Að springa á limminu

Ég er búinn að gefast upp á mynd-á-viku verkefninu. Það kom semsagt í ljós að þegar maður er í fullri vinnu, MA námi, allskonar félagsstörfum og vill líka eiga tíma með kærustu og vinum þá er ekki gott að binda sig við svona verkefni. Vandamálið er svosem ekki að komast í að taka myndirnar, þegar maður er oftast með vél á sér gengur það ekkert illa. Að finna sér tíma til þess að vinna myndirnar og henda þeim á netið gekk hinsvegar ekki vel.

Ég ætla bara frekar að reyna að vera duglegur almennt að taka myndir, og mun örugglega deila eitthvað af þeim hingað.