Mér finnst gaman að þessari samantekt Inga Björns. Með haustinu verða líklega ótal álitsgjafar tilbúnir til þess að benda okkur á mögulega forsetaframbjóðendur. Ég vona að næsti forseti komi ekki úr eldlínu stjórnmálanna eins og sá sem nú situr. Líklegra er að maður eða kona úr skólasamfélaginu eða atvinnulífinu nái að sameina þjóðina að baki embættinu. Þar eru margir aðilar sem koma til greina.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2007
Heimsókn í Veiðisafnið
Stokkseyringar eru að gera góða hluti í menningartengdri þjónustu. Þekktasta stofnunin þeirra er líklega Draugasetrið. Nýlega opnaði í sama húsi ílfa- og tröllasetur. Ég hef komið tvisvar á Draugasetrið og get mælt með því. Ég hef ekki skoðað nýju sýninguna eftir að hún opnaði en sá hana í haust á meðan framkvæmdir stóðu yfir og lofaði hún góðu. í gær skrapp ég austur fyrir fjall og skoðaði m.a. þriðja safn Stokkseyringa, Veiðisafnið.
Veiðisafnið er safn uppstoppaðra dýra og veiðafæra. Dýrin eru flest í eigu hjónanna Páls Reynissonar og Fríðu Magnúsdóttur annars vegar og hins vegar í eigu Náttúrufræðistofnunar íslands. Þar gefur að líta mörg framandi dýr sem ekki sjást öllu jafna á íslenskum náttúruminjasöfnum, s.s. gíraffa, sebrahest, sauðnaut, toucan o.fl. Ég hef til dæmis aldrei séð snæhéra áður.
Þó sýningin sé áhugaverð verð ég samt að setja spurningamerki við framsetningu gripanna, þ.e. hvort hún sé siðferðilega rétt. Dýrin eru ekki sýnd sem náttúruminjar heldur sem bráð. Þau eru skotin til þess að sýna þau á safni. Við hlið þeirra eru ekki upplýsingar um það hvar dýrin má finna í heiminum, á hverju þau lifa o.s.frv., heldur hvar og hvernig þau voru skotin. Ég geri mér vissulega grein fyrir því að það eru upplýsingar sem maður ætti að búast við að fá á veiðisafni en mér finnst að á slíku safni ætti einnig að vera hægt að finna upplýsingar um t.d. stofnstærð og sjálfbærni veiðanna. Með þessum upplýsingum er hægt að sinna eftirspurn stærri markhóps.
Eftir tæpan hálfan mánuð verður tekin í notkun viðbygging við safnið. Þar verður hægt að bera augum ljón og fleiri skepnur. Ég hvet ykkur til að skoða safnið við tækifæri. Draugasetrið og ílfa- og tröllasetrið eru síðan í næsta nágrenni. Þeir sem hafa meiri áhuga á lax- og silungsveiði ættu hins vegar að kíkja til Kela í Veiðiminjasafnið í Ferjukoti í Borgarfirði.
Stjörnukort Geirlaugar
Nú hafa flestir álitsgjafar og bloggarar sagt sitt álit á nýrri ríkisstjórn. Stjörnuspá Moggans lætur sitt ekki eftir liggja og segir okkur við hverju við megum búast á næstu árum. í stuttu máli er segja stjörnurnar okkur að stjórnin leggi m.a. árherslu á mennta-, velferðar- og samgöngumál (eins og reyndar flestar stjórnir hingað til á íslandi). Fyrirheitin lofa góðu. Samskiptin innan hennar verða hins vegar ekki góð. Stöðugleikinn verður lítill og stjórninni skortir skipulag, aðhald og yfirsýn. Að lokum segir stjörnuspáin það ekki koma á óvart ef stjórnarslit verði á 3. eða 4. ári stjórnarinnar. í†tli stjörnuspáin sé lesin á ritstjórn Moggans?
