Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2008

Ofsóknir

Þegar fara að heyrast smellir og bergmál í­ margara ára gömlum sí­ma er auðvitað eðlilegast að leita nærtækra skýringa. Ég myndi benda viðkomandi á að sí­minn væri kominn til ára sinna. Sí­ðan eru til menn sem hugsa stórt. Þeir myndu benda viðkomandi á að lí­klegast væri sí­minn hleraður með sömu aðferðum og notaðar voru fyrir áratugum sí­ðan, nefnilega á tí­mum gömlu sí­mstöðvanna. Mitt ráð til Sturlu er að kaupa nýjan sí­ma og smellirnir hverfa.

Glósurnar mí­nar

í morgun var að renna í­ gegn um gamlar tí­maglósur eins og ég geri af og til. Glósurnar mí­nar gera oftast það gagn sem ég ætlast til af þeim. Eins og gengur skrifa ég niður mis gáfulegar athugasemdir sem mér finnst lí­klegar til þess að verða kveikjur að meistaraverkum seinna meir. Stundum rekst ég þó á komment sem ég botna engan veginn í­ hvers vegna ég skrifaði niður. Ég hef t.d. skrifað niður í­ tí­ma í­ norrænni trú eitthvað á þá leið að það sé ekki það sama að drepa mann í­ írak og að blóta manni. Lí­klega var einhver djúp hugsun þarna að baki þó að hún sé að mestu gleymd í­ dag

Háskólanemendur eftir 20 ár þurfa vonandi ekki að hafa sömu áhyggjur af hernaði í­ írak og nemendur dagsins í­ dag. Eða það ætla ég allavega rétt að vona. Glósur gefa ekki eingöngu mynd af því­ sem við erum að læra á þeim tí­ma sem þær eru skrifaðar. Þær geta sagt okkur þó nokkuð um hugsanir okkar og samfélagslegt ástand. í febrúar 2004 fannst mér þessi brandari til dæmis mjög skemmtilegur og notaði hann sem dæmi er ég var að safna þjóðfræðaefni fyrir kúrs sem ég var í­ þá. Þessi brandari hefði svo sem getað gengið í­ endurnýjun lí­fdaga fyrir nokkrum vikum sí­ðan. Eftir 20 ár eru mikið færri sem ná honum. Þeir sem ná honum hlægja lí­klegast ekki þar sem tí­mi hans er liðinn. Það má þó vel vera að búið verði að heimfæra hann upp aðstæður sem verða uppi þá. Hver veit.

A: Vissirðu að Mí­nus er að gefa út nýja plötu?
B: Nei, hef ekki heyrt það.
A: Jú, hún á að heita Hannes Hólmsteinn og er rexmix af Halldóri Laxness.

Eins og sést þarf lí­tið til að skemmta mér. Mér fannst það til dæmis fyndið af Dönunum í­ gær að bjóða upp á Terry´s súkkulaði í­ móttöku eftir fyrlestur Terry Gunnell.

Skopskyn Láru

Ég veit ekki hvort einhver lesenda minna hafi nokkru sinni lent í­ því­ að fara í­ aðgerð á sjúkrahúsi þar sem á að svæfa viðkomandi en eitthvað fór úrskeiðis. Þannig að í­ stað þess að vera sofandi á meðan læknarnir eru að gera sig klára heyrir viðkomandi það sem fer fram þeirra á milli. Þess óska ég engum enda þar sem ég hef heyrt að það sé ekki notarleg tilfinning. Þá eru samræðurnar ekki til þess fallnar að auka traust viðkomandi sjúklings á læknastéttinni. Það er þó þannig að þó læknarnir segist ætla að gera hitt og þetta við sjúklinginn meina þeir ekkert með því­.

Það má lí­kja bröndurum við spennuventil. Stéttir sem vinna undir miklu álagi t.d. læknar og fjölmiðlamenn í­ beinni útsendingu nota þannig húmor til þess að losa spennu. Þá er ég ekki að tala um húmor eins og tómatabrandara eða hafnarfjarðarbrandara. Nei, ég er að tala um gálgahúmor, brandara sem þverbrjóta allar reglur um það sem segja má í­ fjölmiðlum. Mörkin eru heldur betur rofin.

