Mofi og siðferðið

Maður er nefndur Halldór og kallar sig Mofa á netinu. Hann hefur ýmis áhugamál eins og að afneita nútíma vísindum eins og þau leggja sig, að sýna fram á að túlkun hans og safnaðarins sem hann tilheyrir á Biblíunni sé réttari en annara og, það sem ég ætla aðeins að impra á núna, siðleysi trúlausra. […]

Siðleysi hundaeiganda

Það býr siðlaus hundaeigandi í nágreni við leikskólann sem ég vinn á. Seinasta vetur lentum við starfsfólkið ítrekað í því að þurfa að skófla upp hundaskít úr sandkassa og af fleiri stöðum í leikskólanum. Stundum voru börn byrjuð að moka í honum og einnig höfðu þau stigið á hann. Þegar þetta hafði gerst nokkuð oft […]

Lítið um að vera hér

Það er blogglægð í gangi. Hana má fyrst og fremst skýra út með því að það hefur verið nóg að gera í skólanum. Ég er í einum bóklegum áfanga sem heitir Menntasýn og mat á skólastarfi og svo er ég að vinna að lokaverkefninu mínu. Þar geri ég kennsluvef um ljósmyndun í leikskólastarfi og fræðilega […]