Góðar fréttir
Það getur verið hættulegt að vera í tímum hjá kennara sem hefur viðurnefnið „Hákarlinn“ í fræðaheiminum. Kannski er það ennþá hættulegra ef maður þarf að flytja fyrirlestur hjá honum. Viðurnefnið fær kennarinn einmitt fyrir að hakka fólk í sig eftir fyrirlestra. Ég stökk út í laugina í gær, talaði um „bundin skrímsli í norrænni trú“ og slapp ómeiddur úr lauginni. Ámorgun er síðasti tíminn. Þá tekur við stutt sumarfrí frá námsbókunum.
Þegar ég kom heim beið eftir mér bréf í póstinum þar sem stóð: „Umsókn þín um inngöngu í MA í þjóðfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands hefur verið tekin til umfjöllunar. Það er okkur ánægja að tilkynna, að þér er heimilað að hefja nám á haustmisseri 2007.“
í–ssur og Jónas
Hér er smá krot eftir mig í tilefni ummæla í–ssurar Skarphéðinssonar í fréttum í gær.
Þó ég sé sjaldnast sammála Jónasi Kristjánssyni þá má hann eiga það að hann er góður penni. Jónasi finnst ríkisstjórnarsamstarf íhalds og krata eðlilegt. Hann skrifar m.a. í gær:
Eðlilegt er, að Sjálfstæðis og Samfylkingin vinni saman. Þau spanna yfir hægri og vinstri miðjuna og hafa góðan meirihluta. Framsókn og Vinstri grænir eru meiri jaðarflokkar, Framsókn orðin yzt til hægri í formennsku Jóns Sigurðssonar. Sjálfstæðis og Samfylkingin munu ná millilendingum, til dæmis í meiri hægagangi á stórvirkjunum og stóriðju. Báðir eru flokkarnir eindregið fylgjandi markaðskerfi í hagmálum. Merkast við þetta samstarf er, að Sjálfstæðis hefur loksins vaxið frá arfi Davíðs Oddssonar. íhrif hans í flokknum eru nú engin, þegar Ingibjörg Sólrún er orðin sætust á ballinu.
Þann 25. maí 1991 skrifaði Jónas eftirfarandi leiðara í DV. Þá var búið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Fyrirsögnin var „Engir hveitibrauðsdagar“.
Illa er komið fyrir nýrri ríkisstjórn strax í upphafi ferils hennar. Hún nýtur engra hveitibrauðsdaga í hagkvæmnishjónabandi sínu. Samkvæmt skoðanakönnun DV í gær hefur hún einungs helming af fylgi kjósenda, minnsta fylgi, er mælzt hefur hjá nýrri ríkisstjórn.
Algilt hefur verið, að nýjar ríkisstjórnir fái að minnsta kosti rúmlega 60% gengi í fyrstu skoðanakönnunum eftir stjórnarmyndun. Metið átti ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem hafði 90% fylgi í upphafi og naut hveitibrauðsdaga fram undir andlátið.
Enn verri er staða annars stjórnarflokksins, Alþýðuflokksins, sem má þola fylgishrun úr 15% niður í 10%. Þetta bendir til, að gæfa Alþýðuflokksins verði minni í þessari ríkisstjórn en hún var í hliðstæðu stjórnarmynztri á viðreisnartíma sjöunda áratugarins.
Viðreisnarstjórnin var byltingarstjórn á sínum tíma. Hún ruddist fram með nýjungar, sem frelsuðu ísland úr verstu Framsóknarhlekkjum kreppustefnunnar og lögðu grundvöll að velmegun þjóðarinnar nú á tímum. Hún stóð á skýrum hugmyndafræðilegum grunni.
Viðreisnarstjórnin entist líka í meira en áratug. Alþýðuflokkurinn þoldi stjórnarsamstarfið í þrjú kjörtímabil, þótt hörð hríð væri gerð að honum frá vinstra afturhaldinu. Slík festa í stjórnarmynztri hefur hvorki þekkst fyrr né síðar á lýðveldistímanum.
Ríkisstjórn hinna sömu stjórnmálaflokka, sem nú hefur setzt að völdum, hefur engan hugmyndafræðilegan grunn. Til dæmis er hún laus við frjálshyggju, þótt tilhneiginga í þá átt hafi gætt í báðum flokkunum, ekki síður í Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum.
