Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2007

2000 kallar (og lí­tið um konur)

Innan Frjálslynda flokksins eru margir aðilar sem halda sig vera heiðarlegustu stjórnmálamenn heimsins. Sé eitthvað hæft í­ fréttum af landsfundi flokksins nú um helgina er ljóst að þessir sömu aðilar ganga með miklar ranghugmyndir um ágæti eigin flokks. Engin kjörskrá, týndir kjörkassar og mútur.

Áfundinum gat fólk gengið inn af götunni, skráð sig í­ flokkinn og kosið. Einhverjir þáðu 2000 kall fyrir að kjósa að sögn fundarmanna. Formaður flokksins kemur sí­ðan fram í­ fjölmiðlum og segir ekkert að því­ að vinir gefi hvor öðrum pening. Hann sleppti að taka það fram að það fylgdi því­ kvöð að þiggja peninginn. Þegar ég gef einhverjum pening gegn því­ að hann kjósi mig eru það mútur. Segjum sem svo að sögur gengju um að Þorgerður Katrí­n eða Guðni ígústsson hefðu boðið fólki greiðslu gegn því­ að það kysi sig væri málið tekið upp við upphaf þingfundar á mánudagsmorgni. Sjáum til hvort einhver tekur málið upp á morgun. Kannski Sigurjón Þórðarson?

Ræða formannsins á föstudaginn er kannski meira fréttaefni en átök um stóla. Þar heldur hann áfram að kynda undir bál fáfræði og fordóma. Hann talar um að innflytjendur geti borið með sér smitsjúkdóma og lækkað laun í­slensks vinnuafls. Þá vill hann kanna hverjir setjist hér að og hvers vegna, menntun þeirra og sakaferla. Nú standa spjótin á Samfylkingu og Vinstri Grænum. Vilja flokkarnir í­ alvöru vinna með flokki sem uppi situr með spilltan formann og færir sig í­ leiðinni sí­fellt lengra út á jaðarinn?

Alþjóðlegur dagur

Dagurinn hófst á norrænu málþingi, mexí­kóskur matur í­ hádeginu, þá japanskt festival, fundur um í­slenskan menningararf, landsleikur í­ handbolta og loks amerí­sk samloka með frönskum kartöflum. Þegar heim var komið ómuðu eurovision lög úr stofunni. Ég er ekki frá því­ að við eigum að senda öll lögin sem ég heyrði í­ kvöld út og geyma þau þar. Vonandi er eitthvað skárra í­ keppninni sem ég hef ekki heyrt.

Nýtt nöldur

Ég er búinn að finna nýjan hlut til að nöldra yfir, þ.e. auðkennislykillinn sem bankinn minn sendi mér í­ dag. Ég var á móti honum sí­ðasta sumar og ætla að leyfa mér að vera á móti honum í­ dag. í–rugglega kemur þetta til með að auka öryggi á netinu fyrir einhverja en fyrir þá sem eru alltaf að týna svona smáhlutum þá er þetta asnalegt tæki. Nú býð ég eftir því­ að Velvakandi fyllist af svipuðu nöldri og flökkusögur um skaðsemi þessa tækis fari af stað.

Listakynning

Háskólalistinn kynnti framboðslista sinn á föstudaginn. Ég skipaði þriðja sætið á listanum í­ fyrra og vegna furðulegs kosningakerfis kemst ég lí­klega inn í­ Stúdentaráð bæti Háskólalistinn við sig manni. Ég bið ykkur sem eru nemendur í­ Hí­ þess vegna að hugsa fallega til mí­n í­ febrúar.

í ár leiðir Christian Rebhan listann, þýskur nemi í­ alþjóðasamskiptum. Háskólalistinn hefur verið leiðandi í­ réttindabaráttu erlendra stúdenta og eina framboðið sem hefur haft erlendan stúdent fyrr ofarlega á lista. í fyrra komu Vaka og Röskva í­ veg fyrir að erlendir nemar fengju sinn fulltrúa í­ alþjóðanefnd. Sannaðist þar enn og aftur að fylkingarnar hugsa fyrst og fremst um sig og sí­na en láta hagsmuni stúdenta ekki alltaf ráða för.

HáEmm

Ég skil ekki hvernig það hefur farið fram hjá fólki að HM í­ handbolta byrji um helgina. Einhver gæti jafnvel verið að fatta það núna þegar þetta blogg er lesið. Til þess að upplýsa þá um gang mála þá er ísland með á HM og í­ riðli með ístralí­u, íškraí­nu og Frakklandi. ífram ísland!

Hagsmunabaráttan

Ummæli Björgvins G. Sigurðssonar um skólagjöld við rí­kisrekna háskóla í­ fréttum RíšV í­ vikunni hafa vakið athygli. Kannski ekki skrýtið þar sem hann er oddviti Samfylkingarinnar í­ Suðurkjördæmi og einn helsti talsmaður hennar í­ menntamálum. Þessi skoðun hans er þó ekki að koma fram núna í­ fyrsta skipti eins og sjá má hér.

Það hefur farið heldur lí­tið fyrir stórmerkri ályktun sem samþykkt var á Stúdentaráðsfundi í­ fyrradag. Þar samþykktu Vaka og Röskva að halda áfram samstarfi sí­nu í­ framtí­ðinni óháð niðurstöðum kosninganna í­ febrúar. Þá var samþykkt ályktun sem við í­ Háskólalistanum lögðum fram um opið bókhald framboðanna. Þær fylkingar sem bjóða fram í­ febrúar eru hvattar til að opna bókhald sitt til þess að koma í­ veg fyrir hagsmunaárekstra og óeðlileg pólití­sk afskipti af hagsmunabaráttu stúdenta.
Það kann að vera að ég fjalli eitthvað um Stúdentaráðskosningar hér á næstunni. Þeir sem hafa óþol gagnvart þeim eru beðnir afsökunar.

Topp 500 í­ sjónmáli

Menntamálaráðherra gerði vel í­ fyrradag þegar hún skrifaði undir samning við Háskóla íslands sem gerir honum kleift að stór auka rannsóknir og bæta kennslu. Samningurinn er forsenda þess að skólinn komist í­ hóp 500 bestu háskóla heims. Leiðinlegri þóttu mér viðbrögð kennara og starfsmanna annarra háskóla sem tjáð sig hafa í­ fjölmiðlum. í stað þess að samfagna með Hí og lí­ta á þau tækifæri sem nú gefast gýs upp öfund sem er engum til góðs.

Háskóli íslands er stærsti háskóli landsins og sá skóli sem mesta möguleika á að komast inn á áðurnefndan topp 500 lista. Nái skólinn því­ markmiði sí­nu mun það koma til með að styrkja aðra háskóla hérlendis með öflugri rannsóknum og betur menntuðum kennurum sem leiðir til betri kennslu o.s.frv.

íhugafólki um hagsmunabaráttu stúdenta bendi ég á þessa færslu fyrrverandi formanns stúdentaráðs. Stórfurðulegt mál.