Smáhestasafn (PAW)

Rakst á þennan glæsilega hóp fyrir utan Vín í Hrafnagili rétt fyrir utan Akureyri á föstudaginn seinasta. Ætla að gera ráð fyrir því að samkoma þessara bíla hafi eitthvað að gera með bíladaga sem voru haldnir fyrir norðan um helgina. Mynd-á-viku mynd númer 25. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Jacob (PAW)

Þetta er hann Jacob, starfsmaður í Blómavali síðan 1993. Rakst á hann þegar ég kíkti þangað um helgina og hann fylgdist vel með mér eins og sést á myndinni. Mynd-á-viku mynd númer 24. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Jónína Ben treystir á slakan enskuskilning

„Ég hef aldrei haldið því fram að þetta sé byggt á vísindalegum rannsóknum. Við erum að reka heilsuhótel og þurfum ekkert að sýna fram á vísindalegar rannsóknir.“ – Jónína Ben, 11. Júní 2010 á pressunni.is. „She has years of experience behind her and the results are unbelievable. Research has shown that Jonina Ben’s detox treatment is preventive …

Furðu lostinn yfir viðbrögðum biskups!

Eða þannig. Biskup segir að ekkert sé til sem heiti algjör aðskilnaður ríkis og kirkju með því að endurskilgreina kröfuna í þá átt að hún sé sú að trú verði bönnuð, dregur Norður-Kóreu inn í umræðuna til að fá fram einhver hugrenningartengsl (einhverskonar neo-Godwins law) og þvælir svo með það að ríki og kirkja og …