Hugsjónalaus ríkisstjórn nýtur engra hveitibrauðsdaga. Þjóðin sér enga breytingu frá fyrri ríkisstjórn til hinnar nýju. Enda er þetta í stórum dráttum nákvæmlega sama ríkisstjórn, efnislega séð, og sú sem fór frá völdum. Það eru bara nýir menn í ráðherrastólum.
Það eru einmitt ráðherrastólarnir, sem eru hornsteinn þessarar ríkisstjórnar. Steingrímur Hermannsson gat aðeins boðið Alþýðuflokknum þrjá stóla í nýrri, fjögurra flokka vinstri stjórn. Davíð Oddsson gat hins vegar boðið honum fimm stóla í tveggja flokka stjórn.
Þetta var tilboð, sem Alþýðuflokkurinn þóttist ekki geta hafnað. Hinn óljósi málefnasamningur, sem smíðaður var í skyndingu, skiptir nauðalitlu máli í þessu samhengi, enda hefði hann alveg eins getað verið málefnasamningur hjá fjögurra flokka vinstri stjórn.
Myndun þessarar ríkisstjórnar markar í rauninni þáttaskil í stjórnmálasögu okkar. Ekki er lengur umtalsverður munur á athöfnum stjórnmálaflokka, þótt ytri málabúnaður sé stundum misjafn. Stjórnmál á íslandi snúast ekki lengur um málefni. Þau snúast um stóla.
Þótt þessi ríkisstjórn sé mynduð af sömu stjórnmálaflokkum og mynduðu viðreisnarstjórnina, er fjarri lagi að kenna hana við nýja viðreisn. Hún er eins langt frá viðreisn og hugsazt getur. Hún er íhalds- og hagsmunastjórn, sem mun gæta þess að breyta sem allra fæstu.
Almenningur er þegar búinn að finna lyktina af hinni nýju ríkisstjórn og finnst hún ekki góð. Þess vegna sýndi skoðanakönnun DV í gær, að þetta er fyrsta ríkisstjórnin, sem ekki nýtur neinna hveitibrauðsdaga hjá þjóð sinni. Og öruggt má telja, að hún verði ekki langlíf.
Svona fer, er skammtímamenn ganga í hagkvæmnishjónaband um ráðherrastóla og kjötkatla. Svona fer, er þjóð gælir við loddara, kosningar eftir kosningar.
Til upprifjunar
Nú þykir mér áhugavert að rifja upp þetta blogg Péturs Gunnarssonar frá 7. maí sl.
Óskastjórn auðvaldsins
Ég er miðjumaður utan af landi sem aðhyllist félagshyggju í bland við frjálslynt markaðshagskerfi. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking gætu myndað hægrisinnaðri ríkisstjórn en við höfum áður séð á íslandi, stjórn sem gegnur gegn þeim gildum sem ég aðhyllist. Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð í gegn málum sem Framsókn hefði aldrei tekið í mál að samþykkja. Þá gæti galin landbúnaðarstefna Samfylkingarinnar komist í framkvæmd. Nú ætla ég ekki að vera svartsýnn en ég hef áhyggjur af nýrri ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar ef af verður.
Mér heyrist á óbreyttum kjósendum flokkanna að þar séu ekki allir par sáttir við þennan leik, sér í lagi stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Þessi staða er þó eitthvað sem kjósendur hefðu átt að hugsa út í fyrir kosningar. Ingibjörg laug því þegar hún sagðist ætla vera borgarstjóri út síðasta kjörtímabil R-listans. Hún laug því líka þegar hún sagðist vilja mynda vinstri stjórn eftir þessar kosningar. Ég hélt því fram fyrir kosningar að markmið hennar væri að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki og er þess full viss að þreifingar milli flokkanna hafi hafist í vetur. Það sá maður á því hvernig öllu púðrinu var eytt á Framsókn í kosningabaráttunni á meðan Sjálfstæðisflokknum var hlíft.
Það er alltaf að hlutverk stjórnmálaflokka að leita leiða til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Engu að síður lýstu Framsóknarmenn því yfir í kosningabaráttunni að fengi flokkurinn slæma útkomu í kosningunum færi hann ekki í ríkisstjórn. Það varð úr eins og tilkynnt var í dag. Hinir tveir flokkarnir í stjórnarandstöðu þjást af hluta báðir af ákveðnu framsóknarhatri. Linni því gæti náðst ágætis samvinna í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem hefur mikinn þingmeirihluta.