„Fólk verður bara að meta það hvort það er alvarlegt þegar blaðamenn grí­nast í­ vinnunni“ segir Lára Ómarsdóttir. Henni varð það á að segja „ég get nú kannski fengið einhvern til þess að kasta eggi rétt á meðan við erum „life“ á eftir“ í­ beinni útsendingu á Stöð 2 í­ gær einmitt þegar hún hélt að hún væri ekki í­ loftinu. Vissulega er þetta mjög alvarlegt mál fyrir Stöð 2 og getur skaðað trúverðugleika Láru sem og fréttastofunnar. En ég trúi því­ alveg að Lára geti hafa verið að grí­nast og bendi á rannsóknir þjóðfræðinga á húmor til að bakka það upp.

Fyrstur eftir kaffi

í morgun mun ég í­ fyrsta skipti halda opinberan fyrirlestur sem þjóðfræðingur. Það hef ég ekki enn gert á íslandi en þeir sem staddir eru í­ írósum hafa tækifæri til þess að verða vitni af þessum einstaka viðburði. Hér er haldið á morgun málþing goðafræðinema og eru nokkur spennandi erindi á dagskrá eins og sjá má á dagskránni. Ég mun kynna niðurstöður BA ritgerðarinnar minnar sem eins og gott fólk man fjallaði um hlutverk goða í­ valdakerfinu á íslandi fyrir kristnitöku.

Þegar sett er saman dagskrá fyrir svona málþing þarf alltaf einhver að vera sí­ðasti ræðumaður fyrir kaffi. í†tli það sé ekki versti tí­minn til að tala þar sem áheyrendurnir gætu þá þegar verið búnir að missa einbeitinguna og komnir með hugann við veitingarnar sem bí­ða. Næstverst er að vera allra sí­ðastur á dagskrá. Þá eru áheyrendurnir komnir með hugann við brottför og sumir jafnvel þegar farnir. Sá sem er fyrstur lendir í­ því­ að enn eru gestir að bera að garði sem ná þar af leiðandi ekki öllum fyrirlestrinum auk þess að trufla fyrirlesarann og aðra gesti þegar þeir koma sér fyrir í­ salnum. Ég tel mig vera nokkuð heppinn með minn stað í­ dagskránni. Þar sem ég er fyrstur eftir kaffihléið ætti fólk því­ að vera vel vakandi á meðan ég tala. Eina hættan er kannski að fólk tefjist í­ spjalli yfir kökunum en ég get þó huggað mig við það að þeir sem sem ekki mæta trufla mig ekki á meðan.

Slátrun í­þróttafréttamanna

Regla Jónasar um stí­l númer fjögur hljómar svo: „Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni“. Klisjukennd notkun orðatiltækja og ýkt myndmál virðist sérstaklega loða við í­þróttafréttamenn. Aston Villa slátraði Birmingham í­ dag samkvæmt frétt Ví­sis. Það var gaman að fylgjast með 5-1 sigri á nágrannaliðinu. Möguleikarnir á Evrópusæti eru enn til staðar. Eina sem böggaði mig við leikinn var fyrirsögn Ví­sis eftir hann. Seinna um daginn slátraði sí­ðan AC Milan Reggina samkvæmt sama miðli.

Um daginn er ég ræddi við kunningja minn um fréttaskrif sagði hann í­þróttafréttamenn vera of lélega í­þróttafréttamenn til þess að komast í­ liðin og of lélega blaðamenn til að skrifa alvöru fréttir. Ég var honum ósammála. Það er til fullt af góðum í­þróttafréttamönnum en stundum finnst mér þeir ofreyna sig í­ sköpun lifandi lí­kingamáls. Oft er betra að orða hlutina á einfaldan og skýran hátt enda þarf viðkomandi að vera virkilega góður penni eða hafa góðan talanda til þess að fréttin lí­ti ekki kjánalega út.

