Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2008

Styttist í­ sláturtí­ð?

Það tóku greinilega fleiri eftir ummælum byggðamálaráðherra í­ gær um hyrndu lömbin. Sagði hann eitthvað á þá leið að stjórnarflokkarnir nudduðu stundum samman hornum eins og frí­skleg lömb að vori. Ég hélt satt best að segja að allir vissu að lömb fæðast ekki með horn. Kannski mismælti ráðherrann sig og meinti að stjórnarflokkarnir nudduðu saman hornum eins og frí­skleg lömb hausti til, þ.e. rétt fyrir slátrun.

Hleranir

Þar sem faðir minn stóð lengi framarlega í­ verkalýðsbaráttunni var oft gestkvæmt á heimili foreldra minna af körlum og konum sem ég þekkti best úr sjónvarpinu. Einn þeirra sem leit stundum við var Guðmundur Jaki. Það var alltaf mjög gaman er hann Elí­n kona hans komu í­ heimsókn. Eitt sinn er hann sat í­ eldhúsinu heima í­ Fálkaklettinum bárust hleranir í­ tal og taldi Guðmundur sí­mann hjá sér hafa verið hleraðan. Þannig var að í­ einni samningalotunni í­ Karphúsinu er ræðu hans svarað þannig að hann eigi ekki að taka mark á vitleysunni sem kemur frá og svo nafngreinir hann mann. Þó ég telji mig muna nafnið á manninum þori ég ekki að ábyrgjast að það sé rétt hjá mér og sleppi ég því­ að nafngreina viðmælandann. Guðmundur staðhæfði að þær upplýsingar sem hann nefndi hefðu aðeins komið fram í­ samtali þeirra tveggja og hvorugur hefði sagt frá því­ sem á milli þeirra fór.

Hleranir á tí­mum kalda strí­ðsins snertu fleiri en eigendur þeirra sí­ma sem hleraðir voru og eru grafalvarlegt mál sem taka þarf fastari tökum en gert hefur verið. Mig grunar þó að það verði ekki á meðan bullandi vanhæfur dómsmálaráðherra situr í­ embætti.

12 dagar í­ Sambandsþing

Nú er ljóst að nokkur endurnýjun mun eiga sér stað í­ forystu Sambands ungra framsóknarmanna á Sambandsþingi eftir tæpar tvær vikur. Nokkrir af þeim sem mest áberandi hafa verið í­ starfinu sí­ðustu ár hafa gefið það út að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í­ þau embætti sem þeir gegna í­ dag. Sjálfsagt bí­ða flestir eftir því­ að sjá hver mun taka við formennskunni af Jakobi Hrafnssyni. Viðkomandi mun verða 26. formaður SUF og bætast í­ góðan hóp þeirra sem gegnt hafa embættinu. Þannig hafa til dæmis sex af sí­ðustu tólf formönnum SUF setið á Alþingi. Þegar þetta er skrifað hafa Bryndí­s Gunnlaugsdóttir og Einar Karl Birgisson gefið kost á sér til starfa.

SUF eru ein stærstu samtök ungs fólks á íslandi og fylgir því­ mikil ábyrgð að taka að sér forystustarf í­ svo stórum samtökum. Ég hef tilkynnt það til kjörnefndar að ég sé tilbúinn að taka að mér eitt af forystuhlutverkunum næstu tvö árin. Ég hef sýnt það með störfum mí­num sí­ðustu ár að áhuginn á að efla starfsemi SUF til muna er til staðar. Þá tel ég mig hafa næga reynslu til forystustarfa eftir að hafa gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í­ næstum áratug. Næstu tvö árin skipta gí­furlega miklu máli fyrir Framsóknarflokkinn og er nauðsynlegt fyrir SUF að leggjast í­ mikla uppbyggingarvinnu á þessum tí­ma. Sí­ðustu 70 árin hefur SUF verið vettvangur framkvæmdaglaðs ungs fólks sem ávalt hefur verið reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið. Ég er ekki í­ nokkrum vafa um að svo verði áfram næstu 70 árin.

Maðurinn sem sagði nei við Miles Davis

Wayne Shorter afþakkaði boð Miles Davis um að ganga í­ bandið hans á sí­num tí­ma. Hann hafði sótt um að gerast þar saxófónleikari en fékk heldur óblí­ðar móttökur. Shorter sýndi á öðrum vettvangi að hann átti fullt erindi í­ bandið. Þegar Davis hafði heyrt hvað bjó í­ drengnum og boðið honum að ganga til liðs við sig sagði Shorter nei, hann væri bundinn öðrum. írið 1964 sameinuðust þeir reyndar og upphófst fyrir alvöru ferill Shortners sem einhvers besta djasstónlistarmanns sögunnar. Ég sá ekki Eurovision í­ gær og því­ ekki viðræðuhæfur um mál málanna í­ dag fyrr en ég sá brot úr keppninni endursýnt á RÚV. Þess í­ stað fór ég á magnaða tónleika Wayne Shorter kvartettsins í­ Háskólabí­ó.