Einu velti ég þó fyrir mér eftir atburði dagsins. Ef hægt er að kaupa ákveðið magn af útstrikunum með nokkrum heilsíðu auglýsingum fyrir kosningar í dagblöðum, er þá hægt að panta sér ríkisstjórn með því að gefa út aukablað af DV í 100 þúsund eitökum með „réttum“ skilaboðum til kjósenda og dreifa því frítt í hús? Hvað ætli auðmennirnir séu svo tilbúnir að borga fyrir lagafrumvörpin sem koma frá óska ríkisstjórninni?
Hvað er svona ekta?
í morgun kom með Fréttablaðinu bæklingur frá Hagkaupum þar sem auglýstir eru ítalskir dagar sem nú standa þar yfir. Það er ekkert að því svo sem að verslanir bjóði upp á þema daga. Maðurinn hefur þörf fyrir tilbreytingu og er alltaf að leita að einhverju nýju. Hins vegar velti ég því fyrir mér hversu ítalskur ísinn sem framleiddur er á Suðurlandsbrautinni þarf að vera til þess að hægt sé að kalla hann ekta ítalskan ís eins og Hagkaup gerir? Af hverju er sorbertinn sem Emmess ís framleiðir ekki líka ekta ítalskur ís?
Hugtakanotkun okkar er sérstök. Við getum verslað út í búð ekta „indversk“ brauð, „grískan“ ost eða „ítalskan“ ís. Allt saman framleitt á íslandi. Einu tengslin við Indland, Grikkland eða ítalíu er uppruni uppskriftarinnar sem hefur á leiðinni til íslands tekið miklum breytingum. Ég leyfi mér að efast um að það sé nógu sterk tenging til þess að hægt sé að tala um „ekta“ gríska, indverska eða ítalska vöru. Tæki einhver upp á því að framleiða ekta íslenskt smjör í ístralíu efast ég um að landinn yrði par hrifinn af því uppátæki. Ekta íslenskt smjör er einfaldlega það smjör sem er framleitt á íslandi.
Fréttir af forfeðrunum
í þingkosningum um helgina var mikið svindlað og því kemur það ekki á óvart að stjórnarandstaðan sé æf. Talið er að bílförmum af atkvæðum hafi verið troðið í kjörkassana enda fór það þannig að Rebúblikanar, flokkur sitjandi forseta vann stór sigur. Eftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum segja að þrátt fyrir mikið svindl hafi heilmikið breyst til batnaðar frá síðustu kosningum.
Af einhverjum ástæðum fór ekki mikið fyrir kosningum í Armeníu í íslenskum fjölmiðlum þó einhverjir kenningasmiðir hafi kokkað upp tengsl milli þjóðanna tveggja. Tengslin eiga að vera þannig að hópur Armena hafi farið yfir til Rússlands fyrir einhverjum þúsundum ára, fundið þar hesta á sléttunum í suðurhluta landsins. Áhestunum fór fólkið til Noregs þar sem því kom illa saman við fólkið sem þar var fyrir og því farið til íslands. Ég er að reyna að muna eftir einhverjum frægum Armena í augnablikinu en dettur ekki neinn í hug. Veit bara að mamma Garry Kasparov var armensk. Armenar eru góðir í skák, ég held að þeir séu núverandi ólympíumeistarar og íslendingar eiga fína skákmenn. í†tli það renni stoðum undir kenninguna?
íštskrift í október
Ég tók þá ákvörðun í síðustu viku að fresta útskrift fram í október. Ég sit núna í málstofu um nýja nálgun á norrænni trú og goðsögnum. Þá fer ég til Danmerkur í júlí og tek þar námskeið námskeið sem fjallar um íslenskar miðaldabókmenntir. Ég held að ég sé betur settur með að skila inn BA ritgerðinni þegar ég hef lokið þessum námskeiðum auk þess sem ég verð vonandi kominn með 10 einingar í MA náminu að þeim loknum.