Þessi vandi í­þróttafréttamanna er alþjóðlegur. Frá í­slenskum slí­kum koma setningar eins og: „Halldór mun berjast til þrautar og segist ekki fara fet nema honum verði settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þessi setning er á máli okkar hinna svona: „Hann fer ekki ótilneyddur“. Rétt eins og orða hefði mátt þessa setningu öðruví­si hefði mátt nota annað orð en slátrun í­ frétt Ví­sis um leikinn. Það er bara eitthvað svo amatöralegt og ýtir undir kenningu kunningja mí­ns.

Kannski smá innskot að lokum. Heimilislæknir vinar mí­ns hér heitir Slagter. Verra nafn á lækni er erfitt að hugsa sér.

RÚV ohf

Ég vildi á sí­num tí­ma sjá RÚV verða að sjálfseignarstofnun en það varð ví­st ekki að veruleika. Þess í­ stað var stofnuninni RÚV breytt í­ opinbera hlutafélagið RÚV. Því­ fylgdu hærri laun fyrir lykilstarfsmenn, launaleynd, einhverjir kostir og fleiri gallar eins og gengur. Einn gallanna er tví­mælalaust sá að fundargerðir stjórnar félagsins eru ekki aðgengilegar almenningi á netinu. Á meðan RÚV var rí­kisstofnun birtust fundargerðir útvarpsráðs alltaf á netinu. Þannig gat almenningur fylgst með því­ sem var á döfinni hjá fjölmiðlaveldinu sem var í­ eigu hans. Það er af sem áður var.

Bankalán

Ég stoppa alltaf þegar ég geng fram hjá Amagerbanken og finnst ég vera heppinn að sjá þar í­ glugganum sjónvarpsskjá með gæða sjónvarpsþáttum. Það eru mér mikil vonbrigði að fæstir skiptinemanna hér kannast ekki við það sem er á skjánum. Sjónvarpsþættirnir fjalla um mí­na uppáhalds dönsku bókmenntapersónu og er hún ekki sköpunarverk H.C. Andersen, Sí¸ren Kirkegaard eða Karen Blixen. Þó að þetta séu allt saman ágætir rithöfundar þá hefur ekkert þeirra skapað persónu sem kemst í­ lí­kingu við þekktustu persónu Cörlu og Vilhelm Hansen. Ég er að tala um smávaxinn og ævintýraglaðan björn í­ rauðum smekkbuxum með hví­tum doppum. ísamt vinum sí­num þeim Pingó, Skeggja, Pela, Skyldi, Eyrnalang, Adolf, Trí­nu, Geita og Ljónka leitar Rasmus Klumpur á vit ævintýranna, smí­ðar skip, skoðar pýramí­da og hjálpar Geita með uppskeruna og sigla henni til bæjarins svo aðeins eitthvað sé nefnt.

Mér finnst sköpunarsaga Rasmusar Klumps ekki sí­ður áhugaverð. Þannig var að fyrirtæki eitt í­ Kaupmannahöfn græddi ágætlega á því­ að selja teiknimyndasögur um strútinn Rasmus til dablaða á fjórða áratug tuttugustu aldar. Þegar höfundur þeirra lét af störfum var leitað til Hansen hjóna og þau beðin um að teikna nýja serí­u fyrir börn. Eina skilyrðið væri að aðalsöguhetjan myndi heita Rasmus. Þannig hófst ferill Rasmusar í­ dagblöðum. í fyrstu var hann þó skjaldbaka en það gekk ví­st ekki svo vel að að hafa svo hægfara aðalpersónu. Það var því­ gripið til þess ráð að breyta um dýr og átti Rasmus Klumpur upphaflega að heita Björninn Rasmus. Virðulegra þótti að gefa honum ættarnafnið Klumpur í­ höfuðið á hundi nágranna Hansen hjónanna. Alls komu út 37 bækur með Rasmusi. 15 bókanna voru gefnar út í­ í­slenskri þýðingu Andrésar Indriðasonar. Undir lok tí­unda áratugarins voru gerðir sjónvarpsþættir um Rasmus og vini hans. Það eru þessir þættir sem sýndir eru í­ glugga bankans.

