Truflun

Truflun

Þá er ég kominn á Truflun. Ég hef bloggað á nokkrum stöðum í gegnum tíðina, alveg frá þriðja eða fjórða ári í menntó. Ekki mjög mikið þó undir það allra seinasta, held að ég hafi birt eitt blogg í fyrra. Undanfarið hef ég nær eingöngu skrifað um trúmál og efahyggju eða þá eitthvað í skólanum. Ég hugsa að skrifin um trú, kukl og hindurvitni  muni fyrst og fremst birtast á vefriti Vantrúar eftir sem áður en hér gæti ratað eitthvað inn um skólamál, t.d. þegar ég byrja á lokarannsókninni minni. Hér hugsa ég að birtist aðallega hugleiðingar mínar um hitt og þetta; pólitík, mat og drykk, ljósmyndun og daglegt líf t.d. Og talsverð vitleysa sjálfsagt líka.

Ég flutti allar færslurnar af gamla wordpressblogginu mínu hingað yfir þannig að fólk getur skoðað þær ef það hefur áhuga. Ég rakst þó á þegar ég fletti yfir það um daginn að þar er að finna hitt og þetta sem ég hef skipt um skoðun á. En það er bara ágætt, það er gott að skipta um skoðanir öðru hverju.