Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var vitnað í ónafngreinda þingmenn í nokkrum flokkum og einnig í ónafngreinda ráðherra. Einn ráðherrann á víst að hafa sagst bara vera „starfsmaður á plani“.
Ef að Össur Skarphéðinnsson vill ekki láta vitna í sig með nafni þá ætti hann ef til vill að sleppa því að slá um sig með frösum sem allir vita að honum einum myndi detta í hug að láta úr sér. Fyrir utan það að vera ekki til fyndið bendir þetta orðalag ekki til þess að hann átti sig alveg á hlutverki ráðherra.
Að því sögðu ætla ég að láta hortugheitum dagsinns lokið.