Skólagjaldaumræðan

í framhaldi af orðum Kristí­nar Ingólfsdóttur rektors í­ Fréttablaðinu í­ gær velti ég fyrir mér stöðu hennar í­ embætti. Hún var kjörin á þeim forsendum að hún væri á móti skólagjöldum við Háskóla íslands. í†tli hún að beita sér fyrir upptöku skólagjalda tel ég nokkuð ljóst að hún njóti ekki lengur trausts meirihluta stúdenta. í því­ umhverfi gæti verið erfitt fyrir hana að starfa áfram. Ég er þó alveg sammála því­ að finna þarf lausn á ójafnri samkeppnisstöðu háskólanna í­ landinu, en upptaka skólagjalda er ekki rétta leiðin til þess.

Annars hef ég lúslesið 546. mál 135 löggjafarþings á þingskjali 847 sem á mannamáli heitir frumvarp til laga um opinbera háskóla. Menntamálaráðherra mælir fyrir frumvarpinu núna á fimmtudaginn og fylgja áhugaverðar umræður vonandi í­ kjölfarið. Þar eru nokkur atriði sem gera þarf bragabót á áður en hægt verður að samþykkja frumvarpið. Mér heyrist einhverjir stúdentar halda að með þessu frumvarpi verði skólagjöld leidd í­ lög. Það er ekki rétt og get ég ekki séð að frumvarpið feli í­ sér neina grundvallarbreytingu á gjaldtöku af nemendum. Allt annað mál er sí­ðan hvort vilji rí­kisstjórnarflokkanna standi til þess að taka upp skólagjöld. Enginn efast um vilja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess en Samfylkingin er spurningamerki. Fyrir nokkrum mánuðum hefði ég sagt að engum þingmanni flokksins kæmi það til hugar að samþykkja slí­kt. Hins vegar hefur almenningur nú horft á hvert kosningaloforðið á eftir öðru fjúka út í­ buskann á sí­ðustu mánuðum og er upptaka skólagjalda þess vegna eitthvað sem flokkurinn gæti tekið upp á næst.

Af höfundi Biblí­unnar

í fyrradag rí­kti almenn ánægja með myndbandið við Meira frelsi Gillzeneggers og félaga. í gær kom svo upp úr dúrnum að um dulda auglýsingu var að ræða og kom þá annað hljóð í­ strokk almennings. Fyrir rúmum 20 árum gerðu Stuðmenn ekki eingöngu myndband heldur kvikmynd sem stútfull var af duldum auglýsingum. Ég veit hins vegar ekki hvort almenningur geri sér almennt grein fyrir því­ að Með allt á hreinu var úthugsuð auglýsing fyrir Samvinnuhreyfinguna. Þeir sem ekki hafa gert sér grein fyrir því­ ættu kannski að skoða tökustaði og önnur skilaboð eins og frægt handaband næst þegar myndin er sett í­ tækið. Mitt álit á fyrrnefnda myndbandinu breyttist ekki eftir að í­ ljós kom að um auglýsingu var að ræða. Mér fannst það aldrei neitt sérstakt. Mér lí­kaði hins vegar miklu betur við mynd Stuðmanna eftir að ég komst að sannleikanum um duldu auglýsingarnar.

Að vera eða ekki vera sveitastjórnarmaður

Gí­sli Marteinn Baldursson stúdent og borgarfulltrúi með meiru fékk heldur betur skammir hér um árið er að hann skartaði BA prófi í­ stjórnmálafræði í­ Samtí­ðarmönnum sem hann hafði ekki. Nú titlar varformaður Frjálslynda flokksins sig sveitastjórnarmann í­ Skessuhorni án þess að vera það. Ég legg allavega þá merkingu í­ orðið sveitastjórnarmaður að það sé einstaklingur sem á sæti í­ sveitastjórn, ekki varamaður eða fulltrúi í­ nefnd. Er kannski til einhver skýring á orðinu sem ég veit ekki um?

Annars skil ég Magnús vel. Það hljómar ekki vel að titla sig varamann í­ sveitastjórn Akraness og varaformann Frjálslynda flokksins. Það er flottara að vera eitthvað annað og meira en bara til vara.