í tónleikaskránni skrifar Pétur Grétarsson skemmtilegan pistil um Shorter og kemur m.a. inn á rök sem notuð hafa verið í­ umræðunni um verndun og menningararf:

Það samfélag listamanna sem býður upp á óvissuferðina um tónlist Waynes Shorters hefur þróað sinn frásagnarstí­l í­ sex ár. Hér fela menn sig ekki á bak við hlutverk eða hljóðfæri. Milliliðunum hefur verið útrýmt. Jazzinn er ekki safngripur. Framtí­ð hans felst í­ einhverju allt öðru en að standa um hann vörð. Hvert ætli verði farið með okkur?

Ég bí­ð nú spenntur eftir að sjá næsta eldri borgara á sviði því­ tónlistarmaðurinn sem ég sé á morgun varð 67 ára í­ gær. Verði tónleikarnir jafn góðir og þeir sem ég sá í­ gær verð ég alsæll það sem eftir lifir vikunnar.

Geir og Ingibjörg árið 1992

Sunnudaginn 3. maí­ 1992 birtist meðfylgjandi auglýsing í­ Morgunblaðinu. Þá ræddu Geir og Ingibjörg kosti og galla aðildar að Evrópubandalaginu (nú Evrópusambandinu) fyrir opnum tjöldum. Nú finnst mér sá fyrrnefndi helst vilja sussa á umræðuna um kostina og Ingibjörg sussa á umræðuna um gallana.

geirogingibjorg.jpg

Félag sjálfstæðismanna í­ Langholts- og Lauganeshverfi

ísland í­ Evrópubandalagið???

Félög sjálfstæðismanna í­ Langholts- og Laugarneshverfi boðar til almenns fundar að Holiday Inn miðvikudaginn 6. maí­ kl. 20.30. Fundarefni: ísland og Evrópubandalagið.

Ólafur Daví­ðsson ráðuneytisstjóri gerir grein fyrir áhrifum EB aðildar á í­slensk efnahagsmál og stjórnkerfi. Alþingismennirnir Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir fjalla um kosti og galla EB aðildar. Fyrirspurnir og umræður. Allt sjálfstæðisfólk velkomið, takið með ykkur gesti.

Stjórnirnar

Hvalveiðar

Hvalveiðar koma okkur íslendingum illa svona í­myndarlega séð. Næstu daga kemur erlenda pressan til með að birta fréttir um okkur sem fara illa í­ flesta þá sem þær lesa. Þessi vika hentar okkur sérlega illa. Svona gerir maður bara ekki í­ sömu viku og Eurovison. Það er alveg á hreinu að ef við töpum þá er það rí­kisstjórninni að kenna. Alveg klárt mál eða þannig.

Svona fyrir utan tí­masetninguna þá má lí­ka setja út á þær forsendur sem liggja að baki ákvörðuninni, þ..e að tillit sé tekið til markaðsaðstæðna þegar kvóti er ákveðinn. Mér finnst ráðuneytið eiga að ákveða kvóta út frá stofnstærð til þess að stuðla að sjálfbærum veiðum. Það er sí­ðan veiðimanna að ákveða hversu mörg dýr hentar að veiða út frá markaðsaðstæðum.

Brottfluttur árgangur

Þegar ég var yngri taldi ég árin þar til ég myndi fermast enda trúði ég því­ þá að það yrði einhver stærsti atburður lí­fsins. í minningunni er fermingin ekki stærri en svo að ég hef ekki talið árin frá því­ að ég fermdist. í raun hefði ekki vitað að ég ætti 10 ára fermingarafmæli í­ ár nema vegna þess að Halla minnti okkur bekkjarsystkinin á það. Á þessum 10 árum hefur margt breyst eins og gerist og gengur. Ég áttaði mig samt ekki á því­ fyrr en í­ gær að eftir í­ Borgarnesi eru aðeins búsett þrjú af bekkjarsystkinum mí­num. Tvö af þremur eru lí­klega að flytja þaðan í­ sumar. Af góðum árgangi Borgnesinga verður þá lí­klega aðeins einn búsettur þar í­ haust.

