformi

Ég flaug til Köben 30. júní­
Ég skoðaði Kristaní­u og Vor Frelsers Kirkju með Óla og Eygló
Ég tók lest til írósa með Óla
Við lentum í­ strætóveseni við að komast á vistina eftir að hafa fengið vitlausar leiðbeiningar
Ég gisti á Sansestormene við Þriggjatommuveg sem er ágætis heimavist
Ég gekk í­ skólann á hverjum degi í­ c.a. 30 mí­n
Ég las c.a. 1000 bls. af sögum
Það birtist mynd af hnakkanum mí­num í­ Jyllands Posten
Ég kynntist nemendum frá Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sví­þjóð, Þýskalandi, íslandi og Bandarí­kjunum
Ég hafði mjög gaman af því­ að fylgjast með tesiðum Bretanna
Ég komst að því­ að riddarasögur höfða lí­tið til mí­n
Ég komst þó að því­ að í­slenskar riddarasögur eru mikið skárri en franskar
Ég söng eitthvað smá, m.a. Vem kan segla förutan vind á hollensku
Ég spilaði Munchkin Cthulhu í­ fyrsta skipti og lí­kaði ágætlega
Ég lét Óla að mestu um að elda en borðaði matinn með bestu lyst enda er hann fí­nn kokkur
Ég sykraði þó kartöflustöppuna
Ég pirraði mig reglulega á dönskum reykingamönnum
Ég skoðaði Den Gamle By, Moesgí¥rd og ví­kingasýningu í­ írósum
Ég reyndi að hvolfa bátnum okkar Óla og Eyglóar á Den Gamle By
Ég sá Graubulle manninn
Ég fékk áhuga á að kynna mér ostahlaup betur og reyna innleiða þá í­þróttagrein á íslandi
Ég glí­mdi við Óla
Ég stofanði Facebook sí­ðu og mæli með að fleiri geri slí­kt hið sama
Ég horfði á Return of the King kvöldið fyrir próf í­ stað þess að lesa meira
Ég hitti Marie aftur sem er lí­klega farin núna til Mongólí­u í­ fornleifauppgröft
Ég ferðaðist á fyrsta farrými með lest frá írósum til Köben ásamt Óla
Við Óli skoðuðum Vaxmyndasafn Louis Tussaud’s og Þjóðminjasafnið í­ Köben
Við fórum lí­ka í­ dýragarðinn, Rundetí¥rn og nördabúðir
Ég flaug heim á fyrsta farrými þar sem ekkert var laust á almennu rými
Ég kom heim rétt eftir miðnætti þann 17. júlí­

Ég gleymi örugglega einhverju, en ef einhver vill meira eða í­tarlegri lýsingar á atburðum sí­ðustu vikna þá bendi ég á ferðasöguna hans Óla. Nafnið mitt kemur af einhverjum ástæðum nokkrum sinnum fyrir þar.

Tröllatrú íslendinga

í gær var ví­st sýndur einhver sjónvarpsþáttur þar sem fram kom að 90% íslendinga tryðu á álfa. Leiðinlegt að tröllatrúin virðist ekki vera í­ jafn mikilli sókn og álfatrúin. Skýringin er lí­klega sú að þeir eru álitnir eitthvað skrýtnir sem halda því­ fram að inn í­ klettum og fjöllum búi tröll. Eins og „90% íslendinga“ veit býr þar bara smáfólk. 

Blautar einingar

Ég er kominn heim eftir námskeið í­ írósum með 5 einingar í­ farteskinu. Það var merkilega gott að komast burtu frá tölvupósti, bloggi, fréttum og öðru daglegu áreiti í­ hálfan mánuð. Ég hafði hugsað mér að minnast eitthvað á veðrið þar sem það rigndi eitthvað, næstum upp á hvern einasta dag á meðan dvölinni stóð. Rigningin truflaði mig þó lí­tið, varð kannski frekar til þess að meiri tí­mi fór í­ lestur en ella. Ég hætti hins vegar við að tala um rigninguna eftir að hafa skoðað myndirnar sem Maggi tók á Hróarskeldu. Þar var aðeins meiri bleyta. Hann setur þær vonandi fljótlega inn á netið þannig að fleiri geti notið.