Svei sé Magnúsi

Lærdómur vikunnar er að ganga aldrei í­ Frjálslynda flokkinn. Þegar ganga þarf úr flokknum (sem virðist vera nokkuð algengt meðal þeirra sem komast í­ ábyrgðarstöður) gengur varaformaður flokksins og fylgisveinar hans um með sveðjuna á lofti og vega að þér og þí­num. Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á honum eru t.d. Ólafur F. Magnússon, Karen Jónsdóttir, Baldvin Nilsen, ísta Þorleifsdóttir og Margrét Sverrisdóttir svo einhver nöfn séu nefnd.

Það skal þó tekið fram áður en lengra er haldið að ég sem ég sem Borgnesingur hef alltaf átt erfitt með að botna almennilegaÂ í­ Skagamönnum. Enn verra fyrir mig er þó að skilja Skagamenn sem eru í­ Frjálslynda flokknum. Til dæmis átta ég mig ekki alveg á því­ hvort Magnús Þór geti nú titlað sig varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þó hann sé sjálfur ekki í­ flokknum. Ekki getur hann titlað sig varabæjarfulltrúa F-lista þar sem F-listinn á engan mann í­ bæjarstjórn.

En í­ tilefni af uppátækjum Magnúsar býð ég upp á smá sögukennslu. Þannig var að Morgen Glistrup naut töluverðrar hylli í­ Danmörku eftir að hafa sýnt fram á það í­ dönsku sjónvarpi að hann borgaði ekki tekjuskatt. í kjölfar þess stofnaði hann árið 1972 Fremskridtspartiet eða Framfaraflokkinn. Óhætt er að skilgreina flokkinn frekar langt til hægri á hinum pólití­ska ás. Glistrup vildi afnema tekjuskatt og lækka aðra skatta heilmikið en á móti draga úr útgjöldum rí­kisins. Ein af sparnaðarhugmyndum hans var að leggja niður herinn en kaupa í­ staðin sí­msvara með skilaboðunum „við gefumst upp“ á rússnesku.

Framfaraflokkurinn var um tí­ma annar stærsti flokkurinn á danska þinginu en komst aldrei í­ rí­kisstjórn þar sem aðrir flokkar neituðu að starfa með honum. Svo fór hins vegar að flokkurinn minnkaði og minnkaði þar til hann var orðinn ansi smár árið 1995. Það ár klofnaði flokkurinn eftir innri átök í­ nokkurn tí­ma, m.a. vegna þess að ýmsir flokksmenn sáu leið til þess að stækka flokkinn með því­ að gera út á innflytjendamálin. Klofningshópurinn stofnaði Danske Folkeparti með Piu Kjærsgaard í­ broddi fylkingar. Danske Folkeparti fékk í­ 13,8% í­ þingkosningunum sí­ðasta haust og hefur stækkað jafnt og þétt frá því­ flokkurinn bauð fyrst fram árið 1998. Jafnframt því­ að stækka verður flokkurinn umdeildari enda virðist honum sí­fellt takast að finna ný vandamál tengd innflytjendum.

Danski þjóðarflokkurinn á ýmislegt sameiginlegt með Frjálslynda flokknum í­slenska. Segja má að rót beggja flokka liggi í­ öðrum málaflokki en innflytjendamálum. Danski flokkurinn varð til upp úr flokki sem gerði út á efnahagsmál en sá í­slenski var stofnaður um kvótamál. Þá urðu átök á báðum ví­gstöðvum er ákveðið var að gera út á óttann við innflytjendur. Annar flokkurinn varð til en hinn flokkurinn hélt lí­fi sí­nu. Loks er það sameiginlegt báðum flokkum að þegar maður heldur að ekki sé hægt að ganga lengra í­ að höfða til lægstu kennda kjósenda þá tekst flokksmönnum að finna ný spil til að spila út. Andstaða varaformanns Frjálslynda flokksins gagnvart móttöku á palestí­nskum flóttamönnum er einmitt þannig mál. Svei þér Magnús Þór.

Egils saga á hví­ta tjaldið

Egils saga er frábær saga og hefur mörgum dreymt um að kvikmynda hana, þ.á.m. Quentin Tarantino. Ég hef trú á því­ að hann myndi sýna okkur söguna á annan hátt en við höfum í­myndað okkur hana hingað til. En Egils saga er mí­n uppáhalds saga og fagna ég því­ mjög að Ungverjar hafi nú ákveðið að framleiða mynd upp úr henni. Mér finnst það sem ég hef séð lofa góðu. Meira að segja sýnist mér þeir sem sjá um myndina reyna að notast við landslagið í­ Borgarfirði sem er stór plús. Reyndar átta ég mig ekki alveg á því­ hvort í­ myndinni sé töluð ungverska eða hvort Ungverjarnir séu að reyna að tala í­slensku. Hvort sem er þá skil ég ekki það sem sagt er.